Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Jafnlaunastefna

Tilgangur með jafnlaunastefnu er að allt starfsfólk Fiskistofu njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.  Jafnlaunastefnan gildir fyrir allt starfsfólk Fiskistofu.

Fiskistofa leggur áherslu á jafnrétti í launum, sem og á öðrum sviðum. Stofnunin rekur jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012, jafnréttislaga og annarra laga og meginreglna um að starfsmönnum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni.

Mat á verðmæti starfa

Hjá Fiskistofu eru til starfslýsingar um öll störf sem vistaðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar. Þar koma fram allir meginþættir starfs s.s. ábyrgðarsvið, helstu verkefni og kröfur um menntun. Jafnframt eru öll störf hjá Fiskistofu skilgreind í starfafjölskyldur. Þeir þættir sem horft er til við skilgreiningu starfafjölskyldna eru þeir þættir sem mynda grunn að verðmæti starfa, t.d. kröfur sem starf gerir til starfsmanns með tilliti til ábyrgðar, þekkingar og hæfni. Þau störf sem tilheyra sömu starfafjölskyldu er jafnan talin jafnverðmæt.

Launasetning og launaákvarðanir

Kjara- og stofnanasamningar eru grundvöllur að ákvörðunum launa hjá Fiskistofu. Jafnframt er mikilvægt að horfa til jafnlaunastefnu. Launasetning Fiskistofu byggist á þáttum sem mynda grunn að verðmæti starfa, t.d.  kröfum  sem starf gerir til starfsmanns með tilliti til ábyrgðar, þekkingar og hæfni. Jafnframt hafa inntak og eðli starfs, þekking, hæfni, ábyrgð, álag, mannaforráð, menntun,  verkefni o.fl.  áhrif á launasetningu. 

Launaákvarðanir skulu vera í samræmi við launabyggingu stofnunarinnar. Þær skulu vera í samræmi við gildandi samninga og studdar rökum svo tryggja megi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af fiskistofustjóra í samráði við mannauðstjóra og viðkomandi sviðsstjóra. 

Jafnlaunastefna 

Fiskistofa fylgir í einu og öllu eigin stefnu í jafnréttismálum, íslenskum lögum sem varða jafnréttismál og jafnlaunakerfi stofnunarinnar sem miðar að því að standast allar kröfur jafnlaunastaðalsins  ÍST 85:2012.  Þannig tryggir stofnunin að allt starfsfólk hljóti sömu laun og kjör fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Ómálefnalegur launamunur er ekki liðinn innan Fiskistofu.

Til að framfylgja launastefnu og þar með jafnlaunastefnu Fiskistofu, skuldbindur stofnunin sig til að skjalfesta verklag jafnlaunakerfisins, innleiða, kynna, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins  í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. Fiskistofa hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið til ákvörðunar launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða af öðrum ástæðum sem ekki geta talist málefnalegar. 

Fiskistofustjóri og mannauðsstjóri rýna launasetningu starfa og laun starfsmanna árlega til að tryggja að samræmis sé gætt og greidd séu jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Ef líkur eru leiddar að því að launamismunun sé til staðar og/eða annars konar mismunun er varðar réttindi starfsfólks skal fiskistofustjóri sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar við ákvarðanir launa og/eða réttinda og grípa til viðeigandi ráðstafana komi annað í ljós.

Umfang og eðli starfa hefur áhrif á laun og ræðst af viðmiðum starfaflokkunar samkvæmt jafnlaunastaðli, svo sem þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi og persónubundnum þáttum samkvæmt stofnanasamningi. Það er sameiginleg ábyrgð stjórnenda að launaákvarðanir séu teknar í samræmi við stefnu þessa og þær byggðar á gagnsæjum og málefnalegum forsendum.

Til að framfylgja markmiðum jafnlaunastefnunnar mun Fiskistofuna, m.a.:

Skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og viðhalda vottun í samræmi við gildandi lagareglur um jafnlaunavottun á hverjum tíma.

Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kannað hvort mælist munur á launum eftir kyni.  

  • Vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum í samræmi við kröfur jafnlaunakerfis og bregðast við frábrigðum þegar þau koma upp.

  • Uppfylla skilyrði staðals um innri úttektir og rýni stjórnenda árlega. 

  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.

  • Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum. Stefna skal jafnframt vera aðgengileg í gæðakerfi stofnunarinnar. Stefnan skal einnig vera birt á ytri vef stofnunarinnar.

  • Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Fiskistofu. 

Samþykkt af yfirstjórn 26. október 2021.