Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

20. júní 2025

Mikilvæg atriði vegna komandi fiskveiðiáramóta

2025

Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september næst komandi og við hvetjum aðila til að kynna sér viðeigandi reglur eftir því sem þær birtast í B deild Stjórnartíðinda.

Úthlutun

Í lok ágústmánaðar mun Fiskistofa úthluta til skipa með hlutdeildir. Tilkynning til útgerða verður send í stafrænt pósthólf útgerðaraðila á Ísland.is og verða úthlutanirnar birtar á gagnasíðum Fiskistofu.

Millifærslur

Ósk um flutning hlutdeilda ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast ekki seinna en 31. júlí næstkomandi á millifaerslur@fiskistofa.is ef taka á tillit til þeirra við úthlutun um næstu fiskveiðiáramót.

Nánari upplýsingar um fylgigögn:

Heimilt er að flytja aflamark fiskveiðiársins 2024/2025 í rafrænu millifærslukerfi Fiskistofu til 15. september.

Skipt um veiðikerfi

Um fiskveiðiáramót er skipum heimilt að skipta á milli krókaaflamarks- og aflamarkskerfis. Skip í krókakerfi sem hafa hlutdeildir verða að færa af sér allar hlutdeildir áður en hægt er að flytjast á milli kerfa.

Beiðnir um flutning sendast í tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is fyrir 1. september.

Veiðiskylda

Mikilvægt er að fylgjast með stöðu veiðiskyldu á skipum. Skip sem ekki verða búin að uppfylla veiðiskyldu fyrir 1. september verða svipt öllum hlutdeildum sem eru á skipinu.

Fiskistofa veitir undanþágu frá veiðiskyldu ef skipið hefur verið frá veiðum í að minnsta kosti fjóra mánuði eða lengur vegna tjóns, meiri háttar bilana eða endurbóta.

Senda þarf póst þess efnis á fiskistofa@fiskistofa.is ásamt fullnægjandi gögnum til að sýna fram á tjón, bilun eða endurbætur.