12. nóvember 2025
Skipti á aflamarki - tilboð óskast
Skiptimarkaðurinn opnar í dag, miðvikudaginn 12. nóvember 2025 kl. 12:00. Frestur til að skila tilboðum er til kl. 12:00 miðvikudaginn 19. nóvember 2025.
Auglýst er samkvæmt 7. grein reglugerðar um leyfilegan heildarafla og veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. Óskað er eftir tilboðum í neðangreint aflamark í tilgreindri tegund í skiptum fyrir aflamark í þorski.
Fisktegund | Þorskígildisstuðlar | Magn í boði |
|---|---|---|
Blálanga | 0,38 | 12.890 kíló |
Hlýri | 0,59 | 14.262 kíló |
Skötuselur | 1 | 10.780 kíló |
Gulllax | 0,25 | 411.863 kíló |
Grálúða | 1,88 | 576.636 kíló |
Skarkoli | 0,74 | 383.790 kíló |
Þykkvalúra | 1,22 | 47.297 kíló |
Langlúra | 0,68 | 80.893 kíló |
Sandkoli | 0,33 | 12.336 kíló |
Úthafsrækja | 0,78 | 240.461 kíló |
Litli karfi | 0,32 | 36.199 kíló |
Sæbjúga Vf A | 0,18 | 5.830 kíló |
Sæbjúga Vf B | 0,18 | 1.908 kíló |
Sæbjúga Vf C | 0,18 | 2.120 kíló |
Sæbjúga Bf D | 0,18 | 2.385 kíló |
Sæbjúga Fax E | 0,18 | 22.048 kíló |
Sæbjúga Au F | 0,18 | 11.024 kíló |
Sæbjúga Au G | 0,18 | 51.092 kíló |
Sæbjúga Au H | 0,18 | 18.497 kíló |
Ígulker Bf A | 0,34 | 2.650 kíló |
Ígulker Bf C | 0,34 | 4.664 kíló |
Ígulker Hvf C | 0,34 | 3.127 kíló |
Breiðasundsskel | 0,21 | 2.120 kíló |
Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar sem er fyrir þorsk 507,10 kr/kg.
Tilboð er sent í gegnum nýtt tilboðsmarkaðskerfi Fiskistofu. Prófkúruhafar eða einstaklingar sem veitt hefur verið umboð, sjá leiðbeiningar, geta lagt inn tilboð á tilboðsmarkaði á notendavænan og einfaldan hátt.
Ekkert lágmarkstilboð.
Verð fyrir úthlutun aflaheimilda er samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu.
Vinsamlega kynnið ykkur reglugerð um skiptimarkað.

