Þeir aðilar sem stunda farmflutninga í atvinnuskyni þurfa til þess rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Þetta á við þegar:
Leyfð heildarþyngd fer yfir 3,5 tonn (eða yfir 2,5 tonn í farmflutningum á milli landa)
Leyfilegur hámarkshraði ökutækjanna er 45 kílómetrar á klukkustund eða meiri
Flutningur í atvinnuskyni er flutningur á farmi þegar flutningsþjónusta er seld sérstaklega og flytjandi starfar við flutningsþjónustu.
Ferlið
Fylgigögn
Mikilvægt er að skila inn öllum fylgigögnum með umsókn.
Áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal umsækjanda um fullnægjandi fjárhagsstöðu.
Hægt er að óska eftir því í umsókn að Samgöngustofa sæki ársreikning fyrir lögaðila í ársreikningaskrá Skattsins (á ekki við um einstaklinga í atvinnurekstri eða fyrirtæki sem eru skráð sf., slf. eða svf.)Staðfesting á að opinber gjöld séu ekki í vanskilum - island.is eða Skatturinn (ef umsækjandi er lögaðili þarf að skila staðfestingu á kennitölu lögaðilans)
Sakavottorð forráðamanns - Island.is
Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum
Listi yfir bílnúmer sem tilheyra rekstrinum
Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins. Atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
Frekari upplýsingar um fylgigögn er að finna undir skilyrði rekstrarleyfis.
Afgreiðsla umsókna
Samgöngustofa gefur út rekstrarleyfi til fimm ára þegar öllum skilyrðum er fullnægt
Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti
Afgreiðsla almenns rekstrarleyfis er allt að 15 virkir dagar
Kostnaður
Kostnaður við rekstrarleyfi er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 13.934 krónur
Kostnaður við leyfishafanámskeið fer eftir gjaldskrá ökuskóla
Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum

Þjónustuaðili
Samgöngustofa