Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 15. apríl 2025

Reglugerð með breytingum síðast breytt 14. júní 2023
Sýnir breytingar gerðar 5. okt. 2017 – 14. júní 2023 af rg.nr. 842/2017, 196/2021, 65/2022, 56/2023 og 578/2023

800/2015

Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.

1. gr. Almenn ákvæði.

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja, eftir því sem við á:

  1. ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna,
  2. ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða
  3. ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.

Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins og framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

2. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ, fylgiskjal 1.
1.1 Ákvörðun ráðsins 2012/811/SSUÖ frá 20. desember 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 21.1.
1.2 Ákvörðun ráðsins 2014/147/SSUÖ frá 17. mars 2014 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 31.2.
1.3 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/620 frá 20. apríl 2015 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 41.3.
  1.4  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1173 frá 18. júlí 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.4.
  1.5  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/2231 frá 12. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.5.
  1.6  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/203 frá 6. febrúar 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.6.
  1.7  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/399 frá 7. mars 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.7.
  1.8  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/905 frá 29. maí 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.8.
  1.9  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1340 frá 17. júlí 2017 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.9.
  1.10  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/202 frá 9. febrúar 2018 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.10.
  1.11  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/569 frá 12. apríl 2018 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.11.
  1.12  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/1940 frá 10. desember 2018 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.12.
  1.13  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/2109 frá 9. desember 2019 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.13.
  1.14  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/190 frá 12. febrúar 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.14.
  1.15  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/417 frá 19. mars 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.15.
  1.16  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/1509 frá 16. október 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.16.
  1.17  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/2033 frá 10. desember 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.17.
  1.18  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/2144 frá 17. desember 2020 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.18.
  1.19  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/1866 frá 22. október 2021 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.19.
  1.21  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1020 frá 27. júní 2022 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.21.
  1.22  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2241 frá 14. nóvember 2022 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.22.
  1.23  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2377 frá 5. desember 2022 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.23.
  1.24  Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2398 frá 8. desember 2022 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.24.
  1.25  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2412 frá 8. desember 2022 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.25.
  1.26  Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.26.
2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 52.
2.1.  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1251/2012 frá 20. desember 2012 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 6.
  2.2. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 521/2013 frá 6. júní 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er að aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 72.1.
2.3.2.2 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 271/2014 frá 17. mars 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 82.2.
2.42.3 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/614 frá 20. apríl 2015 um framkvæmd 4. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 92.3.
2.52.4 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 2015/613 frá 20. apríl 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 889/2005, fylgiskjal 2.4.
  2.5  Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/1165 frá 18. júlí 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.5.
  2.6  Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/2230 frá 12. desember 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.6.
  2.7  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/199 frá 6. febrúar 2017 um framkvæmd 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.7.
  2.8  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/396 frá 7. mars 2017 um framkvæmd 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.8.
  2.9  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/904 frá 29. maí 2017 um framkvæmd 2. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.9.
  2.10  Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/1326 frá 17. júlí 2017 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.10.
  2.11  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/197 frá 9. febrúar 2018 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.11.
  2.12  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/566 frá 12. apríl 2018 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.12.
  2.13  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/1931 frá 10. desember 2018 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.13.
  2.14  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2019/2101 frá 9. desember 2019 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.14.
  2.15  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/189 frá 12. febrúar 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.15.
  2.16  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/415 frá 19. mars 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.16.
  2.17  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/1507 frá 16. október 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.17.
  2.18  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/2021 frá 10. desember 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.18.
  2.19  Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2020/2133 frá 17. desember 2020 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.19.
  2.20  Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/1863 frá 22. október 2021 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.20.
  2.21  Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2021/2177 frá 9. desember 2021 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.21.
  2.22  Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/2176 frá 9. desember 2021 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.22.
  2.23  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/1009 frá 27. júní 2022 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.23.
  2.24  Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/2237 frá 14. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.24.
  2.25  Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/2373 frá 5. desember 2022 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.25.
  2.26  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/2397 frá 8. desember 2022 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.26.
  2.27  Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/2401 frá 8. desember 2022 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.27.
  2.28  Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/720 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.28.

ViðaukarListar viðyfir framangreindaraðila, gerðirhluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra er vísað á vefjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

 Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins, sem vísað er til í framangreindum gerðum, er birtur með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB frá 6. maí 2009 um að einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Bandalagsins (EES-viðbætir nr. 56, 10. október 2013, bls. 801-836), ásamt síðari breytingum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2013, 14. júní 2013, og nefnist þar "Skrá yfir varnartengdar vörur". Tilskipunin er innleidd með reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 361/2016, ásamt síðari breytingum.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

 Fylgiskjöl 1-1.3 eru birt sem fylgiskjöl 1-4 með reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó nr. 800/2015. Fylgiskjöl 2-2.4 eru birt sem fylgiskjöl 5 og 7-10 við sömu reglugerð.

3. gr. Aðlögun.

Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:

  1. a) ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,á,
  2. b) ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,framkvæmda,
  3. c) tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,á,
  4. d) tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,2005,
  5. e) tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,á,
  6. f) vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir.

4. gr. Tilkynning.

Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.

5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.

6. gr. Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.

7. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi alþýðulýðveldið Kongó (Austur-Kongó) nr. 155/2009 og síðari breytingar, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 544/2011 um breyting á reglugerðum nr. 154/2009, 140/2009, 155/2009, 148/2009, 147/2009, 299/2010 og 300/2010 um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.

 Utanríkisráðuneytinu, 3. júlí 2015. 

 Gunnar Bragi Sveinsson. 

 Stefán Haukur Jóhannesson. 

 Fylgiskjal 1.4.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2016/1173 

 frá 18. júlí 2016 

 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó 

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,

 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,

 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,

 og að teknu tilliti til eftirfarandi:

 1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ. (1) 

 2) Hinn 23. júní 2016 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2293 (2016) um Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Í þeirri ályktun er kveðið á um tilteknar breytingar á undanþágum frá vopnasölubanninu og á viðmiðunum vegna tilgreiningar með tilliti til ferðatakmarkana og frystingar fjármuna, sem komið var á með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008).

 3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda þessum breytingum í framkvæmd.

 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:

 1) Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. er breytt sem hér segir:

 a) Í stað c-liðar komi eftirfarandi:

 „c) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni, eða veitingu tæknilegrar aðstoðar og þjálfunar sem tengist slíkum óbanvænum búnaði, sem tilkynnt er um fyrir fram til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“),“.

 b) Eftirfarandi liður bætist við:

 „e) aðra sölu og/eða afhendingu á vopnum og skyldum hergögnum eða það að láta í té aðstoð eða starfsfólk sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir samþykkir fyrir fram,“.

 2) Ákvæðum 3. gr. er breytt sem hér segir:

 a) Í stað e-liðar komi eftirfarandi:

 „e) að eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem eru mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, eftir því sem við á, þ.m.t. verknaðir sem fela í sér árásir sem beinast gegn almennum borgurum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar og árásir á skóla og sjúkrahús,“.

 b) Í stað g-liðar komi eftirfarandi:

 „g) að styðja einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa eða afbrotasamtök sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri nýtingu eða verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,“.

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 18. júlí 2016.

