Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Umhverfis- og loftslagsstefna

Fiskistofa hefur sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi í starfi sínu með því að lágmarka eins og kostur er neikvæð umhverfis- og loftslagsáhrif sem hljótast af starfsemi stofnunarinnar.

Umhverfis- og loftslagsstefna þessi og aðgerðaráætlun hennar er liður í daglegu starfi til að draga úr álagi á umhverfið. Með því að draga úr álagi á umhverfið og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi leggur Fiskistofa sitt af mörkum til betra samfélags.

Áherslur Fiskistofu í umhverfismálum koma fram m.a. í gæðahandbók stofnunarinnar. Fiskistofa fylgir lögum og reglum um umhverfis- og loftslagsmál í allri starfsemi sinni.

Fiskistofa endurskoðar reglulega markmið sín í umhverfismálum og aðgerðaráætlun, mælir árangur og miðlar niðurstöðum til starfsmanna sinna.

Yfirmarkmið

Minnka umhverfisáhrif af starfseminni með markvissum aðgerðum varðandi starfsumhverfi og tæknilausnir, samgöngur, innkaup, flokkun og minni sóun.

Fiskistofa ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á stöðugildi um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019.

Stofnunin stefnir einnig að kolefnishlutlausri starfsemi með því að kolefnisjafna alla eftirstandandi losun frá árinu 2022.

Gildissvið og ábyrgð

Umhverfis- og loftslagsstefna Fiskistofu á við um alla starfsemi stofnunarinnar, þ.m.t. samgöngur, starfsumhverfi, orkunotkun, innkaup, meðferð efna og úrgangs.

Fiskistofustjóri ber ábyrgð á umhverfisstefnunni og að eftir henni sé farið í hvívetna. Fiskistofustjóri felur umhverfisráði að endurskoða stefnuna þegar þurfa þykir. Í umhverfisráði sitja fulltrúar frá hverju sviði stofnunarinnar og öllum starfsstöðvum hennar.

Fiskistofustjóri tilnefnir formann ráðsins og skal hann skipaður til tveggja ára. Sviðsstjórar tilnefna fulltrúa af sínum sviðum til að sitja í ráðinu til tveggja ára í senn. Fulltrúar geta gefið aftur kost á sér eftir að tímabilinu lýkur.

Hlutverk ráðsins er að sjá til þess að umhverfisstefnu sé fylgt eftir og unnið samkvæmt markmiðum hennar í samvinnu við yfirstjórn og tilgreind markmið í aðgerðaáætlun og Grænu bókhaldi.

Umhverfisráð gerir tillögur til yfirstjórnar um umbótaverkefni í umhverfismálum. Formaður umhverfisráðs boðar fundi.

Upplýsingar úr Grænu bókhaldi eru birtar starfsmönnum árlega og tilgreint hvernig til hefur tekist við að ná markmiðum.

Umhverfisráð sér til þess að upplýsingum og fræðsluefni um umhverfismál verði miðlað til starfsmanna.

Stefnunni fylgir aðgerðaráætlun sem endurskoða skal árlega.

Umhverfis- og loftslagsstefna Fiskistofu tekur mið af:

Stefnan var samþykkt á fundi yfirstjórnar á Akureyri, 21. desember 2021.