Sjóstangveiðimót - umsóknir
10. nóvember 2021
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um vilyrði fyrir aflaskráningu vegna opinberra sjóstangaveiðimóta sem áætlað er að halda á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um vilyrði fyrir aflaskráningu vegna opinberra sjóstangaveiðimóta sem áætlað er að halda á fiskveiðiárinu 2021/2022, sbr. reglugerð nr. 295/2018 um skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk. og skulu umsóknir ásamt fylgigögnum berast í tölvupósti á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is
Athygli er vakin á að umsókn telst því aðeins móttekin að sjálfvirk staðfesting Fiskistofu á móttökunni berist sendandanum.
Með umsókn skulu fylgja samþykktir félagsins og upplýsingar um reglur um félagsaðild.