 Fyrir hönd ráðsins, 

 F. MOGHERINI

 forseti. 

 ____________________________ 

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).

 Fylgiskjal 1.5.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2016/2231 

 frá 12. desember 2016 

 breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó 

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,

 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,

 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,

 og að teknu tilliti til eftirfarandi:

 1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1).

 2) Hinn 17. október 2016 samþykkti ráðið ályktanir þar sem það lét í ljós þungar áhyggjur af hinu pólitíska ástandi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Einkum fordæmdi það hin miklu ofbeldisverk sem áttu sér stað 19. og 20. september í Kinshasa og veitti því athygli að þessar aðgerðir juku enn frekar á það þrátefli sem upp er komið í landinu vegna þess að ekki hefur verið boðað til forsetakosninga innan stjórnarskrárbundins frests, sem er 20. desember 2016.

 3) Ráðið lagði áherslu á það að til þess að skapa andrúmsloft sem stuðlar að viðræðum og að kosningar verði haldnar verði ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó að skuldbinda sig með skýrum hætti til þess að tryggja að mannréttindi og réttarríkið séu virt og láta af allri notkun á dómskerfinu í pólitískum tilgangi. Einnig hvatti það alla hagsmunaaðila til að hafna beitingu ofbeldis.

 4) Ráðið gaf einnig til kynna að það væri reiðubúið til þess að grípa til allra leiða sem það hefur, þ.m.t. þvingunaraðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum, þeim sem hvetja til ofbeldis og þeim sem reyna að standa í vegi fyrir því að á ástandinu finnist friðsamleg lausn sem samkomulag ríkir um og sem virðir vonir íbúa Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó um að fá að kjósa sína fulltrúa.

 5) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.

 6) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.

 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:

 1) Í stað 3. gr. komi eftirfarandi:

 „3. gr. 

 1. Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn aðilum og rekstrareiningum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint að taki þátt í eða styðji við aðgerðir sem grafa undan friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Til slíkra aðgerða skal telja:

 a) brot gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum er um getur í 1. gr.,

 b) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,

 c) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar kongóskra hersveita óbreyttra borgara, þ.m.t. þeirra sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,

 d) að taka börn í þjónustu sína eða nota þau í vopnuðum átökum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,

 e) að eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem eru mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, eftir því sem við á, þ.m.t. verknaðir sem fela í sér árásir sem beinast gegn almennum borgurum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar og árásir á skóla og sjúkrahús,

 f) að hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,

 g) að styðja aðila eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa eða afbrotasamtök sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri nýtingu eða verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,

 h) að koma fram fyrir hönd eða starfa eftir fyrirmælum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar, eða koma fram fyrir hönd eða starfa eftir fyrirmælum rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar,

 i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCO-sendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna,

 j) að veita tilgreindum aðila eða rekstrareiningu fjárhagslegan, efnislegan eða tæknilegan stuðning, eða útvega honum vörur eða þjónustu.

 Viðkomandi aðilar og rekstrareiningar, sem falla undir þessa málsgrein, eru tilgreind í I. viðauka.

 2. Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn aðilum og rekstrareiningum sem:

 a) koma í veg fyrir friðsamlega lausn sem samkomulag ríkir um vegna kosninga í lýðveldinu Kongó, þ.m.t. með ofbeldisverkum, bælingu eða með því að hvetja til ofbeldis eða með því að grafa undan réttarríkinu,

 b) eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,

 c) tengjast þeim sem um getur í a- og b-lið,

 sbr. skrána í II. viðauka.“

 2) Í stað 4. gr. komi eftirfarandi:

 „4. gr. 

 1. Aðildarríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hindra að inn á yfirráðasvæði þeirra komi eða um þau fari þeir aðilar sem um getur í 3. gr.

 2. Ákvæði 1. mgr. skuldbinda aðildarríki ekki til að meina eigin ríkisborgurum komu inn á yfirráðasvæði þess.

 3. Að því er varðar aðila, sem um getur í 1. mgr. 3. gr., gildir 1. mgr. þessarar greinar ekki:

 a) ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákveður, fyrir fram og í hverju tilviki fyrir sig, að slík koma eða gegnumferð sé réttlætanleg af mannúðarástæðum, þ.m.t. trúarlegar skyldur,

 b) ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir telur að undanþága myndi stuðla að því að ná markmiðum viðkomandi ályktana öryggisráðs SÞ, þ.e. um frið og þjóðarsátt í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og stöðugleika á svæðinu,

 c) ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir heimilar, fyrir fram og í hverju tilviki fyrir sig, gegnumferð aðila, sem eru á leið aftur inn á yfirráðasvæði þess ríkis þar sem þeir hafa ríkisfang eða sem taka þátt í viðleitni til að leiða fyrir rétt þá sem brjóta gróflega gegn mannréttindum eða reglum alþjóðlegs mannúðarréttar eða

 d) ef koma eða gegnumferð af því tagi er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram.

 Í þeim tilvikum, samkvæmt þessari málsgrein, þegar aðildarríki heimilar komu aðila, sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint, inn á yfirráðasvæði sitt eða ferð þeirra um það skal heimildin takmarkast við þann tilgang sem hún var veitt í og við þá aðila sem málið varðar.

 4. Að því er varðar aðila sem um getur í 2. mgr. 3. gr. skal 1. mgr. þessarar greinar ekki hafa áhrif á þau tilvik þegar aðildarríki er skuldbundið að þjóðarétti, nánar tiltekið:

 a) sem gistiland alþjóðlegrar milliríkjastofnunar,

 b) sem gistiland alþjóðlegrar ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar boða til eða fram fer á þeirra vegum,

 c) samkvæmt marghliða samningi þar sem kveðið er á um forréttindi og friðhelgi eða

 d) samkvæmt Sáttasamningnum frá 1929 (Lateran-samningnum) sem Páfagarður (Vatíkanborgríkið) og Ítalía gerðu sín í milli.

 5. Ákvæði 4. mgr. teljast einnig gilda þegar aðildarríki er gistiland Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).

 6. Þegar aðildarríki veitir undanþágu skv. 4. eða 5. mgr. skal það tilkynna ráðinu um það með viðeigandi hætti.

 7. Að því er varðar aðila sem um getur í 2. mgr. 3. gr. geta aðildarríki veitt undanþágur frá þeim ráðstöfunum sem kveðið er á um í 1. mgr. þessarar greinar ef ferð er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum eða með þátttöku í ríkjafundum og fundum sem Evrópusambandið styður eða heldur eða sem haldnir eru af því aðildarríki sem fer með formennsku í ÖSE hverju sinni, þar sem fram fara pólitísk skoðanaskipti sem efla með beinum hætti stefnumarkmið þvingunaraðgerða, þ.m.t. lýðræði, mannréttindi og réttarríkið í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

 8. Aðildarríki, sem óskar eftir að veita undanþágur, sem um getur í 7. mgr., skal tilkynna ráðinu það skriflega. Undanþágan telst veitt nema einn eða fleiri fulltrúar ráðsins andmæli því skriflega innan tveggja virkra daga frá því að tilkynning berst um fyrirhugaða undanþágu. Ef einn fulltrúi í ráðinu eða fleiri hreyfa andmælum getur ráðið tekið ákvörðun um að veita fyrirhugaða undanþágu með auknum meirihluta.

