Reikningar sendir til FSRE
Upplýsingar fyrir sveitarfélög, stofnanir og verktaka vegna reikninga
Allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu skulu vera með rafrænum hætti.
Hafi verktaki/birgi ekki tök á að senda reikning rafrænt í gegnum bókhaldskerfið sitt bendum við á ,,Skúffuna“ þar sem hægt er að skrá upplýsingar vegna reiknings: Skúffan.is – FSRE
Allir reikningar eru framsendir til Fjársýslu ríkisins sem annast greiðslu þeirra. Gjaldfrestur er að lágmarki 25 dagar frá afhendingardegi reiknings hjá skeytamiðlara.
Gera þarf ráð fyrir því að ferlið frá því reikningur er móttekinn og þar til hann er greiddur taki þrjár heilar vikur og skal taka mið af því þegar gjalddagi / eindagi er ákveðinn á greiðsluseðli.
Verkbeiðnir og verkbeiðnanúmer
Gefnar eru út verkbeiðnir fyrir öllum verkefnum en á þeim kemur m.a. fram lýsing á verkinu og hvenær því skuli lokið. Verkbeiðnir eru sendar rafrænt til verktaka og er framvísun á endurriti af beiðninni forsenda þess að reikningur fáist greiddur á réttum tíma.
Afar mikilvægt að skrá verkbeiðnanúmer í lýsingu við útgáfu á reikningi. Verkbeiðni þarf ávallt að tilheyra því bókhaldsári sem reikningur er gefinn út á.
Kennitölur
Reikninga sem tilheyra eignasafninu (Ríkiseignum) skal stíla á kt. 690981-0259
Reikninga sem áður tilheyrðu Framkvæmdasýslunni skal stíla á kt. 510391-2259
Reikningar sem lúta að rekstri skrifstofu FSRE þurfa að berast á kt. 510391-2259
Rafrænir reikningar
Allir reikningar til FSRE vegna keyptrar vöru eða þjónustu skulu vera með rafrænum hætti með vísan til viðskiptaskilmála ríkisins. Reikningar skulu vera rafrænt vottaðir og bera með sér nafn, kennitölu og virðisaukaskattsnúmer útgefanda reiknings, ásamt reikningsnúmeri.
Texti reiknings skal vera skýr og lýsandi. Í honum skal gera grein fyrir hvar vinna var innt af hendi eða vörur afhentar, þ.e. heimilisfang og/eða heiti stofnunar.
Rafrænum reikningum skal miðlað í gegnum skeytamiðlara eða aðra þjónustuaðila – athugið að skrá verkbeiðnanúmer í lýsingu.
Hafi verktaki/birgi ekki tök á að senda reikning rafrænt í gegnum bókhaldskerfið sitt bendum við á Skúffuna.
Öll viðeigandi fylgigögn s.s. tímaskýrslur, efnisnótur o.fl. skulu fylgja með reikningi.
Reikninga má ekki senda sem PDF skjal í tölvupósti.
Ekki skal senda afrit á pappír samhliða rafrænum reikningi.
Greiðsla reikninga
Greiðsla reikninga hjá Fjársýslu ríkisins getur verið með tvennum hætti:
Greiðsla er millifærð á bankareikning viðkomandi, nema um annað sé samið.
Ef greiðsluseðill fylgir er greitt samkvæmt honum á eindaga. Eindagi skal vera sá sami og gjalddagi.
Í fyrra tilvikinu er miðað við að reikningar séu greiddir innan eins mánaðar frá útgáfu þeirra.
Lesa má um almenna viðskiptaskilmála ríkisins við kaup á vörum eða þjónustu.
Bent skal á að birgjum er heimilt að nota greiðsluseðla til stýringar á greiðslum sér til hagræðis, en ekki að setja á reikning seðilgjöld eða önnur gjöld sem ekki tengjast seldri vöru eða þjónustu.
FSRE áskilur sér rétt til að greiða ekki eða endursenda reikninga sem ekki uppfylla þessar kröfur, eða greiða með millifærslu þar sem það hentar.