Fjölgun daga í grásleppu
16. maí 2023
Fiskistofa mun samkvæmt reglugerð fjölga dögum hjá þeim skipum sem eru enn á veiðum eða eiga eftir að fara á grásleppuveiðar.
Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð 228/2023, um hrognkelsaveiðar árið 2023 sem tók gildi í dag þriðjudaginn 16. maí 2023 þar sem veiðidögum í grásleppu var fjölgað úr 35 í 45.
Skip sem nú þegar hafa lokið við 35 dagana og eru ekki búin að fá strandveiðileyfi geta sent póst á fiskistofa@fiskistofa.is til að fá grásleppuleyfi virkjað í 10 daga og fengið þannig 45 daga samtals líkt og nú er heimilað.
Þeir bátar sem hafa lokið við 35 dagana en eru farnir á strandveiðar geta ekki virkjað grásleppuleyfið aftur.