 9. Heimili aðildarríki, skv. 4., 5., 6., 7. eða 8. mgr. a, að aðilar, sem eru á skrá í II. viðauka, komi inn á yfirráðasvæði sitt eða fari þar um, skal heimildin einskorðast við þann tilgang sem hún er veitt í og við þá aðila sem málið varðar beint.“

 3) Í stað 5. gr. komi eftirfarandi:

 „5. gr. 

 1. Frysta skal alla fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem með beinum eða óbeinum hætti er í eigu eða undir stjórn aðila eða rekstrareininga, er um getur í 3. gr., eða er í vörslu rekstrareininga sem eru með beinum eða óbeinum hætti í eigu eða undir stjórn þeirra eða aðila eða rekstrareininga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða starfa eftir fyrirmælum þeirra, sbr. þá aðila sem tilgreindir eru í I. og II. viðauka.

 2. Engir fjármunir, aðrar fjáreignir eða efnahagslegur auður skal gerður aðgengilegur þeim aðilum eða rekstrareiningum, sem um getur í 1. mgr., með beinum eða óbeinum hætti eða koma þeim til góða.

 3. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem um getur í 1. mgr. 3. gr. geta aðildarríki geta veitt undanþágur frá þeim ráðstöfunum er um getur í 1. og 2. mgr., að því er varðar fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem eru:

 a) nauðsynleg vegna grunnútgjalda, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,

 b) eingöngu ætluð til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,

 c) einungis ætluð til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld, í samræmi við landslög, fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna, annarra fjáreigna og efnahagslegs auðs,

 d) nauðsynleg vegna óvenjulegra útgjalda, að fram kominni tilkynningu hlutaðeigandi aðildarríkis til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir og að fengnu samþykki hennar eða

 e) andlag veðs eða niðurstöðu dómstóls, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms, en í því tilviki má nota fjármunina, aðrar fjáreignir og hinn efnahagslega auð til þess að uppfylla skilyrði veðsins eða niðurstöðunnar, að því tilskildu að veðið eða niðurstaðan hafi verið skráð áður en framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreindi viðkomandi aðila eða rekstrareiningu og sé ekki til hagsbóta fyrir aðila eða rekstrareiningu er um getur í 3. gr., eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur sent framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir tilkynningu þessu viðvíkjandi.

 4. Þær undanþágur, er um getur í a-, b- og c-lið 3. mgr., má gera eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir um þá fyrirætlan að heimila, eftir því sem við á, aðgang að fyrrnefndum fjármunum, öðrum fjáreignum eða efnahagslegum auði og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hafnar því ekki innan fjögurra virkra daga frá tilkynningunni.

 5. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem um getur í 2. mgr. 3. gr., getur lögbært stjórnvald aðildarríkis heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, samkvæmt þeim skilyrðum sem það telur viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður, sem um er að ræða, sé:

 a) nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir þeirra aðila og rekstrareininga og aðstandenda á framfæri einstaklinganna, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,

 b) einungis ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,

 c) einungis ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs eða

 d) nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að því tilskildu að lögbært stjórnvald hafi tilkynnt lögbærum stjórnvöldum hinna aðildarríkjanna og framkvæmdastjórninni forsendurnar fyrir því að það telji að veita ætti sérstaka heimild, a.m.k. tveimur vikum áður en hún er veitt.

 Hlutaðeigandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem er veitt samkvæmt þessari málsgrein.

 6. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríki heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur fyrir aðila og rekstrareiningar sem eru á skrá í II. viðauka, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

 a) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegur auður sé andlag ákvörðunar gerðardóms, sem fyrir liggur fyrir þann dag þegar viðkomandi aðili eða rekstrareining voru færð á skrá í II. viðauka, eða andlag ákvörðunar dómstóls eða stjórnsýslustofnunar sem tekin er innan Evrópusambandsins eða ákvörðunar dómstóls sem er aðfararhæf í viðkomandi aðildarríki fyrir eða eftir þann dag,

 b) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði einungis notaður til að uppfylla kröfur, sem fyrrnefnd ákvörðun tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt henni, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila, sem eiga slíkar kröfur, kveða á um,

 c) að ákvörðunin sé ekki í þágu aðila eða rekstrareiningar sem er á skrá í I. eða II. viðauka og

 d) að viðurkenning ákvörðunarinnar stríði ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki.

 Hlutaðeigandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem er veitt samkvæmt þessari málsgrein.

 7. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem skráð eru í II. viðauka má einnig gera undanþágur vegna fjármuna og efnahagslegs auðs sem eru nauðsynleg í mannúðarskyni, t.d. til þess að veita eða greiða fyrir því að veitt sé aðstoð, þ.m.t. sjúkragögn og matvæli, eða vegna flutnings starfsmanna hjálparstofnana og tengdrar aðstoðar eða vegna brottflutnings frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

 8. Ákvæði 1. og 2. mgr. koma ekki í veg fyrir að aðili eða rekstrareining á skrá í II. viðauka geti innt af hendi greiðslu samkvæmt samningi sem var gerður áður en slíkur aðili eða rekstrareining var færð á skrá, að því tilskildu að hlutaðeigandi aðildarríki hafi gengið úr skugga um að aðilinn eða rekstrareiningin, sem er á skrá í I. eða II. viðauka, fái ekki greiðsluna í hendur með beinum eða óbeinum hætti.

 9. Ákvæði 2. mgr. gilda ekki þegar eftirtaldir fjármunir eru lagðir inn á frysta reikninga:

 a) vextir eða aðrar tekjur af fyrrnefndum reikningum,

 b) greiðslur sem ber að inna af hendi samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem gengið var frá eða urðu til fyrir þann dag þegar fyrrnefndir reikningar urðu viðfang þvingunaraðgerða eða

 c) greiðslur sem greiða ber aðilum og rekstrareiningum, sem um getur í 2. mgr. 3. gr., samkvæmt ákvörðunum dómstóls, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms sem teknar eru innan ESB eða eru aðfararhæfar í viðkomandi aðildarríki,

 að því tilskildu að slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur falli áfram undir 1. mgr.“

 4) Í stað 6. gr. komi eftirfarandi:

 „6. gr. 

 1. Ráðið skal breyta skránni í I. viðauka á grundvelli ákvarðana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir.

 2. Ráðið skal, að fenginni tillögu frá aðildarríki eða æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, stofna og gera breytingar á skránni í II. viðauka.“

 5) Í stað 7. gr. komi eftirfarandi:

 „7. gr. 

 1. Færi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir aðila eða rekstrareiningu á skrá skal ráðið fella aðilann eða rekstrareininguna inn í I. viðauka. Ráðið skal tilkynna ákvörðun sína, m.a. ástæðu þess að viðkomandi er færður á skrá, hlutaðeigandi aðila eða rekstrareiningu, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum aðila eða rekstrareiningu býðst að leggja fram athugasemdir sínar.

