Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 1. des. 2021 – 28. maí 2022 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 1. des. 2021 af rg.nr. 1349/2021

989/2016

Reglugerð um skipsbúnað.

1. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir Evrópusambandsins:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/90/ESB frá 23. júlí 2014, um búnað um borð í skipum og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB (tilskipunin), skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2016 frá 26. ágúst 2016. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52, 22. september 2014, bls. 647-686.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 20202021/11701158 frá 1622. júlíjúní 20202021 um hönnunar-, smíða- og nothæfiskröfur sem og prófunarstaðla fyrir búnað um borð í skipum og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 20192020/13971170, skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128226/20202021 frá 2528. septemberjúlí 20202021. TilskipuninReglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6966, 29frá 14. október 20202021, bls. 337121.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/414 frá 9. janúar 2018 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/90/ESB að því er varðar auðkenningu tiltekinna hluta búnaðar um borð í skipum sem mögulegt er að merkja með rafrænum hætti.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/608 frá 19. apríl 2018, um tæknilegar viðmiðanir fyrir rafræn merki fyrir búnað um borð í skipum. Framkvæmdarreglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 224/2018 frá 5. desember 2018. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, 20. desember 2018, bls. 106.

2. gr. Framkvæmd þessarar reglugerðar.

  1. Samgöngustofa annast framkvæmd og eftirlit þessarar reglugerðar að því leyti sem ekki er kveðið öðruvísi á í þessari reglugerð.
  2. Faggildingarsvið Einkaleyfastofu sinnir mati og vöktun tilkynntra aðila.
  3. Um tilkynningu samræmismatsaðila og eftirlit með þeim fer eftir lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., með síðari breytingum. Tilkynntir aðilar skulu vaktaðir annað hvert ár.
  4. Skilyrði fyrir tilkynningu er að samræmismatsaðili uppfylli þau skilyrði sem mælt er fyrir um í III. viðauka við tilskipunina.
  5. Faggildingarsvið Einkaleyfastofu skal einnig hafa eftirlit með að tilkynntir aðilar uppfylli kröfur sem gerðar eru í 20. gr., 1. mgr. 24. gr. og 2. mgr. 34. gr. tilskipunarinnar.

3. gr. Málsmeðferð og viðurlög.

  1. Um málsmeðferð, ákvarðanir og réttarúrræði Samgöngustofu fer skv. lögum nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum og lögum nr. 119/2012, um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, með síðari breytingum.
  2. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum skv. 29. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum.

4. gr. Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur brott reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.