Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

29. október 2025

Uppfærð eyðublöð vegna flutnings á aflamarki

2025

Fiskistofa hefur uppfært eyðublöð fyrir tilkynningar um flutning á aflamarki.

Helsta breytingin felst í því að framvegis þarf ávallt að fylgja með umboð ef annar en eigandi skips skrifar undir tilkynninguna. Einnig hefur texti á eyðublöðunum verið einfaldaður til að gera þau skýrari og auðveldari í notkun.

Með þessum breytingum er tryggt að allar umsóknir og tilkynningar berist með réttum heimildum og að ferlið verði einfaldara fyrir notendur.

Uppfærð eyðublöð eru aðgengileg á vef Fiskistofu undir eyðublöð og taka breytingarnar gildi þegar í stað.