 2. Ráðið skal tilkynna ákvörðunina, sem um getur í 2. mgr. 6. gr., m.a. ástæðu þess að viðkomandi er færður á skrá, hlutaðeigandi aðila eða rekstrareiningu, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum einstaklingi eða rekstrareiningu býðst að leggja fram athugasemdir sínar.

 3. Ef athugasemdir eru gerðar eða traust, ný gögn lögð fram skal ráðið endurskoða ákvörðun sína og upplýsa viðkomandi aðila eða rekstrareiningu um niðurstöðuna.“

 6) Í stað 8. gr. komi eftirfarandi:

 „8. gr. 

 1. Í I. viðauka skulu koma fram ástæður öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndarinna um þvingunaraðgerðir fyrir því að færa aðila og rekstrareiningar á skrá.

 2. Í I. viðauka skulu og einnig koma fram upplýsingar, þar sem þær liggja fyrir, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir láta í té og nauðsynlegar eru til þess að bera kennsl á viðkomandi aðila eða rekstrareiningar. Að því er aðila varðar geta slíkar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, ríkisfang, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef það er þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er rekstrareiningar varðar geta þessar upplýsingar m.a. verið nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð. Í I. viðauka skal einnig koma fram hvaða dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreinir viðkomandi.

 3. Í II. viðauka skulu koma fram ástæður þess að þeir aðilar og rekstrareiningar, sem um getur þar, eru færð á skrá.

 4. Í II. viðauka skulu einnig koma fram nauðsynlegar upplýsingar, ef þær liggja fyrir, til að bera kennsl á viðkomandi aðila eða rekstrareiningar. Að því er einstaklinga varðar geta slíkar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, ríkisfang, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef það er þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er rekstrareiningar varðar geta þessar upplýsingar m.a. verið nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð.“

 7) Í stað 9. gr. komi eftirfarandi:

 „9. gr. 

 1. Endurskoða ber ákvörðun þessa, breyta henni eða fella hana úr gildi, eftir því sem við á, einkum samkvæmt viðeigandi ákvörðunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

 2. Aðgerðirnar, sem um getur í 2. mgr. 3. gr., gilda til 12. desember 2017. Þær skal framlengja eða þeim breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð.“

 8) Viðaukinn við ákvörðun 2010/788/SSUÖ fær heitið I. viðauki og í stað fyrirsagna í þeim viðauka komi eftirfarandi „a) Skrá yfir aðila sem um getur í 1. mgr. 3. gr.“ og „b) Skrá yfir rekstrareiningar sem um getur í 1. mgr. 3. gr.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 12. desember 2016.

 Fyrir hönd ráðsins, 

 forseti. 

 F. MOGHERINI

 
 

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).

 II. VIÐAUKI

 Listi einstaklinga og aðila sem vísað er til í 2. mgr. 3. gr. 

 II. viðauki er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:

 http://data.europa.eu/eli/dec/2016/2231/oj.

 Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

 Fylgiskjal 1.6.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/203 

 frá 6. febrúar 2017 

 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖum þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó 

 I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:

 http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2017/203/oj.

 Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eurlex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

 Fylgiskjal 1.7.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/399 

 frá 7. mars 2017 

 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖum þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó 

 I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:

 http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2017/399/oj.

 Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eurlex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

 Fylgiskjal 1.8.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/905 

 frá 29. maí 2017 

 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖum þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó 

 II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:

 http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2017/905/oj.

 Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eurlex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

 Fylgiskjal 1.9.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/1340

 frá 17. júlí 2017

 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Í stað i-liðar 1. mgr. 3. gr. ákvörðunar ráðsins 2010/788/SSUÖ kemur:

 „i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCO-sendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. meðlimum sérfræðingahópsins.“

 (Efnisúrdráttur).

 Fylgiskjal 2.5.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2016/1165 

 frá 18. júlí 2016 

 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó 

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,

 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,

 með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (1),

 með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,

 og að teknu tilliti til eftirfarandi:

 1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 (2) kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ til framkvæmda og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu að því er varðar Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.

 2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2293 (2016) frá 21. júní 2016 var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar aðila og rekstrareininga, sem þær þvingunaraðgerðir sem settar eru fram í 9. og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008) skulu taka til, og ákvæðin um vopnasölubann framlengd. Í ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1173 (3) ákvað ráðið að víkka gildissvið þessara viðmiðana til samræmis við það.

 3) Lagasetning á vettvangi Evrópusambandsins er því nauðsynleg til að framfylgja þessum ráðstöfunum, einkum til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.

 4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:

 1) Eftirfarandi liður bætist við 1. mgr. 1. gr. b:

 „d) tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð eða miðlunarþjónusta í tengslum við aðra sölu og afhendingu á vopnum og skyldum hergögnum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir samþykkir fyrir fram,“.

 2) Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. a er breytt sem hér segir:

 a) Í stað e-liðar komi eftirfarandi:

 „e) að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem eru mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, eftir því sem við á, þ.m.t. verknaðir sem fela í sér árásir sem beinast gegn almennum borgurum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar og árásir á skóla og sjúkrahús,“.

 b) Í stað g-liðar komi eftirfarandi:

 „g) að styðja einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa eða afbrotasamtök sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri nýtingu eða verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,“.

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 18. júlí 2016.

 Fyrir hönd ráðsins, 

 F. MOGHERINI

 forseti. 

 
 

 (1) Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30.

 (2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).

 (3) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1173 frá 18. júlí 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 193, 19.7.2016, bls. 108).

 Fylgiskjal 1.10.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/202
 frá 9. febrúar 2018
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukarnir eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB: https://eur-lex.europa.eu/eli/dec_impl/2018/202/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.11.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/569
 frá 12. apríl 2018
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2018/569/oj
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.12.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/1940
 frá 10. desember 2018
 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 II. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2018/1940/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.13.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2019/2109
 frá 9. desember 2019
 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir
 gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1) um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
 2) Hinn 12. desember 2016 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231 (2), sem breytir ákvörðun 2010/788/SSUÖ, til að bregðast við því að staðið hafði verið í vegi fyrir því að kosningar yrðu haldnar og
 við tengdum mannréttindabrotum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Með ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231 voru
 m.a. innleiddar sjálfstæðar þvingunaraðgerðir í 2. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ.
 3) Á grundvelli endurskoðunar á þeim aðgerðum sem um getur í 2. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 ætti að framlengja þvingunaraðgerðirnar til 12. desember 2020 og fjarlægja tvo aðila af skránni í II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ.
 4) Breyta ætti greinargerð um ástæður skráningar varðandi tiltekna aðila sem eru á skrá í II. viðauka.
 5) Enn fremur ætti að bæta ákvæði við ákvörðun 2010/788/SSUÖ þar sem tilgreint er að ráðið og æðsti fulltrúinn megi vinna persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þeirri ákvörðun.
 6) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á ákvörðun 2010/788/SSUÖ:
 1) Eftirfarandi grein bætist við:
 „8. gr. a
 1. Ráðið og æðsti fulltrúi Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum („æðsti fulltrúinn“) mega vinna
 persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þessari ákvörðun, nánar tiltekið:
 a) að því er varðar ráðið, vegna undirbúnings og breytinga á I. og II. viðauka,
 b) að því er varðar æðsta fulltrúann, vegna undirbúnings breytinga á I. og II. viðauka.
 2. Ráðinu og æðsta fulltrúanum er, eftir atvikum, einungis heimilt að vinna viðeigandi upplýsingar sem
 varða refsiverð brot, framin af skráðum einstaklingum, sakfellingar slíkra einstaklinga í refsimálum eða
 öryggisráðstafanir sem varða þá að því marki sem slík vinnsla er nauðsynleg vegna undirbúnings I. og II.
 viðauka.
 3. Að því er varðar þessa ákvörðun eru ráðið og æðsti fulltrúinn tilgreind sem „ábyrgðaraðilar“ í skilningi 8. liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 (1), til að tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.
 _____________
 (1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu stofnana, aðila, skrifstofa og sérstofnana Sambandsins á persónuupplýsingum og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB (Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39).“
 2) Í stað 2. mgr. 9. gr. kemur eftirfarandi:
 „2. Aðgerðirnar sem um getur í 2. mgr. 3. gr. gilda til 12. desember 2020. Þær skal framlengja eða þeim
 breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð.“
 3) Í stað skrárinnar í II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ kemur skráin í viðaukanum við þessa ákvörðun.

