Fiskistofa hlaut jafnlaunavottun áfram
10. janúar 2022
Fiskistofa hefur hlotið endurnýjun jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og nýtt jafnlaunamerki en þágildandi merki gilti frá 2019 -2022.
Merkið mega þeir einir nota sem lokið hafa jafnlaunaúttekt skv. IST85:2012 og fengið til þess heimild Jafnréttisstofu.
BSÍ tók Fiskistofu út að þessu sinni og var lokaúttekt án frábrigða.Með innleiðingu jafnalaunakerfis samkvæmt jafnlaunastaðli er tryggt að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu rekjanlegar, byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.Núgildandi vottun er í gildi frá 2022 til 2025.Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Við hjá Fiskistofu erum stolt af því að hafa hlotið jafnlauna vottun og að vera handhafar merkisins. Við teljum jöfnuð vera lykilatriði í gagnsæju og réttlátu launakerfi og eitt af mörgum skrefum til að gera góðan vinnustað enn betri.