Eldislaxar í Haukadalsá
15. ágúst 2025
Fiskistofa fékk fréttir síðdegis þann 13. ágúst um að eldislaxar kynnu að hafa veiðst í Haukadalsá.

Þá um nóttina veiddi Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur, 3 laxa með eldiseinkennum í ánni. Sýni af þeim verða tekin til erfðagreiningar til að varpa ljósi á uppruna fiskanna.
Eftirlitsmaður Fiskistofu fór á vettvang í gær og myndaði Haukadalsá með dróna. Í ljós kom að mikill fjöldi fiska, einkum á neðri svæðum, sem talið var að gætu verið eldisfiskar. Við nánari skoðun á myndefni kom í ljós að stór hluti fiskanna reyndust vera hnúðlaxar.
Eftirlitsmenn Fiskistofu munu athuga með drónum hvort vart verður við eldislaxa í öðrum ám í nágrenni og einnig í ám á Vestfjörðum í dag og næstu daga.
Veiðifélag Haukadalsár áformar að reyna ádráttarveiði í Haukadalsá í samráði við Fiskistofu. Jafnframt er til skoðunar hvort hindra megi uppgöngu fiska í Haukadalsvatn og hliðará Haukadalsár.
Ákveðið hefur verið að fá til landsins norska kafara til að athuga betur hvort eldisfiska sé að finna í Haukadalsá og veiða þá með skutulbyssum ef þeir finnast. Ráðgert er að þeir komi til landsins þriðjudaginn 18. ágúst og verði við störf á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku.
