Fara beint í efnið

Framkvæmd úthlutunar og framsal aflamarks á nýju fiskveiðiári

21. júní 2024

Nýtt fiskveiðiár hefst þann 1. september og viljum við hvetja aðila til að kynna sér framkvæmd á úthlutun og millifærslum komandi fiskveiðiárs.

fiskur sjor

Úthlutun

Aflamarki verður úthlutað til skipa sem eru með aflahlutdeildir í tegundum sem fylgja fiskveiðiárinu en í deilistofnum um áramót. Tilkynningar um úthlutun aflamarks verða sendar í stafrænt pósthólf útgerða á Ísland.is.

Millifærslur aflamarks

Fiskistofa vekur athygli á því að fyrsta hálfa mánuð nýs fiskveiðiárs verður hægt að færa aflamark milli skipa bæði vegna fiskveiðiársins sem er að klárast og fiskveiðiársins sem er að hefjast.

Tekið er gjald fyrir aflamarksfærslu í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.