Skermuð röntgentæki - Námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn
Til að vera ábyrgðarmaður eða tæknimaður skermaðs röntgentækis verður að ljúka þessu námskeiði.
Fyrirkomulag námskeiðs
Námskeiðið er kennt í tveimur hlutum:
fyrri hlutinn er fjarnám, sem þátttakendur geta sinnt á sínum tíma,
seinni hlutinn er annað hvort staðkennsla í Reykjavík eða fjarkennsla í gegnum Teams.
Áherslur námskeiðsins
Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi:
Almennur grunnur geislavarna; líffræðileg áhrif jónandi geislunar, geislaálag starfsmanna sem vinna með skermuð röntgentæki.
Kynning á gerð og notkun röntgentækja í iðnaði og við öryggisgæslu og nauðsynlegum mælibúnaði.
Lagaumhverfi; skyldur og hlutverk leyfishafa, ábyrgðarmanna, tæknimanna og notenda.
Eftirlit með notkun tækja og áherslur í starfsemi Geislavarna ríkisins hverju sinni.
Efni námskeiðsins er lagað að þátttakendum hverju sinni.
Eftir námskeiðið
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að:
þekkja lög og reglugerðir um geislavarnir
vera meðvitaðir um skyldur sínar
hafa lágmarksþekkingu á vörnum gegn jónandi geislun
þekkja áherslur Geislavarna ríkisins varðandi þá starfsemi sem þátttakendur tengjast
Sjá nánar um kröfur til ábyrgðarmanna vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna (pdf)
Próf
Námskeiðinu lýkur með prófi. Hlekkur á prófið er sendur á þátttakendur fljótlega eftir að kennslustund lýkur. Þátttakendur fá viku til að taka prófið og geta því tekið prófið á þeim tíma sem þeim hentar.
Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná 80% árangri á prófinu.
Verð námskeiðsins
26.000 krónur
Ef dagsetning liggur ekki fyrir er hægt að skrá sig á biðlista.
Námsefni
Þátttakandi fer yfir efnið á sínum hraða og klárar áður en seinni hluti byrjar.
Námsefnið samanstendur af:
veffyrirlestrum á íslensku,
myndböndum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni
völdum vefsíðum.
Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3 klukkustundir.
Námsefni - hluti 1 skermuð tæki
Námsefni - hluti 2, kennslustund
Þátttakendur skrá sig annað hvort í fjarkennslu eða staðkennslu (Reykjavík).
Námsefnið samanstendur af glærum sem fyrirlesarar fara yfir í kennslustund. Glærur eru sendar til þátttakanda fyrir kennslustund.
Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3 klukkutímar