Fara beint í efnið

Líður að lokum grásleppuvertíðar

10. ágúst 2023

Lok grásleppuvertíðar eru laugardaginn 12. ágúst á öllum veiðisvæðum að innanverðum Breiðafirði undanskildum en þar líkur veiðum 31. ágúst.

fiskistofa skyndilokanir mynd

Sótt var um grásleppuleyfi þetta árið í gegnum nýja umsóknargátt Fiskistofu.  Það er gaman frá því að segja að grásleppuveiðifólk stóð sig vel í þessu nýja umsóknarferli og voru vandamál minniáttar. 

Í upphafi var leyfi til grásleppuveiða gefið út til 25 daga en var tvisvar fjölgað með reglugerðarbreytingu, fyrst  í 35 daga og loks í 45 daga.  

Gefin voru út 174 grásleppuveiðileyfi á árinu og heildarafli óslægðrar Grásleppu er nú tæp 3.800 tonn og var henni landað á 35 stöðum um landið. 

Aflahæstu hafnir voru: 

  • Stykkishólmur með 760 tonn 

  • Drangsnes með 340 tonn 

  • Patreksfjörður með 240 tonn 

Aflahæstu bátarnir voru: 

  • Fjóla SH – 7 (2070) með rúmlega 70 tonn 

  • Magnús HU – 23 (2813) með rúmlega 68 tonn  

  • Sigurey ST -22 (1774) með rúmlega 67 tonn.