17. desember 2025
Línuívilnun – Fyrsta tímabil fiskveiðiársins 2025/2026
Fiskistofa mun á næstu dögum veita línuívilnun fyrir tímabilið september–nóvember.
Línuívilnun er ákveðin í 3. grein reglugerðar um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla samkvæmt 5. málsgrein 8. greinar laga um stjórn fiskveiða.
Línuívilnun verður veitt aftur í tímann það er, frá og með 1. september
Línuívilnun í þorski er felld niður frá og með 13. október.
Birting línuívilnunar á Gagnasíðum getur verið óvenjuleg næstu daga á meðan unnið er að útreikningum og leiðréttingum.
Fiskistofa setur fyrirvara um mögulega ranga útreikninga línuívilnunar næstu daga þar sem kerfið er að reikna línuívilnun aftur í tímann í fyrsta skiptið.
Athugið
Fiskistofa hvetur útgerðaraðila til að skoða landanir sem af eru fiskveiðiárs vel og senda ábendingar og beiðnir um leiðréttingar á netfangið linuivilnun@fiskistofa.is, svo hægt sé að ljúka afgreiðslu línuívilnunar á fyrsta tímabili sem fyrst.

