21. ágúst 2025
Eldislaxar í veiðivötnum á Íslandi
2025
Fiskeldi
Af því tilefni að nú hafa eldislaxar veiðst í veiðivötnum á Íslandi hefur Fiskistofa beint erindi sínu til Landssambands veiðifélaga, allra veiðifélaga á landinu og veiðiréttareigenda. Í erindinu eru leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að aðgerðum sem geta komið að gagni til að leita að og fjarlægja eldislaxa.