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 9. desember 2019.

 Fyrir hönd ráðsins,
 J. BORRELL FONTELLES
 forseti.

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
 (2) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/2231 frá 12. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336 I, 12.12.2016, bls. 7).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2019/2109/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.14.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/190
 frá 12. febrúar 2020
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/190/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.15.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/417
 frá 19. mars 2020
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/417/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.16.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/1509
 frá 16. október 2020
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/1509/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda
 ESB. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4.
 gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.17.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/2033
 frá 10. desember 2020
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
 (1) Í stað 2. mgr. 9. gr komi eftirfarandi:
 2. Aðgerðirnar, sem um getur í 2. mgr. 3. gr., gilda til 12. desember 2021. Þær skal framlengja eða þeim
 breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð.
 (2) II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun
 þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2020/2033/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.11.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/197
 frá 9. febrúar 2018
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka I og viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við
 ákvörðun þessa.

 VIÐAUKI

 [Viðaukarnir eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/197/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.12.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/566
 frá 12. apríl 2018
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/566/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.13.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/1931
 frá 10. desember 2018
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/1931/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.14.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2019/2101
 frá 9. desember 2019
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2019/2101/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef
 Stjórnartíðinda ESB. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef,
 sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Nr. 196 5. febrúar 2021
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.15.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/189
 frá 12. febrúar 2020
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 I. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/189/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.16.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/415
 frá 19. mars 2020
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 I. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/415/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.17.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/1507
 frá 16. október 2020
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 I. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/1507/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.18.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/2021
 frá 10. desember 2020
 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/2021/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.18.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/2144
 frá 17. desember 2020
 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Viðauka I við ákvörðun 2010/788 (SSUÖ) er breytt í samræmi við viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/2144/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.

 Fylgiskjal 1.19.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2021/1866
 frá 22. október 2021
 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn
 Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ, með hliðsjón af tillögu
 frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ.
 2) Hinn 29. júní 2021 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2582 (2021) um breytingu á
 viðmiðunum vegna tilgreiningar einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru
 fram í 9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til.
 3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
 4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.

 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Í stað i-liðar 1. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ kemur eftirfarandi:
 i) „að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCOsendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. hópi sérfræðinga, eða gegn heilbrigðisstarfsfólki eða starfsfólki mannúðarsamtaka,“.

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 22. október 2021.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 G. DOVŽAN

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2021/1866/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.].

 Fylgiskjal 1.20.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2021/2181
 frá 9. desember 2021
 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 1) Heiti ákvörðunar er breytt í „Ákvörðun ráðsins 2010/788/(SSUÖ) frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó“
 2) 9. gr., 2. mgr,. skal vera svohljóðandi:
 „aðgerðir sem vísað er til í 3. gr. (2) skulu gilda til 12. desember 2022. Þær skulu endurnýjaðar og breytt eins og þurfa þykir, ef ráðið telur tilgangi þeirra ekki náð.“
 3) Viðauka II er breytt í samræmi við viðaukann við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2021/2181/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.].

 Fylgiskjal 2.19.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/2133
 frá 17. desember 2020
 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka I við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er skipt út fyrir viðaukann við reglugerð þessa (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/2133/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda
 ESB. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr.
 laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.

 Fylgiskjal 2.20.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2021/1863
 frá 22. október 2021
 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
 með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/1866 frá 22. október 2021 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ til framkvæmda og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
 2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2582 (2021) var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar
 einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. lið ályktunar
 öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til. Með ákvörðun (SSUÖ) 2021/1866 kemur ályktun öryggisráðs
 Sameinuðu þjóðanna 2582 (2021) til framkvæmda.
 3) Þessar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er löggjöf á
 vettvangi Sambandsins nauðsynleg til þess að hrinda ákvörðun (SSUÖ) 2021/1866 í framkvæmd, einkum
 til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
 4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Í stað i-liðar 1. mgr. 2. gr. a reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 kemur eftirfarandi:
 i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCOsendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. hópi sérfræðinga, eða gegn heilbrigðisstarfsfólki eða starfsfólki mannúðarsamtaka,“.

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 22. október 2021.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 G. DOVŽAN

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg/2021/1863/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.].

 Fylgiskjal 2.21.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2021/2177
 frá 9. desember 2021
 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er skipt út fyrir viðaukann við reglugerð þessa (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2021/2177/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.

 Fylgiskjal 2.22.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2021/2176
 frá 9. desember 2021
 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
 sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

 Heiti reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 er breytt í „Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 varðandi
 þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. (Efnisútdráttur).

 Fylgiskjal 1.21.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/1020
 frá 27. júní 2022
 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Viðauka II við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt til samræmis við viðauka við ákvörðun þessa (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2022/1020/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.22.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2241
 frá 14. nóvember 2022
 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ(1) um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
 2) Hinn 30. júní 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2641 (2022) um breytingu á
 viðmiðunum vegna tilgreiningar aðila og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í
 9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til, auk gildissviðs skyldu um að tilkynna
 framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs
 Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“) um sendingar á vopnum
 og tengdum hergögnum til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó eða veitingu tækniaðstoðar, fjármögnunar,
 miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu, sem tengist herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
 3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
 4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
 1) Ákvæðum 2. gr. er breytt sem hér segir:
 a) Í stað c-liðar 1. mgr. kemur eftirfarandi:
 „c) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem einungis er til nota í mannúðar- eða
 verndarskyni, eða veitingu tæknilegrar aðstoðar og þjálfunar sem tengist slíkum óbanvænum búnaði,“.
 b) Í stað 3. liðar kemur eftirfarandi:
 „3. Nema að því er varðar starfsemi sem um getur í a-, b- og c-lið 1. mgr., skulu aðildarríki tilkynna fyrir
 fram til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun
 öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“), um
 veitingu hvers kyns tækniaðstoðar, fjármögnunar, miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu, sem tengist
 herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða sendingu eftirtalinna vopna og tengdra hergagna til
 Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó:
 a) allra gerða vopna með hlaupvídd allt að 14,5 mm og tengdra skotfæra,
 b) sprengjuvarpa með hlaupvídd allt að 82 mm og tengdra skotfæra,
 c) handsprengju- og eldflaugavarpa með hlaupvídd allt að 107 mm og tengdra skotfæra,
 d) beranlegra loftvarnarkerfa (MANPADS),
 e) stýrðra flugskeytakerfa til að granda skriðdrekum.
 Í þessum tilkynningum komi fram öll viðeigandi vitneskja, þ.m.t., eftir því sem við á, um endanlegan notanda, fyrirhugaðan afhendingardag og ferðaáætlun sendingar.“
 2) Eftirfarandi liður bætist við í 1. mgr. 3. gr.:
 „k) taka þátt í framleiðslu eða notkun á heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða
 fremja, skipuleggja, skipa fyrir um, aðstoða við, hvetja til eða hjálpa á annan hátt við árásir með
 heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 14. nóvember 2022.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 J. BORRELL FONTELLES

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).

