Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Jafnrétti er ákvörðun

23. október 2025

Fiskistofa hlaut á dögunum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2025. Er þetta í þriðja sinn sem Fiskistofu hlotnast viðurkenningin, en stofnunin hlaut einnig viðurkenninguna árið 2023 og 2024.

Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar 2025 - mynd Silla Páls

Í ár voru það 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög sem hlutu viðurkenninguna eða alls 128 aðilar.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA en viðurkenningar hljóta þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði verkefnisins um 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórn eða efsta lagi stjórnunar.

Við hjá Fiskistofu erum stolt af því að hafa náð markmiðum í framkvæmdastjórn og almennt er kynjahlutfall nokkuð jafnt hjá Fiskistofu. Það er þó einn þáttur í starfseminni sem eingöngu karlmenn sinna, en það er veiðieftirlit á vettvangi, á sjó og í höfnum. Aðeins örfáar konur hafa sinnt þessu starfi í gegnum tíðina og er Fiskistofa að leita leiða til að starfið höfði til fleiri kynja er karlmanna. Á næstunni mun Fiskistofa auglýsa störf í veiðieftirliti inn á Starfatorg.is og hvetjum við öll kyn til að hafa augun opin og sækja um, þegar að því kemur.

Jafnrétti er verkefni okkar allra og við þurfum öll að leggjast á árarnar til að ná landi í þeim málaflokki