Fara beint í efnið

Hlutdeildasetning á grásleppu

27. júní 2024

Alþingi hefur samþykkt lög um hlutdeildasetningu á grásleppu og munu lögin taka gildi 1. september næstkomandi.

fiskur sjor

Samkvæmt lögunum skal Fiskistofa útluta aflahltudeild í grásleppu fyrir 1. mars 2025 en útreikningur og hlutdeildasetning grásleppu mun ekki fara fram fyrr en á næsta fiskveiðiári.

Viðmiðunartímabilið eru þrjú bestu veiðitímabil réttindanna af árunum 2018 til 2022 að undanskildu árinu 2020. Einungis skip sem eru með skráð réttindi og hafa verið nýtt á viðmiðunartímabililinu fá úthlutað aflahlutdeild.