Fara beint í efnið

Umframafli á strandveiðum í maí

13. júní 2024

Fiskistofa hefur tilkynnt 567 útgerðaraðilum á strandveiðum að skip þeirra hafi veitt umfram það afla hámark sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð strandveiða í maí.

fiskistofa strandveiði mynd

Samkvæmt lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla er lagt á gjald vegna umframafla á strandveiðum. Eftir 20. júní verður hægt að greiða gjaldið í heimabanka en þá munu reikningar vegna gjaldsins verða aðgengilegir í stafrænu pósthólfi á Ísland.is.

Umframafli skipa á strandveiðum var um 83 tonn og hægt er að nálgast upplýsingar um umframaflann ásamt upplýsingum um þau 20 skip sem landað hafa mestum umframafla yfir allt landið eða á hverju svæði á Gagnasíðum Fiskistofu.

Á gagnasíðunum hefur Fiskistofa einnig birt áætlun um fjölda veiðidaga sem eftir eru á strandveiðum. Áætlunin byggir á meðalveiði þeirra veiðidaga sem þegar er lokið, miðað við hana má gera ráð fyrir að strandveiðum ljúki í annarri viku júlí mánaðar.