 Fylgiskjal 1.23.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2377
 frá 5. desember 2022
 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ(1).
 2) Hinn 12. desember 2016 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231(2) til að bregðast við því að staðið
 hafði verið í vegi fyrir því að kosningar yrðu haldnar og við tengdum mannréttindabrotum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Með ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231 var ákvörðun 2010/788/SSUÖ breytt og innleiddar viðbótarþvingunaraðgerðir í 2. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ.
 3) Í ljósi alvarleika ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó telur ráðið að breyta ætti viðmiðunum varðandi
 tilgreiningu í ákvörðun 2010/788/SSUÖ þannig að hægt sé að beita markvissum þvingunaraðgerðum gegn
 einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem hafa með aðgerðum sínum viðhaldið, stutt
 eða notið ávinnings af vopnuðum átökum, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
 4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
 1) Í stað 2. mgr. 3. gr. kemur eftirfarandi:
 „2. Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn einstaklingum, lögaðilum,
 rekstrareiningum eða stofnunum sem:
 a) koma í veg fyrir friðsamlega lausn sem samkomulag ríkir um vegna kosninga í Lýðstjórnarlýðveldinu
 Kongó, þ.m.t. með ofbeldisverkum, bælingu eða með því að hvetja til ofbeldis eða með því að grafa
 undan réttarríkinu,
 b) eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
 c) bera ábyrgð á því að viðhalda vopnuðum átökum, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu
 Kongó,
 d) styðja einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem um getur í c-lið,
 e) hvetja til ofbeldis í tengslum við aðgerðir sem um getur í b-, c- og d-lið,
 f) færa sér í nyt vopnuð átök, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, m.a. með ólögmætri nýtingu eða viðskiptum með náttúruauðlindir og villtar lífverur,
 g) tengjast einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem um getur í a-, b-, c-, d-, eeða f-lið, sbr. skrána í II. viðauka.“
 2) Í stað fyrirsagnarinnar í II. viðauka kemur eftirfarandi:
 „Skrá yfir einstaklinga eða lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir sem um getur í 2. mgr. 3. gr.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 5. desember 2022.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 M. KUPKA

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
 (2) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/2231 frá 12. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336 I, 12.12.2016, bls. 7)

 Fylgiskjal 1.24.

 FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2398
 frá 8. desember 2022
 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Viðauka II við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt eins og fram kemur í viðauka við ákvörðun þessa.

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2022/2398/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list]

 Fylgiskjal 1.25.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2412
 frá 8. desember 2022
 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 (1) Mgr. 2, í gr. 9, erskipt út fyrir eftirfarandi: 2. Aðgerðirnarsem vísað er til í gr. 3(2)skulu gilda til 12. desember
 2023. Þær skulu endurnýjaðar, eða breytt eins og þurfa þykir, ef að ráðið telur að markmiðum þeirra hafi ekki
 verið náð.;
 (2) Viðauka II er skipt út yfir textann í viðauka við ákvörðun þessa.

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2022/2412/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list

 Fylgiskjal 2.23.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/1009
 frá 27. júní 2022
 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
 í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt eins og í viðauka við reglugerð þessa (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2022/1009/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list]

 Fylgiskjal 2.24.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/2237
 frá 14. nóvember 2022
 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
 í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
 með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2241 frá 14. nóvember 2022 um breytingu á ákvörðun
 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó(1).
 með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og
 framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Með reglugerð (EB) nr. 1183/2005(2) kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ(3) til framkvæmda og þar er kveðið
 á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu að því er varðar
 Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
 2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2641 (2022) breyttust viðmiðanir vegna tilgreiningar
 aðila og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs
 SÞ nr. 1807 (2008), taka til, auk gildissviðs skyldu um að tilkynna framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004)
 („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“) um sendingar á vopnum og tengdum hergögnum til
 Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó eða veitingu tækniaðstoðar, fjármögnunar, miðlunarþjónustu og annarrar
 þjónustu, sem tengist herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Með ákvörðun (SSUÖ) 2022/2241
 kemur ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2641 (2022) til framkvæmda.
 3) Þessar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er löggjöf á
 vettvangi Sambandsins nauðsynleg til þess að hrinda ákvörðun (SSUÖ) 2022/2241 í framkvæmd, einkum
 til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
 4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
 1) Í stað 2. mgr. 1. gr. a kemur eftirfarandi:
 „2. Tilkynna skal fyrir fram veitta tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð eða miðlunarþjónustu að því
 er varðar hermál til óopinbers eða annars aðila, rekstrareiningar eða stofnunar í Lýðstjórnarlýðveldinu
 Kongó, eða sem nota á í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, aðra en þá sem er veitt sendisveit Sameinuðu
 þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó („MONUSCO“) eða svæðisbundinni aðgerðasveit
 Afríkusambandsins (e. African Union Regional Task Force), eða varðandi óbanvænan herbúnað sem
 einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni í samræmi við 1. mgr. 1. gr. b, til nefndar öryggisráðs
 Sameinuðu þjóðanna sem var komið á fót skv. 8. lið ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533
 (2004) (hér á eftir nefnd „framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“). Í þessum tilkynningum komi fram
 öll viðeigandi vitneskja, þ.m.t., eftir því sem við á, um endanlegan notanda, fyrirhugaðan afhendingardag
 og ferðaáætlun sendingar.“
 2) Í stað b-liðar 1. mgr. 1. gr. b kemur eftirfarandi:
 „b) tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð, eða miðlunarþjónusta sem tengist óbanvænum herbúnaði
 sem einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni,“.
 3) Eftirfarandi liður bætist við 1. mgr. 2. gr. a:
 „k) taka þátt í framleiðslu eða notkun á heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða
 fremja, skipuleggja, skipa fyrir um, aðstoða við, hvetja til eða hjálpa á annan hátt við árásir með
 heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.“

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 14. nóvember 2022.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 J. BORRELL FONTELLES

 (1) Stjtíð. ESB L 294, 15.11.2022, bls. 15.
 (2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
 (Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
 (3) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).

