Fara beint í efnið
Blóðbankinn Forsíða
Blóðbankinn Forsíða

Blóðbankinn

Blóðhlutagjöf

Vönum blóðgjöfum getur staðið til boða að gefa hluta af blóði sínu, annaðhvort blóðflögur eða blóðvökva. Blóðhlutagjafir gera Blóðbankanum kleift að stýra framleiðslunni þannig að hún sé í samræmi við eftirspurn.

Við blóðhlutagjöf er notuð blóðfrumuskilja sem skilur frá þann blóðhluta sem safna á, en aðrir hlutar blóðsins renna aftur til blóðgjafans. 

Skilyrði

Almenn skilyrði sem allir blóðhlutagjafar þurfa að uppfylla

  • Vera fullfrísk(ur) og á aldrinum 18-65 ára

  • Uppfylla allar heilsufarskröfur sem Blóðbankinn gerir til blóðgjafa

  • Vera að lágmarki 170 sentímetrar á hæð og 70 kíló að þyngd

  • Hafa að lágmarki 4,5 lítra af blóði

  • Hafa gefið heilblóð áður án aukaverkana og vera með góðar bláæðar í báðum handleggjum

Blóðflögugjöf

Blóðvökvagjöf

Nánar um blóðflögur og blóðvökva í fræðsluefni um samsetningu blóðsins.