FSRE fer með umsjón ríkisjarða og jarðrænna auðlinda í umboði fjármála- og efnahagsráðuneytisins. FSRE hefur meðal annars umsjón með
Ríkisjarðir í eyði og bújarðir
Jarðahlutum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar
Eignir Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla
Um áramótin 2020/2021 voru skráðar 434 jarðir í eigu ríkissjóðs; 301 þeirra í umsjón FSRE. Jarðrænar auðlindir í eigu ríkisins - s.s. vatnsafl, jarðhiti, ferskvatn og jarðefni - falla undir verksvið FSRE.
Hægt er að senda erindi á jardirogaudlindir@fsre.is
Jarðrænar auðlindir ríkisins, m.a. vatnsafl, jarðhiti, ferskvatn, möl og önnur jarðefni.
Yfirleitt já, en undantekningar eru til. Í lögum nr. 31/1907 (þjóðjarðir) og nr. 50/1907 (kirkjujarðir) er heimild til að undanskilja ákveðin réttindi við sölu - þannig geta réttindi haldist hjá ríkinu þótt land sé selt.
Hvers konar auðlindir, nytjar aðrar en grasnytjar, lífræn og ólífræn efni og efnasambönd, villt dýr, plöntur, annað lífríki og önnur nýtanleg réttindi sem fylgja jörð.
Algengt er að ábúendur njóti veiðiarðs, reka og æðarvarps og hafi takmarkaðan rétt til að nýta vatnsafl í smávirkjanir, jarðvarma og möl til heimilis- og búþarfa.
Orkustofnun veitir rannsóknar- og nýtingarleyfi. Sem landeigandi getur FSRE (í umboði ráðuneytis) heimilað hagnýtingu til heimilis- og búsþarfa á ríkisjörðum.
FSRE tekur þátt í undirbúningi útboða og samningaviðræðum um afgjald fyrir nýtingu auðlinda, nytja og gæða á ríkislandi (ekki innan þjóðlendna).
Sum svæði geta haft sérstakar reglur eða undanskilin réttindi skv. eldri lögum/samningum. Réttindi þarf að skoða sérstaklega fyrir hvert svæði.
Heimild til að kaupa leigulóð á einungis við um frístundahúsa- og íbúðarhúsalóðir og minni landspildur. Einnig verður að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir kaup. Hér má finna umsókn um kaup á leigulóðum