 Fylgiskjal 2.25.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/2373
 frá 5. desember 2022
 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
 í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
 með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2377 frá 5. desember 2022 um breytingu á ákvörðun
 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó(1),
 með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005(2) kemur ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ(3) til framkvæmda
 og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu
 varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
 2) Í ákvörðun (SSUÖ) 2022/2377 eru viðmiðanir vegna sjálfstæðrar skráningar Evrópusambandsins rýmkaðar.
 3) Lagasetning á vettvangi Sambandsins er því nauðsynleg til að koma í framkvæmd ákvörðun (SSUÖ)
 2022/2377, einkum til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti henni með samræmdum
 hætti.
 4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
 1) Í stað 1. mgr. 2. gr. b komi eftirfarandi:
 „1. Inn í I. viðauka a skal fella einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem ráðið hefur tilgreint
 vegna einhvers af eftirtöldu:
 a) koma í veg fyrir friðsamlega lausn sem samkomulag ríkir um vegna kosninga í Lýðstjórnarlýðveldinu
 Kongó, þ.m.t. með ofbeldisverkum, bælingu eða með því að hvetja til ofbeldis eða með því að grafa
 undan réttarríkinu,
 b) að skipuleggi, stjórni eða fremji verknaði sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting í
 Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
 c) bera ábyrgð á því að viðhalda vopnuðum átökum, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu
 Kongó,
 d) styðja einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem um getur í c-lið,
 e) hvetja til ofbeldis í tengslum við aðgerðir sem um getur í b-, c- og d-lið,
 f) færa sér í nyt vopnuð átök, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, m.a. með
 ólögmætri nýtingu eða viðskiptum með náttúruauðlindir og villtar lífverur,
 g) tengjast einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem um getur í a-, b-, c-, d-, eeða f-lið.“
 2) Í stað fyrirsagnarinnar í I. viðauka a kemur eftirfarandi:
 “Skrá yfir einstaklinga eða lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir er um getur í 2. gr. b“.

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 5. desember 2022.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 M. KUPKA

 (1) Stjtíð. ESB L 314, 6.12.2022, bls. 97.
 (2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó(Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
 (3) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).

 Fylgiskjal 2.27.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/2401
 frá 8. desember 2022
 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
 í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

 Viðauka Ia við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er skipt út fyrir textann sem er í viðauka við reglugerð þessa.

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2022/2401/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
 breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
 framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.26.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2023/726
 frá 31. mars 2023
 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni
 að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
 með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun öryggisráðs Sameinuðu
 þjóðanna nr. 2664 (2022) sem vísar til fyrri ályktana um að leggja á refsiaðgerðir til að bregðast við ógnum
 við frið og öryggi á alþjóðavettvangi og leggur áherslu á að ráðstafanir sem aðildarríki SÞ grípa til, í því
 skyni að framkvæma refsiaðgerðir, fari að skuldbindingum þeirra samkvæmt alþjóðalögum og að þeim sé
 ekki ætlað að hafa neikvæð mannúðaráhrif á óbreytta borgara eða á mannúðaraðstoð eða þau sem veita
 hana.
 2) Þar sem það lýsir sig reiðubúið til að endurskoða, leiðrétta og slíta, ef við á, refsiaðgerðum, sem taka tillit
 til þess hvernig aðstæður á jörðu niðri þróast og þess að nauðsynlegt er að lágmarka óráðgerð neikvæð áhrif á mannúðarmál, ákvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í 1. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) að útvegun, vinnsla eða greiðsla fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks sé heimil og brjóti ekki gegn frystingu eigna sem lögð er á af
 öryggisráðinu eða framkvæmdanefndum um þvingunaraðgerðir. Í þessari ákvörðun er 1. mgr. ályktunar
 öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“. Undanþága af mannúðarástæðum á við um tiltekna aðila eins og sett er fram í þeirri ályktun.
 3) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er gerð krafa um að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna gildi um refsiaðgerð 1267/1989/2253 vegna Íslamska ríkisins (Da’esh) og AlQaida-samtakanna í tvö ár frá þeim degi þegar ályktun nr. 2664 (2022) var samþykkt og því lýst yfir að
 öryggisráðið hyggist taka ákvörðun um framlengingu á beitingu ályktunar nr. 2664 (2022) fyrir þann dag
 þegar beiting þeirrar undanþágu myndi að öðrum kosti falla úr gildi.
 4) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana að því marki sem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1. mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615
 (2021) gildir áfram.
 5) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir tilgreinda einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli veitenda vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakönnunar.
 6) Ráðið telur að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) ætti einnig að gilda í tilvikum þar sem Sambandið ákveður að samþykkja viðbótaraðgerðir varðandi frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs auk þeirra sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndir þess um þvingunaraðgerðir ákveða.
 7) Því er nauðsynlegt að breyta ákvörðunum ráðsins 2010/413/SSUÖ(1), 2010/788/SSUÖ(2), 2014/450/SSUÖ(3), (SSUÖ) 2015/740(4), (SSUÖ) 2015/1333(5), (SSUÖ) 2016/849(6), (SSUÖ) 2016/1693(7) og (SSUÖ) 2017/1775(8).
 8) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda í framkvæmd tilteknum aðgerðum í ákvörðun þessari.
 SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

 1. gr.

 Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
 1) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 5. gr.:
 „10. Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu ekki gilda um útvegun, vinnslu eða greiðslu fjármuna, annarra fjáreigna
 eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi
 tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð
 og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og
 sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
 og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum
 Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum
 Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
 e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til
 d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
 f) annarra viðeigandi aðila eins og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákvarðar að því er varðar
 aðila og rekstrareiningar sem um getur í 1. mgr. 3. gr. og ráðið að því er varðar aðila og rekstraraðila
 sem um getur í 2. mgr. 3. gr.“
 2) Eftirfarandi kemur í stað 7. mgr. 5. gr.:
 „7. Með fyrirvara um ákvæði 10. mgr. 5. gr., að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem eru á skrá í II.
 viðauka má einnig gera undanþágur vegna fjármuna og efnahagslegs auðs sem eru nauðsynleg í mannúðarskyni, t.d. til þess að veita eða greiða fyrir því að veitt sé aðstoð, þ.m.t. sjúkragögn og matvæli, eða
 vegna flutnings starfsmanna hjálparstofnana og tengdrar aðstoðar eða vegna brottflutnings frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.“

 2. gr.

 Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

 Gjört í Brussel 31. mars 2023.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 J. ROSWALL

 (1) Ákvörðun ráðsins 2010/413/SSUÖ frá 26. júlí 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Íran og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2007/140/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 195, 27.7.2010, bls. 39).
 (2) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
 (3) Ákvörðun ráðsins 2014/450/SSUÖ frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2011/423/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 203, 11.7.2014, bls. 106).
 (4) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/740 frá 7. maí 2015 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Suður-Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2014/449/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 117, 8.5.2015, bls. 52).
 (5) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1333 frá 31. júlí 2015 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og niðurfellingu ákvörðunar 2011/137/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 206, 1.8.2015, bls. 34).
 (6) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/849 frá 27. maí 2016 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu og niðurfellingu ákvörðunar 2013/183/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 141, 28.5.2016, bls. 79).
 (7) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1693 frá 20. september 2016 um þvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da‘esh) og Al-Qaidasamtökunum og einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og rekstrareiningum sem þeim tengjast og um niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2002/402/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 255, 21.9.2016, bls. 25).
 (8) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1775 frá 28. september 2017 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Malí (Stjtíð. ESB L 251, 29.9.2017, bls. 23).

