Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

14. mars 2025

Grásleppuveiðar – Framkvæmd veiðanna og hagnýtar upplýsingar

2025
Grásleppuveiðar

Í kjölfar hlutdeildarsetningar grásleppu vöknuðu fjölmargar spurningar hjá hagaðilum og mátti ráða af innsendum erindum að ansi misjafn skilningur er lagður í nýju reglurnar.

Við höfum því tekið saman helstu punkta sem snúa að framkvæmd veiðanna:

  • Öll skip með almennt veiðileyfi mega stunda grásleppuveiðar en þurfa til þess aflamark í grásleppu og landa aflanum í löndunarhöfn innan veiðisvæðis skipsins.

  • Flytja má aflamark í grásleppu á milli skipa sem eru með heimahöfn á sama veiðisvæði.

  • Skip með aflamark í grásleppu, þar með talin krókaflamarkskip, má nota grásleppunet.

  • Grásleppa sem veidd er sem meðafli við veiðar á uppsjávarfiski telst ekki til aflamarks samkvæmt reglugerð.

Aðrar mikilvægar upplýsingar:

  • Heimilt er að skrá grásleppu sem VS afla óháð svæði.

  • Tegundatilfærsla er notuð á afla umfram heimildir óháð svæði sem ekki er skráður sem VS afli.

  • Grásleppu sem landað er utan veiðisvæðis telst ólögmætur sjávarafli.

  • Afli sem er umfram heimildir telst ólögmætur sjávarafli.

  • Brottkast á lífvænlegri grásleppu er óheimilt samkvæmt reglugerð.

Fyrirspurnum um aukningu á aflamarki í grásleppu er rétt að beina til Hafrannsóknastofnunar.