Umsókn um kaup á leigulóð
Grunnskilyrði til kaupa á landi í eigu ríkisins samkvæmt skilyrðum sem sett eru i verklagsreglum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um beitingu á heimild í 6. gr. fjárlaga um sölu sumarhúsalóða, íbúðalóða og spildna í eigu ríkisins frá 7. júlí 2020 eru eftirfarandi:
Kaupandi eða tengdur aðili þarf að hafa leigt lóðina í 15 ár eða lengur
Lóðin þarf að vera minni en 20 hektarar
Kaupandi þarf að hafa byggt fasteign á lóðinni eða nýtt hana með öðru aðliggjandi landi í eigin eigu
Lóðin þarf að vera notuð á sama hátt eftir kaupin
Ef þú uppfyllir þessi skilyrði er hægt að senda inn formlega umsókn til FSRE á fsre@fsre.is með eftirfarandi gögnum:
Nafn og kennitala leigutaka
Afrit lóðaleigusamnings
Málið verður svo tekið fyrir með formlegum hætti, skráð sem erindi og tekið til meðferðar.