 Fylgiskjal 2.28.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2023/720
 frá 31. mars 2023
 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni
 að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
 með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Evrópusambandið getur beint þvingunaraðgerðum, þ.m.t. frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, gegn
 tilgreindum einstaklingum eða lögaðilum, rekstrareiningum og stofnunum. Reglugerðir ráðsins koma
 þessum aðgerðum til framkvæmda.
 2) Hinn 9. desember 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2664 (2022). Með 1. mgr.
 þeirrar ályktunar er innleidd undanþága frá refsiaðgerðum í formi frystingar eigna, sem öryggisráðið eða
 framkvæmdanefndir þess um þvingunaraðgerðir beita vegna mannúðaraðstoðar og annarrar starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks, sem gildir um tiltekna aðila. Í þessari reglugerð er 1. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) nefnd „undanþága af mannúðarástæðum“.
 3) Hinn 31. mars 2023 var ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726 (1) samþykkt til að koma ályktun öryggisráðs
 SÞ nr. 2664 (2022) til framkvæmda í lögum Sambandsins.
 4) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er áhersla lögð á að ef undanþága af mannúðarástæðum frá
 aðgerðum varðandi frystingu eigna stangast á við fyrri ályktanir skuli hún koma í stað slíkra fyrri ályktana
 að því marki sem um slíkan árekstur er að ræða. Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þó skýrt að 1.
 mgr. ályktunar öryggisráðsins nr. 2615 (2021) gildir áfram.
 5) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er þess krafist að veitendur sem reiða sig á undanþágu af mannúðarástæðum geri eðlilegar ráðstafanir til að lágmarka hvers kyns ávinning sem er bannaður samkvæmt refsiaðgerðum, hvort sem er vegna beinnar eða óbeinnar veitingar eða ólöglegrar notkunar, fyrir einstaklinga eða rekstrareiningar sem eru á skrá samkvæmt viðkomandi reglugerð, þ.m.t. með því að styrkja áætlanir og ferli veitenda vegna áhættustjórnunar og áreiðanleikakannana.
 6) Í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) er gerð krafa um að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna gildi um refsiaðgerð 1267/1989/2253 vegna Íslamska ríkisins (Da’esh) og AlQaida-samtakanna í tvö ár frá þeim degi þegar ályktun nr. 2664 (2022) var samþykkt og því lýst yfir að
 öryggisráðið hyggist taka ákvörðun um framlengingu á beitingu ályktunar nr. 2664 (2022) fyrir þann dag
 þegar beiting þeirrar undanþágu myndi að öðrum kosti falla úr gildi.
 7) Ráðið telur að undanþága af mannúðarástæðum frá aðgerðum varðandi frystingu eigna samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 2664 (2022) ætti einnig að gilda í tilvikum þar sem Sambandið ákveður að samþykkja viðbótaraðgerðir varðandi frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, auk þeirra sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndir þess um þvingunaraðgerðir ákveða.
 8) Breytingarnar falla undir gildissvið sáttmálans og því er lagasetning á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til að hrinda þeim í framkvæmd, einkum til að tryggt sé að þeim sé beitt með samræmdum hætti í öllum aðildarríkjunum.
 9) Því ætti að breyta reglugerðum ráðsins (EB) nr. 881/2002(2), (EB) nr. 1183/2005(3), (ESB) nr. 267/2012(4), (ESB) nr. 747/2014(5), (ESB) 2015/735(6), (ESB) 2016/1686(7), (ESB) 2016/44(8), (ESB) 2017/1509(9) og (ESB) 2017/1770(10) til samræmis við það.
 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
 1) Eftirfarandi málsgrein bætist við í 2. gr.:
 „3. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki um það þegar nauðsynlegir fjármunir eða efnahagslegur auður er gerður
 aðgengilegur til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
 a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og
 sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
 b) alþjóðastofnana,
 c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
 og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
 d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum
 Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum
 Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
 e) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til
 d-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum eða
 f) annarra viðeigandi aðila eins og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákvarðar að því er varðar
 I. viðauka og ráðið að því er varðar I. viðauka a.“
 2) Í stað 4. gr. b kemur eftirfarandi:
 „4. gr. b
 1. Með fyrirvara um 3. mgr. 2. gr. og þrátt fyrir 1. og 2. mgr. 2. gr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum
 heimilað að frystir fjármunir eða efnahagslegur auður, sem tilheyrir einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem eru á skrá í I. viðauka a, verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem eru á skrá í I. viðauka a, samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að þessir fjármunir eða efnahagslegur auður sé nauðsynlegur í mannúðarskyni, s.s. til að veita eða greiða fyrir því að veitt sé aðstoð, þ.m.t. sjúkragögn og matvæli eða flutningur starfsmanna hjálparstofnana og tengdrar aðstoðar eða vegna brottflutnings frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
 2. Hlutaðeigandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um heimildir
 sem eru veittar samkvæmt þessari grein innan fjögurra vikna frá því að heimild er veitt.“
 3) Í stað 7. gr. b kemur eftirfarandi:
 „7. gr. b
 Lagt er bann við því að taka þátt, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi sem miðar að því eða hefur þau
 áhrif að þær aðgerðir er um getur í 1. gr. a og 1. og 2. mgr. 2. gr. eru sniðgengnar.“

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Brussel 31. mars 2023.

 Fyrir hönd ráðsins,
 forseti.
 J. ROSWALL

 (1) Stjtíð. ESB L 94, 3.4.2023, bls. 48.
 (2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002 frá 27. maí 2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar, takmarkandi ráðstafanir sem beint er að tilteknum einstaklingum og aðilum sem tengjast Íslamska ríkinu (Da'esh) og Al-Qaida-samtökunum (Stjtíð. EB L 139, 29.5.2002, bls. 9).
 (3) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
 (4) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 267/2012 frá 23. mars 2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 961/2010 (Stjtíð. ESB L 88, 24.3.2012, bls. 1).
 (5) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 747/2014 frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 131/2004 og (EB) nr. 1184/2005 (Stjtíð. ESB L 203, 11.7.2014, bls. 1).
 (6) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/735 frá 7. maí 2015 um þvingunaraðgerðir að því er varðar Suður-Súdan og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 748/2014 (Stjtíð. ESB L 117, 8.5.2015, bls. 13).
 (7) Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/1686 frá 20. september 2016 um viðbótarþvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da'esh) og AlQaida-samtökunum og einstaklingum og lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem þeim tengjast (Stjtíð. ESB L 255, 21.9.2016, bls. 1).
 (8) Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/44 frá 18. janúar 2016 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Líbíu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 204/2011 (Stjtíð. ESB L 12, 19.1.2016, bls. 1).
 (9) Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/1509 frá 30. ágúst 2017 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 329/2007 (Stjtíð. ESB L 224, 31.8.2017, bls. 1).
 (10) Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/1770 frá 28. september 2017 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Malí (Stjtíð. ESB L 251, 29.9.2017, bls. 1)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.