Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Sérstök makrílúthlutun í A-flokki

6. september 2021

Samkvæmt reglugerð nr. 725/2020, um ráðstöfun á viðbótaraflaheimildum í makríl, bíður Fiskistofa skipum í A-flokki til kaups allt að 4.000 tonn af makríl.

Fiskistofa logo

Samkvæmt reglugerð nr. 725/2020, um ráðstöfun á viðbótaraflaheimildum í makríl, bíður Fiskistofa skipum í A-flokki til kaups allt að 4.000 tonn af makríl.

Hvert kíló af makríl kostar 3,17 krónur.

Þær útgerðir sem hug hafa á að fá úthlutað makrílheimildum gegn greiðslu þurfa að sækja um fyrir miðnætti 13. september með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is 

Úthlutun fer fram 16. september og verður aflamarkinu skipt jafnt milli umsækjenda sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.   Hvert skip í A-flokki á rétt á einni umsókn.