Starf forritara á Akureyri
15. maí 2025
Fiskistofa óskar eftir metnaðarfullum forritara í fullt starf á Akureyri.

Vegna aukinna umsvifa leitum við eftir hressum liðsfélaga í góðan hóp forritara hjá Fiskistofu. Ef þú hefur áhuga á nýsmíði og nýjungum í upplýsingatækni þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greining, þróun og smíði upplýsingatæknikerfa
Framþróun á veflausnum
Þátttaka í ýmsum verkefnum á sviðinu
Hæfniskröfur
Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu námi
Starfsreynsla við hugbúnaðargerð æskileg
Þekking og reynsla í bakendaþróun (.NET eða sambærilegt)
Þekking og reynsla í framendaforritun (React eða sambærilegt)
Þekking og reynsla af gagnagrunnum
Þekking og reynsla af Azure umhverfinu er kostur
Brennandi áhugi á hugbúnaðargerð
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
Góð íslensku og ensku kunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði
Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og í teymi
Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2025 og allar nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi.