2. júní 2025
Opnun á 4.000 tonna makrílpotti fyrir B-flokk
2025
Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir úr 4.000 tonna makrílpotti í samræmi við reglugerð um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótarheimildum í makríl.
Aðeins skip í B flokki sem hafa fengið úthlutað 30 tonnum eða minna, eða hafa veitt 75% eða meira af úthlutun sinni geta fengið viðbótarúthlutun. Hámarksúthlutun skips hverju sinni er 50 tonn og gjald fyrir úthlutun er 10,43 krónur á hvert kíló.
Á fyrsta virka degi hverrar viku afgreiðir Fiskistofa þær umsóknir sem bárust vikuna á undan og athugið að heimildir sem keyptar eru úr pottinum eru óframseljanlegar.
Senda á umsóknir á fiskistofa@fiskistofa.is.
