9. janúar 2026
Veiðivottorðakerfið er komið í loftið
Fiskistofa hefur lokið við að laga þær villur sem komu upp við innleiðingu á reglum ESB í veiðivottorðakerfinu.
Notendur geta nú skráð sig inn í kerfið og búið til veiðivottorð sem sendast svo inn í kerfi ESB.
Fiskistofa vill benda á nokkur mikilvæg atriði
Ef um unnar fiskafurðir er að ræða þarf vinnsluvottorð.
Vinnsluvottorðið verður til sjálfkrafa í kerfinu samhliða veiðivottorði, vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar.
Hafi veiðivottorð fyrir vörur sem koma til landa innan ESB frá og með morgundeginum verið útbúið með eldra útliti þarf að búa til nýtt vottorð.
Ekki er hægt að afrita upplýsingar úr vottorði með eldra útlit yfir í nýtt.
Eldra veiðivottorð mun ekki hafa áhrif á útgáfu nýja vottorðsins.
Ekki þarf að skrá tegund eða magn pakkninga
Tollflokkar á vottorðum:
Veiðivottorð: tollflokkar eru 6 stafir
Vinnsluvottorð: tollflokkar eru 8 stafir (fyrstu 6 þeir sömu og í veiðivottorði)
Komi þessi villa upp, þá er hún vegna álags á kerfi ESB og er hægt að prufa aftur eftir um tíu mínútur.
Catch certificate is not valid in TRACES. • [HTTP_ERROR] TRACES returned 500 Slóð: RecentRequestsQuotaExceededException
Athugið
Útflytjendur og vinnsluaðilar fiskafurða eru beðnir um að skrá ekkert sjálfir inn í TRACES kerfi ESB til skráningu upplýsinga varðandi útgáfu veiði og vinnsluvottorða.
Skráning getur leitt til villu sem leiðir til höfnunar veiði- eða vinnsluvottorðs.

