Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rekstrarleyfi til farmflutninga

Umsókn um rekstrarleyfi til farmflutninga / Endurnýjun

Þeir aðilar sem stunda farmflutninga í atvinnuskyni þurfa til þess rekstrarleyfi. Þetta á við þegar:

  • leyfð heildarþyngd fer yfir 3,5 tonn (eða yfir 2,5 tonn í farmflutningum á milli landa)

  • leyfilegur hámarkshraði ökutækjanna er 45 kílómetrar á klukkustund eða meiri

Flutningur í atvinnuskyni er flutningur á farmi þegar flutningsþjónusta er seld sérstaklega og flytjandi starfar við flutningsþjónustu.

Ferlið

  1. Sækja námskeið hjá Ökuskólanum í Mjódd

  2. Sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu og skila inn öllum gögnum

  3. Uppfylla skilyrði fyrir rekstrarleyfi

  4. Bílar sem tilheyra rekstrinum eru skráðir í notkunarflokkinn Atvinnurekstur (RL)

  5. Rekstrarleyfi gefið út til fimm ára eða til bráðabirgða vegna námskeiðs

Fylgigögn

Mikilvægt er að skila inn öllum fylgigögnum með umsókn.

  • Áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal umsækjanda um fullnægjandi fjárhagsstöðu. Hægt er að óska eftir því í umsókn að Samgöngustofa sæki ársreikning fyrir lögaðila í ársreikningaskrá Skattsins (á ekki við um einstaklinga í atvinnurekstri)

  • Staðfesting á að opinber gjöld séu ekki í vanskilum - Island.is eða Skatturinn

  • Sakavottorð forráðamanns - Island.is

  • Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum

  • Staðfesting frá fyrirtækjaskrá Skattsins um að búið sé að tilkynna atvinnurekstur

  • Listi yfir bílnúmer þeirra ökutækja sem verða í rekstri

Frekari upplýsingar um fylgigögn er að finna undir skilyrði.

Afgreiðsla umsókna

  • Samgöngustofa gefur út rekstrarleyfi til fimm ára þegar öllum skilyrðum er fullnægt og greiðsla hefur borist

  • Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt, lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti

  • Afgreiðsla almenns rekstrarleyfis er allt að 15 virkir dagar

Kostnaður

  • Kostnaður við rekstrarleyfi er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 17.737 krónur

  • Kostnaður við leyfishafanámskeið fer eftir gjaldskrá ökuskóla

  • Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum

Umsókn um rekstrarleyfi til farmflutninga / Endurnýjun

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Umsókn um rekstrarleyfi til farmflutninga / Endurnýjun