Rekstrarleyfi til farmflutninga
Skilyrði rekstrarleyfis til farmflutninga
Skilyrði fyrir rekstrarleyfi til farmflutninga eru eftirfarandi:
Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu sem miðast við fjölda ökutækja. Umsækjandi verður að hafa eigið fé og sjóði sem jafngilda a.m.k. kr. 1.318.500 fyrir fyrsta ökutæki og kr. 732.500 á hvert ökutæki umfram það. Áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal umsækjanda eru fullnægjandi gögn til að sýna fram á eiginfjárstöðu umsækjanda.
Hafa viðeigandi starfshæfni. Námskeið fyrir rekstrarleyfishafa í Ökuskólanum í Mjódd. Námskeiðin eru haldin tvisvar sinnum á ári en veitt eru bráðabirgðaleyfi í allt að eitt ár svo umsækjendur hafi færi á að sækja námskeið innan þess tíma.
Gott orðspor. Forráðamaður rekstrarleyfis þarf að framvísa sakavottorði, sem er aðgengilegt á island.is.
Lögheimili forráðamanns þarf að vera skráð innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Engin vanskil á opinberum gjöldum, hvorki við innheimtuaðila ríkis né sveitarfélaga.
Hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins en atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
Umsækjandi þarf að tilkynna fastanúmer þeirra bifreiða sem tengjast rekstrinum.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa