Prentað þann 22. nóv. 2024
800/2015
Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.
1. gr. Almenn ákvæði.
Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja, eftir því sem við á:
- ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna,
- ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða
- ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.
Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins og framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
2. gr. Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ, fylgiskjal 1. | |
1.1 | Ákvörðun ráðsins 2012/811/SSUÖ frá 20. desember 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.1. | |
1.2 | Ákvörðun ráðsins 2014/147/SSUÖ frá 17. mars 2014 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.2. | |
1.3 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/620 frá 20. apríl 2015 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.3. | |
1.4 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1173 frá 18. júlí 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.4. | |
1.5 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/2231 frá 12. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.5. | |
1.6 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/203 frá 6. febrúar 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.6. | |
1.7 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/399 frá 7. mars 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.7. | |
1.8 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/905 frá 29. maí 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.8. | |
1.9 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1340 frá 17. júlí 2017 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fylgiskjal 1.9. | |
1.10 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/202 frá 9. febrúar 2018 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.10. | |
1.11 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/569 frá 12. apríl 2018 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.11. | |
1.12 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/1940 frá 10. desember 2018 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.12. | |
1.13 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/2109 frá 9. desember 2019 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.13. | |
1.14 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/190 frá 12. febrúar 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.14. | |
1.15 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/417 frá 19. mars 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.15. | |
1.16 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/1509 frá 16. október 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.16. | |
1.17 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/2033 frá 10. desember 2020 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.17. | |
1.18 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/2144 frá 17. desember 2020 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.18. | |
1.19 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/1866 frá 22. október 2021 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.19. | |
1.21 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1020 frá 27. júní 2022 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.21. | |
1.22 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2241 frá 14. nóvember 2022 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.22. | |
1.23 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2377 frá 5. desember 2022 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.23. | |
1.24 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2398 frá 8. desember 2022 um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.24. | |
1.25 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2412 frá 8. desember 2022 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.25. | |
2. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2. | |
2.1 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 521/2013 frá 6. júní 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er að aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.1. | |
2.2 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 271/2014 frá 17. mars 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.2. | |
2.3 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/614 frá 20. apríl 2015 um framkvæmd 4. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.3. | |
2.4 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/613 frá 20. apríl 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 889/2005, fylgiskjal 2.4. | |
2.5 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/1165 frá 18. júlí 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.5. | |
2.6 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/2230 frá 12. desember 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.6. | |
2.7 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/199 frá 6. febrúar 2017 um framkvæmd 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.7. | |
2.8 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/396 frá 7. mars 2017 um framkvæmd 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.8. | |
2.9 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/904 frá 29. maí 2017 um framkvæmd 2. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.9. | |
2.10 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/1326 frá 17. júlí 2017 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, fylgiskjal 2.10. | |
2.11 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/197 frá 9. febrúar 2018 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.11. | |
2.12 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/566 frá 12. apríl 2018 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.12. | |
2.13 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/1931 frá 10. desember 2018 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.13. | |
2.14 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2019/2101 frá 9. desember 2019 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.14. | |
2.15 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/189 frá 12. febrúar 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.15. | |
2.16 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/415 frá 19. mars 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.16. | |
2.17 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/1507 frá 16. október 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.17. | |
2.18 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/2021 frá 10. desember 2020 um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.18. | |
2.19 | Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2020/2133 frá 17. desember 2020 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.19. | |
2.20 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/1863 frá 22. október 2021 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.20. | |
2.21 | Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2021/2177 frá 9. desember 2021 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.21. | |
2.22 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/2176 frá 9. desember 2021 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.22. | |
2.23 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/1009 frá 27. júní 2022 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.23. | |
2.24 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/2237 frá 14. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.24. | |
2.25 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/2373 frá 5. desember 2022 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.25. | |
2.26 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/2397 frá 8. desember 2022 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.26. | |
2.27 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/2401 frá 8. desember 2022 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 2.27. |
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra er vísað á vefjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins, sem vísað er til í framangreindum gerðum, er birtur með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB frá 6. maí 2009 um að einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Bandalagsins (EES-viðbætir nr. 56, 10. október 2013, bls. 801-836), ásamt síðari breytingum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2013, 14. júní 2013, og nefnist þar "Skrá yfir varnartengdar vörur". Tilskipunin er innleidd með reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 361/2016, ásamt síðari breytingum.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
Fylgiskjöl 1-1.3 eru birt sem fylgiskjöl 1-4 með reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó nr. 800/2015. Fylgiskjöl 2-2.4 eru birt sem fylgiskjöl 5 og 7-10 við sömu reglugerð.
3. gr. Aðlögun.
Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:
a) ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins („EB“, „ESB“, „Bandalagsins“ eða „sameiginlega markaðarins“) eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,
b) ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,
c) tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,
d) tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,
e) tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,
f) vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir.
4. gr. Tilkynning.
Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.
5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.
6. gr. Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.
7. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi alþýðulýðveldið Kongó (Austur-Kongó) nr. 155/2009 og síðari breytingar, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 544/2011 um breyting á reglugerðum nr. 154/2009, 140/2009, 155/2009, 148/2009, 147/2009, 299/2010 og 300/2010 um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2010/788/SSUÖ
frá 20. desember 2010
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 14. maí 2008 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2008/369/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (1) í framhaldi af samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hinn 31. mars 2008 á ályktun nr. 1807 (2008) („Ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008)“).
2) Hinn 1. desember 2010 breytti framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir, sem var stofnsett samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1533 (2004), skránni yfir einstaklinga og rekstrareiningar sem þvingunaraðgerðir taka til.
3) Ef breyta á viðaukanum við ákvörðun þessa, ætti m.a. að kynna fyrir tilgreindum einstaklingum og rekstrareiningum ástæður fyrir skráningu þeirra á lista til þess að gera þeim kleift að leggja fram athugasemdir. Komi fram athugasemdir eða traust, ný gögn lögð fram, skal ráðið endurskoða ákvörðun sína í ljósi þeirra athugasemda og upplýsa viðkomandi einstakling eða rekstrareiningu um niðurstöðuna.
4) Með ákvörðun þessari eru grundvallarréttindi virt og meginreglum fylgt, einkum þeim sem eru viðurkenndar í sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, nánar tiltekið rétturinn til ávirks úrræðis og sanngjarnra réttarhalda, rétturinn til eignar og rétturinn til verndar persónuupplýsingum. Beita ber ákvæðum ákvörðunar þessarar með hliðsjón af þessum réttindum og meginreglum.
5) Með ákvörðun þessari eru einnig virtar, í einu og öllu, skuldbindingar aðildarríkjanna samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og lagalega bindandi eigindir ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
6) Sameiginleg afstaða 2008/369/SSUÖ skal því felld úr gildi og ákvörðun þessi koma í hennar stað.
7) Framkvæmdarráðstafanir Evrópusambandsins eru settar fram í reglugerð ráðsins (EB) nr. 889/2005 frá 13. júní 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (2) og reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er að aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (3),
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
1. Lagt er bann við beinni eða óbeinni afhendingu, sölu eða tilfærslu á vopnum og hvers kyns tengdum herbúnaði, þ.m.t. vopn og skotfæri, herfarartæki og -búnaður, búnaður sem ekki er ætlaður ríkisher og varahlutir í fyrrnefnd tól og tæki til nota fyrir rekstrareiningar og einstaklinga sem ekki eru á vegum ríkisins og starfa á yfirráðasvæði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, fyrir milligöngu ríkisborgara aðildarríkjanna eða frá yfirráðasvæðum aðildarríkjanna eða með skipum sem sigla undir fána þeirra eða með loftförum þeirra, hvort sem þau eru upprunnin á yfirráðasvæðum þeirra eður ei.
2. Lagt er bann við því:
a) að veita, selja, afhenda eða tilfæra tæknilega aðstoð, miðlunarþjónustu og aðra þjónustu, sem tengist herstarfsemi og framboði, framleiðslu, viðhaldi og notkun vopna og hvers kyns tengds herbúnaðar, þ.m.t. vopn og skotfæri, herökutæki og -búnaður, búnaður sem ekki er ætlaður ríkisher og varahlutir í fyrrnefnd tól og tæki, til handa rekstrareiningum og einstaklingum sem ekki eru á vegum ríkisins og starfa á yfirráðasvæði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, með beinum eða óbeinum hætti,
b) að útvega eða veita rekstrareiningum og einstaklingum, sem starfa á yfirráðasvæði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, með beinum eða óbeinum hætti, fjármagn eða fjárhagsaðstoð, sem tengist herstarfsemi, þ.m.t. einkum styrkir, lán og útflutningsgreiðsluvátryggingar vegna sölu, afhendingar, tilflutnings eða útflutnings á vopnum og tengdum herbúnaði eða vegna veitingar, sölu, afhendingar eða tilfærslu tengdrar tæknilegrar aðstoðar, miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu.
2. gr.
1. Ákvæði 1. gr. gilda ekki um:
a) afhendingu, sölu eða tilfærslu vopna og tengds herbúnaðar eða veitingu tæknilegrar aðstoðar, fjármagns, miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu sem tengist vopnum og tengdum herbúnaði og eingöngu eru ætluð sem stuðningur við, eða til notkunar fyrir, sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á sviði skipulagsmála í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (MONUC),
b) afhendingu, sölu eða tilfærslu á hlífðarfatnaði, þ.m.t. brakheldir jakkar og herhjálmar, sem starfsfólk SÞ, fulltrúar fjölmiðla og starfsmenn hjálpar- og þróunarstofnana og tengt starfslið hefur tímabundið flutt út til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, eingöngu til eigin nota.
c) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni, eða veitingu tæknilegrar aðstoðar og þjálfunar sem tengist slíkum óbanvænum búnaði.
2. Afhending, sala eða tilfærsla á vopnum og tengdum herbúnaði eða veiting þjónustu eða tæknilegrar aðstoðar og þjálfunar, sem um getur í 1. mgr., skal vera háð fyrirframleyfi frá lögbærum stjórnvöldum í aðildarríkjunum.
3. Aðildarríki skulu tilkynna framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004), fyrirfram um alla flutninga vopna og tengds herbúnaðar fyrir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða um hvers kyns veitingu tæknilegrar aðstoðar, fjármagns, miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu sem tengist herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, að undanskildum þeim atriðum er um getur í a- og b-lið 1. mgr. Í þessum tilkynningum komi fram öll viðeigandi vitneskja, þ.m.t., þar sem það á við, um hver endanlegur notandi er, fyrirhugaðan afhendingardag og ferðaáætlun sendingar.
4. Aðildarríki skulu taka afstöðu til afgreiðslu skv. 1. mgr. í hverju tilviki fyrir sig og taka fullt tillit til þeirra viðmiðana sem settar eru fram í sameiginlegri afstöðu ráðsins 2008/944/SSUÖ frá 8. desember 2008 um skilgreiningu almennra reglna um eftirlit með útflutningi hertækni og herbúnaðar (4). Aðildarríkin skulu krefjast öruggrar tryggingar fyrir því að heimildir, sem eru veittar skv. 2. mgr., séu ekki misnotaðar og gera ráðstafanir um heimsendingu afhentra vopna og tengds herbúnaðar, þar sem það á við.
3. gr.
Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn eftirtöldum einstaklingum og, eftir því sem við á, rekstrareiningum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint:
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem hafa brotið gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum er um getur í 1. gr.,
– pólítískum leiðtogum og herforingjum erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
– pólítískum leiðtogum og herforingjum kongóskra hersveita óbreyttra borgara, sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þ.e. leiðtogum og herforingjum sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
– pólítískum leiðtogum og herforingjum sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og taka börn í þjónustu sína eða nota í vopnuðum átökum og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
– einstaklingum sem starfa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og brjóta með alvarlegum hætti gegn reglum þjóðaréttar, m.a. með því að beina aðgerðum sínum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, nefna má manndráp og lemstrun, kynferðislegt ofbeldi og nauðungarflutninga,
– einstaklingum sem hindra aðgang að eða dreifingu mannúðaraðstoðar í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó,
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem styðja ólöglega, vopnaða hópa í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir.
Hlutaðeigandi einstaklingar og rekstrareiningar eru talin upp í viðaukanum.
4. gr.
1. Aðildarríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þeir einstaklingar er um getur í 3. gr. komi inn á yfirráðasvæði þeirra eða fari þar í gegn.
2. Ákvæði 1. mgr. skuldbinda aðildarríki ekki til að meina eigin ríkisborgurum að koma inn á yfirráðasvæði þess.
3. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir:
a) ákveður, fyrirfram og í hverju tilviki fyrir sig, að fyrrnefnd koma eða gegnumferð sé réttlætanleg af ríkum mannúðarástæðum, þ.m.t. trúarlegar skyldur,
b) telur að undanþága myndi stuðla að því að ná markmiðum viðkomandi ályktana öryggisráðs SÞ, þ.e. um frið og þjóðarsátt í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og stöðugleika á svæðinu,
c) heimilar, fyrirfram og í hverju tilviki fyrir sig, gegnumferð einstaklinga sem eru á leið aftur inn á yfirráðasvæði þess ríkis þar sem þeir hafa ríkisfang eða sem eiga aðild að viðleitni til að leiða þá fyrir rétt sem brjóta gróflega gegn mannréttindum eða reglum alþjóðlegs mannúðarréttar.
4. Í þeim tilvikum skv. 3. mgr. þegar aðildarríki heimilar komu einstaklinga, sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint, inn á yfirráðasvæði sitt eða för þeirra gegnum það, skal heimildin takmörkuð við þann tilgang sem hún er veitt í og hlutaðeigandi einstaklinga.
5. gr.
1. Frysta ber alla fjármuni, aðra en fjáreignir og efnahagslegan auð sem eru, með beinum eða óbeinum hætti, í eigu eða undir stjórn einstaklinga eða rekstrareininga er um getur í 3. gr. eða eru, með beinum eða óbeinum hætti, í vörslu rekstrareininga sem eru í eigu eða undir yfirráðum þeirra eða hvaða einstaklinga eða rekstrareininga sem er sem vinna fyrir þá eða undir stjórn þeirra, sbr. þá aðila sem tilgreindir eru í viðaukanum.
2. Enga fjármuni, aðrar fjáreignir eða efnahagslegan auð skal gera, með beinum eða óbeinum hætti, aðgengilegan þeim einstaklingum eða rekstrareiningum er um getur í 1. mgr. eða þeim til hagsbóta.
3. Aðildarríki geta gert undanþágur frá þeim aðgerðum er um getur í 1. og 2. mgr., að því er varðar fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem eru:
a) nauðsynleg vegna grunnútgjalda, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, vátryggingariðgjalda og gjalda til opinberra þjónustustofnana,
b) eingöngu ætluð til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu á kostnaði sem stofnað er til vegna lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætluð til að greiða þóknun eða þjónustugjöld, samkvæmt landslögum, fyrir venjubundna vörslu eða viðhald frystra fjármuna, annarra fjáreigna og efnahagslegs auðs,
d) nauðsynleg vegna óvenjulegra útgjalda, að fram kominni tilkynningu hlutaðeigandi aðildarríkis til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir og að fengnu samþykki hennar,
e) andlag veðsetningar eða úrskurðar dómstóls, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms, þegar undanþágan kveður á um að nota megi fjármunina, aðrar fjáreignir og hinn efnahagslega auð til þess að uppfylla skilyrði veðsetningarinnar eða fullnægja úrskurðinum, að því tilskildu að veðsetningin eða úrskurðurinn hafi verið skráður áður en framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreindi viðkomandi einstakling eða rekstrareiningu og sé ekki til hagsbóta fyrir einstakling eða rekstrareiningu er um getur í 3. gr., eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur sent framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir tilkynningu þessu viðvíkjandi.
4. Þær undanþágur er um getur í a-, b- og c-lið 3. mgr. má gera eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir um þá fyrirætlan að heimila, þar sem það á við, aðgengi að fyrrnefndum fjármunum, öðrum fjáreignum eða efnahagslegum auði og hafni framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir því ekki innan fjögurra virkra daga frá tilkynningunni.
5. Ákvæði 2. mgr. gildir ekki þegar eftirfarandi er lagt inn á frysta reikninga:
a) vextir eða aðrar tekjur af fyrrnefndum reikningum eða
b) greiðslur samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem gengið var frá eða urðu til fyrir þann dag þegar reikningarnir urðu andlag þvingunaraðgerða,
að því tilskildu að slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur verði áfram háð ákvæði 1. mgr.
6. gr.
Ráðið skal breyta listanum í viðaukanum á grundvelli ákvarðana öryggisráðs SÞ eða framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir.
7. gr.
1. Setji öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir einstakling eða rekstrareiningu á lista skal ráðið fella slíkan einstakling eða rekstrareiningu inn í viðaukann. Ráðið skal tilkynna ákvörðun sína, m.a. ástæður þess að viðkomandi er færður á lista, hlutaðeigandi einstaklingi eða rekstrareiningu, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum einstaklingi eða rekstrareiningu býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
2. Ef athugasemdir eru gerðar eða traust, ný gögn lögð fram, skal ráðið endurskoða ákvörðun sína og upplýsa hlutaðeigandi einstakling eða rekstrareiningu um niðurstöðuna.
8. gr.
1. Í viðaukanum komi fram rökstuðningur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir sem varð til þess að þeir einstaklingar og rekstrareiningar sem eru á listanum voru færðir á hann.
2. Í viðaukanum skulu og koma fram upplýsingar, þar sem þær liggja fyrir, sem öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir láta í té og nauðsynlegar eru til þess að bera kennsl á hlutaðeigandi einstaklinga eða rekstrareiningar. Að því er einstaklinga varðar geta þessar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, þjóðerni, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er varðar rekstrareiningar geta þessar upplýsingar verið, m.a. nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð. Í viðaukanum skal einnig koma fram hvaða dag öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreindi viðkomandi.
9. gr.
Endurskoða ber ákvörðun þessa, breyta henni eða fella hana úr gildi, eftir því sem við á, samkvæmt viðeigandi ákvörðunum öryggisráðs SÞ.
10. gr.
Sameiginleg afstaða 2008/369/SSUÖ er hér með felld úr gildi.
11. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi þann dag sem hún er samþykkt.
Gjört í Brussel 20. desember 2010.
Fyrir hönd ráðsins,
J. SCHAUVLIEGE
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 127, 15.5.2008, bls. 84.
(2) Stjtíð. ESB L 152, 15.6.2005, bls. 1.
(3) Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1.
(4) Stjtíð. ESB L 335, 13.12.2008, bls. 99.
VIÐAUKI
Sjá nú viðauka við framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2015/614, sbr. fylgiskjal 9 við reglugerð þessa.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2012/811/SSUÖ
frá 20. desember 2012
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn
Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1) um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2078 (2012) frá 28. nóvember 2012 var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir sem settar eru fram í 9. og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ 1807 (2008) skulu taka til.
3) Með ályktun öryggisráðs SÞ 2078 (2012) var einnig bætt við frekari undanþágu frá þeim aðgerðum sem settar voru fram í 9. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ 1807 (2008).
4) Hinn 12. og 30. nóvember 2012 bætti framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir, sem var sett á stofn samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ 1533 (2004), fleiri einstaklingum á listann yfir einstaklinga og rekstrareiningar sem þvingunaraðgerðir taka til.
5) Breyta ber ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það,
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á ákvörðun 2010/788/SSUÖ:
1) Í stað 3. gr. komi eftirfarandi:
„3. gr.
Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn eftirtöldum einstaklingum og, eftir því sem við á, rekstrareiningum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint:
— einstaklingum eða rekstrareiningum sem hafa brotið gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum er um getur í 1. gr.,
— pólítískum leiðtogum og herforingjum erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
— pólítískum leiðtogum og herforingjum kongóskra hersveita óbreyttra borgara, sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þ.e. leiðtogum og herforingjum sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
— pólítískum leiðtogum og herforingjum sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og taka börn í þjónustu sína eða nota í vopnuðum átökum og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
— einstaklingum eða rekstrareiningum sem starfa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og gera sig seka um alvarleg brot, m.a. með því að beina aðgerðum sínum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, nefna má manndráp og lemstrun, kynferðislegt ofbeldi og nauðungarflutninga,
— einstaklingum eða rekstrareiningum sem hindra aðgang að eða dreifingu mannúðaraðstoðar í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó,
— einstaklingum eða rekstrareiningum sem styðja ólöglega, vopnaða hópa í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir, m.a. gull,
— einstaklingum eða rekstrareiningum sem starfa á vegum eða eftir fyrirmælum tilgreinds einstaklings eða rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðaum tilgreinds einstaklings,
— einstaklingum eða rekstrareiningum sem skipuleggja, hvetja til eða taka þátt í árásum á friðargæsluliða á vegum skipulagsverkefnis Sameinuðu þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (MONUSCO).
Viðkomandi einstaklingar og rekstrareiningar eru talin upp í viðaukanum.“
2) Eftirfarandi setning bætist við á eftir c-lið í 3. mgr. 4. gr.:
„eða þegar koma eða gegnumferð af því tagi er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram.“
2. gr.
Bæta skal þeim einstaklingum sem eru taldir upp í viðaukanum við ákvörðun þessa við listann yfir einstaklinga sem er settur fram í viðaukanum við ákvörðun 2010/788/SSUÖ.
3. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi þann dag sem hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 20. desember 2012.
Fyrir hönd ráðsins
E. FLOURENTZOU
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30.
VIÐAUKI
Aðilar sem um getur í 2. gr.
Sjá nú viðauka við framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2015/614, sbr. fylgiskjal 9 við reglugerð þessa.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2014/147/SSUÖ
frá 17. mars 2014
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1).
2) Hinn 30. janúar 2014 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (UNSC) ályktun nr. 2136 (2014) um Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Í þeirri ályktun er kveðið á um viðbótarundanþágu frá aðgerðum varðandi vopn og tengd hergögn og viðmiðunum vegna tilgreiningar breytt með tilliti til ferðatakmarkana og frystingar fjármuna, sem komið var á með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008) frá 31. mars. 2008.
3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
1) Eftirfarandi liður bætist við í 1. mgr. 2. gr.:
„d) afhendingu, sölu eða tilfærslu vopna og tengdra hergagna eða veitingu tengdrar fjárhagslegrar eða tæknilegrar aðstoðar eða þjálfunar sem er eingöngu ætluð til stuðnings eða notkunar fyrir svæðisbundna aðgerðasveit Afríkusambandsins.“
2) Í stað 3. gr. komi eftirfarandi:
„3. gr.
Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn eftirtöldum aðilum og, eftir því sem við á, rekstrareiningum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint:
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem hafa brotið gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum er um getur í 1. gr.,
– pólitískum leiðtogum og herforingjum erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
– pólitískum leiðtogum og herforingjum kongóskra hersveita óbreyttra borgara, þ.m.t. þeim sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem starfa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og taka börn í þjónustu sína eða nota þau í vopnuðum átökum og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem starfa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða taka þátt í aðgerðum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar, og árásir á skóla og sjúkrahús,
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó,
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem styðja vopnaða hópa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem starfa á vegum eða eftir fyrirmælum tilgreinds einstaklings eða rekstrareiningar, eða sem starfa á vegum eða eftir fyrirmælum rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds einstaklings eða rekstrareiningar,
– einstaklingum eða rekstrareiningum, sem skipuleggja, stjórna, styðja eða taka þátt í árásum á friðargæsluliða á vegum skipulagsverkefnis Sameinuðu þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (MONUSCO),
– einstaklingum eða rekstrareiningum sem veita tilgreindum einstaklingi eða rekstrareiningu fjárhagslegan, efnislegan eða tæknilegan stuðning, útvega honum vörur eða þjónustu, eða veita annan stuðning.
Viðkomandi aðilar og rekstrareiningar eru talin upp í viðaukanum.“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 17. mars 2014.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
C. ASHTON
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2015/620
frá 20. apríl 2015
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1).
2) Hinn 29. janúar 2015 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2198 (2015) um Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Í þeirri ályktun er kveðið á um tilteknar breytingar á tilgreiningarviðmiðunum að því er varðar ferðatakmarkanir og frystingu fjármuna sem komið var á með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1807 (2008).
3) Hinn 5. febrúar 2015 gaf nefnd öryggisráðsins, sem var stofnsett samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) um Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, út uppfærðan lista yfir einstaklinga og rekstrareiningar sem þvingunaraðgerðir taka til.
4) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda þessum breytingum í framkvæmd.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
1) Í stað a-liðar 1. mgr. 2. gr. komi eftirfarandi:
„a) afhendingu, sölu eða tilfærslu vopna og tengds herbúnaðar eða veitingu tæknilegrar aðstoðar, fjármagns, miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu sem tengist vopnum og tengdum herbúnaði og eingöngu eru ætluð sem stuðningur við, eða til notkunar fyrir, sendisveit Sameinuðu þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (MONUSCO),“
2) Í stað 3. gr. komi eftirfarandi:
„3. gr.
Beina skal þvingunaraðgerðum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn aðilum og rekstrareiningum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint fyrir að taka þátt í eða styðja aðgerðir sem ógna friði, stöðugleika og öryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Meðal slíkra aðgerða eru:
a) að brjóta gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum er um getur í 1. gr.,
b) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
c) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar kongóskra hersveita óbreyttra borgara, þ.m.t. þeirra sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
d) að taka börn í þjónustu sína eða nota í vopnuðum átökum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
e) að eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða taka þátt í aðgerðum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar, og árásir á skóla og sjúkrahús,
f) að hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
g) að styðja einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,
h) að starfa á vegum eða eftir fyrirmælum tilgreinds einstaklings eða rekstrareiningar, eða starfa á vegum eða eftir fyrirmælum rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds einstaklings eða rekstrareiningar,
i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCO eða starfsfólki SÞ,
j) að veita tilgreindum einstaklingi eða rekstrareiningu fjárhagslegan, efnislegan eða tæknilegan stuðning, útvega honum vörur eða þjónustu.
Viðkomandi aðilar og rekstrareiningar eru taldir upp í viðaukanum.“
2. gr.
Í stað viðaukans við ákvörðun 2010/788/EB komi textinn í viðaukanum við þessa ákvörðun.
3. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Lúxemborg 20. apríl 2015.
Fyrir hönd ráðsins,
F. MOGHERINI
forseti.
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
VIÐAUKI
„VIÐAUKI
Sjá nú viðauka við framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2015/614, sbr. fylgiskjal 9 við reglugerð þessa.“
REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) nr. 1183/2005
frá 18. júlí 2005
um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 60., 301. og 308. gr.,
með hliðsjón af sameiginlegri afstöðu 2005/440/SSUÖ frá 13. júní 2005 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (1),
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins (2),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Í ljósi áframhaldandi ólöglegs flæðis vopna innan og inn til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, í samræmi við ákvæði VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, samþykkt ályktun nr. 1596 (2005) frá 18. apríl 2005 sem, meðal annars, kveður á um fjárhagslegar þvingunaraðgerðir gegn aðilum sem hin lögbæra framkvæmdanefnd Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir hefur bent á að brjóti gegn vopnasölubanninu sem lagt er á Lýðstjórnarlýðveldið Kongó með ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1493 (2003) og 1596 (2005).
2) Í sameiginlegri afstöðu 2005/440/SSUÖ er m.a. kveðið á um framkvæmd fjárhagslegra þvingunaraðgerða gegn aðilum sem hin lögbæra framkvæmdanefnd Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir hefur bent á. Fyrrnefndar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans. Til þess að komast hjá röskun á samkeppni eru ráðstafanir Evrópubandalagsins því nauðsynlegar til þess að framkvæma áðurnefnt bann að því er Evrópubandalagið varðar. Að því er reglugerð þessa varðar skal líta svo á að yfirráðasvæði Evrópubandalagsins sé þau yfirráðasvæði aðildarríkjanna sem sáttmálinn tekur til samkvæmt þeim skilyrðum sem sáttmálinn mælir fyrir um.
3) Af hagkvæmnisástæðum skal framkvæmdastjórnin hafa umboð til þess að gera breytingar á viðaukunum við reglugerð þessa.
4) Reglugerð þessi öðlist gildi daginn sem hún er birt til þess að tryggja megi að þær aðgerðir sem hún kveður á um skili árangri.
5) Samkvæmt 60. og 301. gr. sáttmálans er ráðinu veitt umboð til þess að grípa, með vissum skilyrðum, til ráðstafana sem miða að því að gera hlé á eða draga úr greiðslum eða tilfærslu fjármagns og efnahagstengslum að því er þriðju lönd varðar. Þær aðgerðir sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari og einnig beinast gegn einstökum aðilum, sem hafa ekki bein tengsl við stjórnvöld í þriðja landi, eru nauðsynlegar til þess að ná þessu markmiði Evrópubandalagsins; ákvæði 308. gr. sáttmálans veita ráðinu umboð til þess að grípa til þess konar aðgerða, sé ekki kveðið á um önnur sérstök umboð í sáttmálanum,
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA
1. gr.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. „framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“ merkir nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem var komið á fót eftir ákvæðum 8. mgr. ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004),
2. „fjármunir“ merkir hvers konar fjáreignir og greiðslur, þ.m.t. en þó ekki eingöngu:
a) reiðufé, ávísanir, peningakröfur, víxla, póstávísanir og aðra greiðslugerninga,
b) inneignir hjá fjármálastofnunum eða öðrum rekstrareiningum, inneignir á reikningum, skuldir og fjárskuldbindingar,
c) verðbréf eða skuldaskjöl, sem verslað er með á almennum markaði og utan hans, þ.m.t. hlutabréf og eignarhlutir, skírteini fyrir verðbréfum, skuldabréf, skuldaviðurkenningar, ábyrgðir, óverðtryggð skuldabréf og afleiðusamningar,
d) vexti, arðgreiðslur eða aðrar tekjur eða verðmæti sem safnast upp vegna eigna eða myndast af eignum,
e) lánsviðskipti, rétt til skuldajöfnunar, tryggingar, fullnustuábyrgðir eða aðrar fjárskuldbindingar,
f) kreditbréf, farmbréf, reikninga,
g) skjöl sem færa sönnur á hlutdeild í sjóðum eða fjármunum,
h) aðra gerninga til fjármögnunar á útflutningi,
3. „frysting fjármuna“ merkir að koma í veg fyrir hvers konar flutning, yfirfærslu, breytingu, notkun á, aðgang að eða viðskipti með fjármuni á einhvern hátt sem myndi leiða til breytinga á umfangi þeirra, fjárhæð, staðsetningu, eignarrétti, eignarhaldi, eðli, áfangastað eða annarra breytinga sem gera notkun fjármuna mögulega, þ.m.t. stýring eignasafns,
4. „efnahagslegur auður“ merkir eignir af hvers kyns toga, hvort heldur efnislegar eða óefnislegar, lausafé eða fasteignir sem eru ekki fjármunir en unnt er að nota til að afla fjármuna, vöru eða þjónustu,
5. „frysting efnahagslegs auðs“ merkir að koma í veg fyrir hvers konar notkun hans í því skyni að afla fjármuna, vöru eða þjónustu, þ.m.t. en þó ekki eingöngu með sölu, leigu eða veðsetningu.
2. gr.
1. Frysta skal alla fjármuni og efnahagslegan auð, sem tilheyra, eru í eigu eða í vörslu einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana sem eru á lista I. viðauka.
2. Engir fjármunir eða efnahagslegur auður skal gerður aðgengilegur, beint eða óbeint, einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem eru á lista I. viðauka eða vera þeim til hagsbóta.
3. Þátttaka, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi, sem miðar beint eða óbeint að því að sniðganga þær aðgerðir er um getur í 1. og 2. mgr. er bönnuð.
3. gr.
1. Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum, sbr. lista í II. viðauka, heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa ákvarðað að viðkomandi fjármunirnir eða efnahagslegur auður sé:
a) nauðsynlegar vegna grunnútgjalda, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja- og læknismeðferðar, skattheimtu, vátryggingariðgjalda og gjalda til opinberra þjónustustofnana,
b) einungis til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs,
að því tilskildu að viðkomandi aðildarríki hafi tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir um það og að framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hafi ekki hreyft andmælum innan fjögurra virkra daga frá því að fyrrnefnd tilkynning var send.
2. Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. geta lögbær stjórnvöld viðkomandi aðildarríkis, sbr. lista í II. viðauka, heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, að tekinni ákvörðun um að hinir frystu fjármunir eða efnahagslegi auður sé nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að því tilskildu að aðildarríkið hafi tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir um þá ákvörðun og að nefndin hafi samþykkt ákvörðunina.
4. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. mega lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum, sbr. lista í II. viðauka, heimila að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) fyrrnefndir fjármunirnir eða efnahagslegur auður sé andlag dóms-, stjórnsýslu- eða gerðardómsveðs sem stofnaðist fyrir 18. apríl 2005 eða andlag dómsuppkvaðningar eða úrskurðar stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms fyrir þann dag,
b) fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði einungis notaður til að fullnægja kröfum, sem tryggðar eru með fyrrnefndu veði, eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt fyrrnefndum dómi eða úrskurði, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila sem eiga slíkar kröfur kveða á um,
c) fyrrnefnt veð, dómsuppkvaðning eða úrskurður sé ekki í þágu aðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á lista í I. viðauka,
d) viðurkenning veðsins eða dómsins eða úrskurðarins stríði ekki gegn meginreglum réttarfars í viðkomandi aðildarríki.
e) aðildarríkið hafi tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir um veðið, dómsuppkvaðninguna eða úrskurðinn.
5. gr.
1. Ákvæði 2. mgr. 2. gr. gildir ekki um innlögn eftirtalinna fjármuna á frysta reikninga:
a) vaxta eða annarra tekna af fyrrnefndum reikningum eða
b) greiðslna sem ber að inna af hendi samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem var gengið frá eða stofnuðust fyrir þann dag þegar fyrrnefndir reikningar urðu viðfang reglugerðar þessarar,
að því tilskildu að allir vextir, aðrar tekjur og greiðslur af því tagi séu fryst skv. 1. mgr. 2. gr.
2. Ákvæði 2. mgr. 2. gr. koma ekki í veg fyrir að fjármála- eða lánastofnanir, sem taka við fjármunum sem þriðju aðilar yfirfæra inn á reikning aðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á lista í I. viðauka, færi þá sem tekjur inn á frysta reikninga, að því tilskildu að það viðbótarfé sem þannig er innfært á fyrrnefnda reikninga verði einnig fryst. Hlutaðeigandi fjármála- eða lánastofnanir skulu tilkynna viðkomandi lögbærum stjórnvöldum um þess háttar viðskipti án tafar.
6. gr.
1. Einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir skulu, samanber þó gildandi reglur um skýrslugjöf, trúnað og þagnarskyldu og ákvæði 284. gr. sáttmálans:
a) veita lögbærum stjórnvöldum í aðildarríkjunum, sem eru á lista í II. viðauka, þar sem þau hafa heimilisfesti eða eru staðsett, án tafar allar upplýsingar, sem myndu greiða fyrir því að unnt sé að fara að ákvæðum reglugerðar þessarar, t.d. upplýsingar um reikninga og fjárhæðir sem eru fryst skv. 2. gr., og senda framkvæmdastjórninni þessar upplýsingar, milliliðalaust eða fyrir atbeina fyrrnefndra lögbærra stjórnvalda,
b) vinna með lögbærum stjórnvöldum, sem eru á lista í II. viðauka, að því að sannreyna þessar upplýsingar.
2. Allar viðbótarupplýsingar, sem framkvæmdastjórnin veitir viðtöku með beinum hætti, skulu gerðar aðgengilegar lögbærum stjórnvöldum í hlutaðeigandi aðildarríki.
3. Allar upplýsingar, sem eru látnar í té eða veitt viðtaka skv. 1. og 2. mgr., eru eingöngu ætlaðar til notkunar í sama tilgangi og leiddi til þess að þær voru veittar eða þeim veitt viðtaka.
7. gr.
Að frysta fjármuni og efnahagslegan auð eða að synja um aðgang að fjármunum eða efnahagslegum auði, gert í góðri trú á þeirri forsendu að slík aðgerð sé í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar, skapar þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, sem annast framkvæmd slíkrar aðgerðar, eða stjórnendum eða starfsmönnum hans eða hennar ekki ábyrgð af neinu tagi, nema sannað þyki að fjármunirnir og hinn efnahagslegi auður hafi verið frystir eða synjað hafi verið um aðgang að þeim af gáleysi.
8. gr.
Framkvæmdastjórnin og aðildarríki skulu, án tafar, miðla upplýsingum með gagnkvæmum hætti um þær ráðstafanir sem gripið er til samkvæmt reglugerð þessari og veita hvort öðru aðrar upplýsingar, sem máli skipta í tengslum við reglugerð þessa, einkum upplýsingar um brot á ákvæðum hennar og vandkvæði samfara framkvæmd hennar, ásamt upplýsingum um dómsniðurstöður innlendra dómstóla.
9. gr.
1. Framkvæmdastjórnin skal hafa umboð til þess:
a) breyta I. viðauka á grundvelli ákvarðana framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir og
b) breyta II. viðauka á grundvelli upplýsinga sem aðildarríkin láta í té.
2. Framkvæmdastjórnin skal, samanber þó réttindi og skyldur aðildarríkjanna samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðhalda öllum nauðsynlegum tengslum við framkvæmdanefndina um þvingunaraðgerðir til þess að framkvæmd reglugerðar þessarar verði árangursrík.
10. gr.
Aðildarríkin skulu setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þær komi til framkvæmda. Viðurlögin skulu vera skilvirk, meðalhófskennd og hafa varnaðaráhrif.
Aðildarríki skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þessar reglur strax eftir að reglugerð þessi öðlast gildi og tilkynna henni um allar breytingar sem kunna að verða gerðar síðar.
11. gr.
Reglugerð þessi gildir:
a) á yfirráðasvæði Evrópubandalagsins, þ.m.t. í loftrými þess,
b) um borð í loftförum eða skipum sem lögsaga aðildarríkis nær til,
c) um sérhvern aðila, innan eða utan yfirráðasvæðis Evrópubandalagsins, sem er ríkisborgari í aðildarríki,
d) um sérhvern lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem er skráð eða er löglega stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis,
e) um sérhvern lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem stundar viðskipti í Evrópubandalaginu.
12. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi þann dag sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 18. júlí 2005.
Fyrir hönd ráðsins
J. STRAW
forseti.
_________________________
(1) Stjtíð. ESB L 152, 15.6.2005, bls. 22.
(2) Áliti var skilað 23. júní 2005 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindunum ESB).
I. VIÐAUKI
Listi yfir einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir er um getur í 2. gr.
Sjá nú viðauka við framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2015/614, sbr. fylgiskjal 9 við reglugerð þessa.
II. VIÐAUKI
Listi yfir lögbær stjórnvöld er um getur í 3., 4., 5. og 6. gr.
Viðaukinn er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. reglugerðar þessarar.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1251/2012
frá 20. desember 2012
um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005
um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum
sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
1. Ákvæðum I. viðauka er breytt í samræmi við I. viðauka við reglugerð þessa.
2. Ákvæðum II. viðauka er breytt í samræmi við II. viðauka við reglugerð þessa.
(Efnisútdráttur).
I. VIÐAUKI
Sjá nú viðauka við framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2015/614, sbr. fylgiskjal 9 við reglugerð þessa.
II. VIÐAUKI
Viðaukinn er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. reglugerðar þessarar.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) nr. 521/2013
frá 6. júní 2013
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005
um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er að aðilum
sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu á sameiginlegri afstöðu 2008/369/SSUÖ (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 (2) er ráðstöfununum sem kveðið er á um í ákvörðun 2010/788/SSUÖ komið í framkvæmd. Í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2078 (2012) frá 28. nóvember 2012 var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ1807 (2008), skulu taka til.
3) Hinn 20. desember 2012 samþykkti ráðið ákvörðun 2012/811/SSUÖ (3) um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ 2078 (2012).
4) Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 skal einnig breytt til að mæla fyrir um aðferð við breytingu á listanum í I. viðauka við þá reglugerð. Með þeirri aðferð skal jafnframt gefa tilgreindum einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum ástæður fyrir færslu á lista til þess að gefa þeim tækifæri til að leggja fram athugasemdir. Komi fram athugasemdir eða séu traust, ný gögn lögð fram skal ráðið endurskoða ákvörðun sína í ljósi fyrrnefndra athugasemda og upplýsa hlutaðeigandi aðila, rekstrareiningu eða stofnun um niðurstöðuna.
5) Vald til að breyta listanum í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 skal vera í höndum ráðsins í ljósi þeirrar sérstöku ógnunar við frið og öryggi á alþjóðavettvangi á svæðinu, sem ástandið í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó skapar, og til þess að tryggja samræmi við gildandi aðferð við að breyta viðaukanum við ákvörðun 2010/788/SSUÖ.
6) Fyrrnefndar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er lagasetning á vettvangi Evrópusambandsins nauðsynleg til að koma þeim í framkvæmd, einkum til að tryggja að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
7) Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
1) Eftirfarandi grein bætist við:
„2. gr. a
1. Í I. viðauka skal tilgreina einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir, sem framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir eða öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa tilgreint sem:
a) einstaklinga eða rekstrareiningar, sem hafa brotið gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum, sem mælt er fyrir um í 1. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ og 2. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 889/2005 frá 13. júní 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (4),
b) pólitíska leiðtoga og herforingja erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
c) pólitíska leiðtoga og herforingja kongóskra hersveita óbreyttra borgara, sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þ.e. leiðtoga og herforingja sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
d) pólitíska leiðtoga og herforingja sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og taka börn í þjónustu sína eða nota í vopnuðum átökum og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
e) einstaklinga eða rekstrareiningar sem starfa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og gera sig seka um alvarleg brot, m.a. með því að beina aðgerðum sínum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, nefna má manndráp og lemstrun, kynferðislegt ofbeldi og nauðungarflutninga,
f) einstaklinga eða rekstrareiningar sem hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó,
g) einstaklinga eða rekstrareiningar sem styðja ólöglega vopnaða hópa í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir, m.a. gull,
h) einstaklinga eða rekstrareiningar sem starfa á vegum eða eftir fyrirmælum tilgreinds einstaklings eða rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds einstaklings,
i) einstaklinga eða rekstrareiningar, sem skipuleggja, styðja eða taka þátt í árásum á friðargæsluliða á vegum skipulagsverkefnis Sameinuðu þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (MONUSCO).
2. Í I. viðauka skal tilgreina ástæður þess að einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar eða stofnanir eru færð á lista, eins og öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir segir fyrir um.
3. Í I. viðauka komi einnig fram nauðsynlegar upplýsingar, ef þær liggja fyrir, til þess að unnt sé að bera kennsl á viðkomandi einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir, þ.e. þær upplýsingar sem öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir lætur í té. Að því er einstaklinga varðar geta þessar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur og -ár, fæðingarstaður, þjóðerni, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er varðar lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir geta þessar upplýsingar verið m.a. nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð. Í I. viðauka komi einnig fram hvaða dag öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreindi viðkomandi aðila.
2) Í stað 9. gr. komi eftirfarandi:
„9. gr.
1. Tilgreini öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun skal ráðið fella slíkan einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun inn í I. viðauka.
2. Ráðið skal tilkynna ákvörðun sína, m.a. ástæðu þess að viðkomandi er færður á lista, þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, er um getur í 1. mgr., annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
3. Ef athugasemdir eru gerðar eða traust, ný gögn lögð fram, skal ráðið endurskoða ákvörðun sína og upplýsa viðkomandi einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun um niðurstöðuna.
4. Ákveði öryggisráð SÞ eða framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir að taka einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun af lista eða breyta auðkennisgögnum um færslu einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar á lista skal ráðið gera viðeigandi breytingar á I. viðauka.
5. Framkvæmdastjórnin hefur umboð til að gera breytingar á II. viðauka á grundvelli upplýsinga sem aðildarríkin láta í té.“
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Lúxemborg 6. júní 2013.
Fyrir hönd ráðsins,
A. SHATTER
forseti.
____________________
(1) Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30.
(2) Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1.
(3) Stjtíð. ESB L 352, 21.12.2012, bls. 50.
(4) Stjtíð. ESB L 152, 15.6.2005, bls. 1.“
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) nr. 271/2014
frá 17. mars 2014
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu á sameiginlegri afstöðu 2008/369/SSUÖ (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 (2) koma til framkvæmda aðgerðir sem kveðið er á um í ákvörðun 2010/788/SSUÖ. Í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 eru taldir upp þeir einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir sem frysting fjármuna og efnahagslegs auðs nær til samkvæmt þeirri reglugerð.
2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2136 (2014) frá 30. janúar 2014 var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar aðila og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008) frá 31. mars 2008, skulu taka til.
3) Sú aðgerð fellur undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er lagasetning á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til framfylgja henni, einkum til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti henni með samræmdum hætti.
4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í stað 2. gr. a í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 komi eftirfarandi:
„1. Inn í I. viðauka skal fella einstaklinga, lögaðila, rekstraraðila eða stofnanir, sem eru tilgreind af framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir eða öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem:
a) aðila eða rekstrareiningar, sem brjóta gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum, sem mælt er fyrir um í 1. gr. ákvörðunar ráðsins 2010/788/SSUÖ (3) og 2. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 889/2005 (4),
b) pólitíska leiðtoga og herforingja erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
c) pólitíska leiðtoga og herforingja kongóskra hersveita óbreyttra borgara, þ.m.t. þá sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
d) aðila eða rekstrareiningar sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og taka börn í þjónustu sína eða nota þau í vopnuðum átökum og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
e) aðila eða rekstrareiningar sem starfa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða taka þátt í aðgerðum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, nefna má manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutninga, og árásir á skóla og sjúkrahús,
f) aðila eða rekstrareiningar sem hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
g) aðila eða rekstrareiningar sem styðja vopnaða hópa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir, m.a. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,
h) aðila eða rekstrareiningar sem starfa á vegum eða eftir fyrirmælum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar, eða sem starfa á vegum eða eftir fyrirmælum rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar,
i) aðila eða rekstrareiningar, sem skipuleggja, stjórna, styðja eða taka þátt í árásum á friðargæsluliða á vegum skipulagsverkefnis Sameinuðu þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (MONUSCO),
j) aðila eða rekstrareiningar sem veita tilgreindum aðila eða rekstrareiningu fjárhagslegan, efnislegan eða tæknilegan stuðning, útvega honum vörur eða þjónustu, eða veita annan stuðning.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 17. mars 2014.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
C. ASHTON
(1) Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (Stjtíð ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
(3) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
(4) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 889/2005 frá 13. júní 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1727/2003 (Stjtíð. ESB L 152, 15.6.2005, bls. 1).“
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2015/614
frá 20. apríl 2015
um framkvæmd 4. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005
um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum
sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Í stað I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 kemur viðaukinn við reglugerð þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
„I. VIÐAUKI
a) List of persons.
1. Eric BADEGE
Date of Birth: 1971.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 31 December 2012.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
According to the November 15, 2012, final report by the Group of Experts on the Democratic Republic of the Congo, “… Lt. Col. Eric Badege had become the focal point of M23 in Masisi and commanded joint operations …” with another military leader. Additionally, “a series of coordinated attacks carried out in August [2012] by Lt. Col. Badege … enabled M23 to destabilize a considerable part of Masisi territory.” According to former combatants, Lt Col. Badege … acted under the orders of Col. Makenga when he orchestrated the attacks. As a military commander of M23, Badege is responsible for serious violations involving the targeting of children or women in situations of armed conflict. According to the November 2012 Group of Experts report, there have been several major incidents of indiscriminate killings of civilians, including women and children. Since May 2012 Raia Mutomboki, under the command of M23, have killed hundreds of civilians in a series of coordinated attacks. In August, Badege carried out joint attacks which involved the indiscriminate killing of civilians. The November Group of Experts report states that these attacks were jointly orchestrated by Badege and Colonel Makoma Semivumbi Jacques.
According to the Group of Experts Report, local leaders from Masisi stated that Badege commanded these Raia Mutomboki attacks on the ground. According to a July 28, 2012, Radio Okapi article, “the administrator of Masisi announced this Saturday, July 28th, the defection of the commander of the 2nd Battalion of the 410th Regiment FARDC base Nyabiondo, about thirty kilometers northwest of Goma in North Kivu. According to him, Colonel Eric Badege and more than a hundred soldiers headed Friday to Rubaya, 80 kilometers north of Nabiondo. This information has been confirmed by several sources.” According to a November 23, 2012 BBC article, M23 was formed when former members of the CNDP who had been integrated into the FARDC began to protest against bad conditions and pay, and lack of full implementation of the March 23, 2009 peace deal between the CNDP and the DRC that led to the CNDP's integration into the FARDC. M23 has been engaged in active military operations in order to take control of territory in eastern DRC, according to the November 2012 IPIS report. M23 and FARDC fought over control of several towns and villages in eastern DRC on July 24 and July 25, 2012; M23 attacked the FARDC in Rumangabo on July 26, 2012; M23 drove FARDC from Kibumba on November 17, 2012; and M23 took control of Goma on November 20, 2012. According to the November 2012 Group of Experts report, several ex-M23 combatants claim that M23 leaders summarily executed dozens of children who attempted to escape after being recruited as M23 child soldiers. According to a September 11, 2012 report by Human Rights Watch (HRW), a Rwandan man, 18, who escaped after being forcibly recruited in Rwanda told HRW that he witnessed the execution of a 16-year old boy from his M23 unit who had tried to flee in June. The boy was captured and beaten to death by M23 fighters in front of the other recruits.
An M23 commander who ordered his killing then allegedly told the other recruits “[h]e wanted to abandon us,” as an explanation for why the boy had been killed. The report also states that witnesses claimed that at least 33 new recruits and other M23 fighters were summarily executed when they attempted to flee. Some were tied up and shot in front of other recruits as an example of the punishment they could receive. One young recruit told HRW, “[w]hen we were with M23, they said [we had a choice] and could stay with them or we could die. Lots of people tried to escape. Some were found and then that was immediately their death.”.
2. Frank Kakolele BWAMBALE
Designation: FARDC General.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other Information: Left the CNDP in January 2008. As of June 2011, resides in Kinshasa. Since 2010, Kakolele has been involved in activities apparently on behalf of the DRC government's Programme de Stabilisation et Reconstruction des Zones Sortant des Conflits Armés (STAREC), including participation in a STAREC mission to Goma and Beni in March 2011. DRC authorities arrested him in December 2013 in Beni, North Kivu Province, for allegedly blocking the DDR process.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Former RCD-ML leader, exercising influence over policies and maintaining command and control over the activities of RCD-ML forces, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), responsible for trafficking of arms, in violation of the arms embargo. FARDC General, without posting as of June 2011. Left the CNDP in January 2008. As of June 2011, resides in Kinshasa. Since 2010, Kakolele has been involved in activities apparently on behalf of the DRC government's Programme de Stabilisation et Reconstruction des Zones Sortant des Conflits Armés (STAREC), including participation in a STAREC mission to Goma and Beni in March 2011.
3. Gaston IYAMUREMYE
Designation: a) FDLR President, b) 2nd Vice-President of FDLR-FOCA.
Address: As of December 2014 based in North Kivu Province.
Date of Birth: 1948.
Place of Birth: a) Musanze District, Northern Province, Rwanda, b) Ruhengeri, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 1 December 2010.
Other information: Brigadier General.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
According to multiple sources, including the UNSC DRC Sanctions Committee's Group of Experts, Gaston Iyamuremye is the second vice president of the FDLR and is considered a core member of the FDLR military and political leadership. Gaston Iyamuremye also ran the office of Ignace Murwanashyaka (President of the FDLR) in Kibua, DRC until December 2009. FDLR President and 2nd Vice-President of FDLR-FOCA As of June 2011, based at Kalonge, North Kivu Province.
4. Innocent KAINA
Place of Birth: Bunagana, Rutshuru territory, DRC.
Date of UN designation: 30 November 2012.
Other information: In Rwanda as of late 2014.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Innocent Kaina is currently a Sector commander in the Mouvement du 23 Mars (M23). He is responsible for and has committed serious violations of international law and human rights. In July 2007 the Garrison Military Tribunal of Kinshasa found Kaina responsible for crime against humanity committed in the District of Ituri, between May 2003 and December 2005. He was released in 2009 as part of the peace agreement between the Congolese government and the CNDP. Within the FARDC in 2009, he has been guilty of executions, abductions and maiming in Masisi territory. As Commander under the orders of General Ntaganda, he initiated the ex-CNDP mutiny in Rutshuru territory in April 2012. He ensured the security of the mutineers out of Masisi. Between May and August 2012, he oversaw the recruitment and training of over 150 children for the M23 rebellion, shooting the boys who had tried to escape. In July 2012 he travelled to Berunda and Degho for mobilization and recruitment activities for the M23.
5. Jérôme KAKWAVU BUKANDE
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Given the rank of General in the FARDC in December 2004. As of June 2011, detained in Makala Prison in Kinshasa. As of 25 March 2011, the High Military Court in Kinshasa opened a trial against Kakwavu for war crimes. In November 2014, convicted by a DRC military court to ten years in prison for rape, murder, and torture.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Former President of UCD/FAPC. FAPC's control of illegal border posts between Uganda and the DRC — a key transit route for arms flows. As President of the FAPC, he exercised influence over policies and command and control over the activities of FAPC forces, which were involved in arms trafficking and, consequently, in violations of the arms embargo. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for recruitment and use of children in Ituri in 2002. One of five senior FARDC officers who had been accused of serious crimes involving sexual violence and whose cases the Security Council had brought to the Government's attention during its visit in 2009. Given the rank of General in the FARDC in December 2004. As of June 2011, detained in Makala Prison in Kinshasa. On 25 March 2011, the High Military Court in Kinshasa opened a trial against Kakwavu for war crimes.
6. Germain KATANGA
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Appointed General in the FARDC in December 2004. Handed over by the Government of the DRC to the International Criminal Court on 18 October 2007. Convicted in May 2014 by the ICC to 12 years in prison for war crimes and crimes against humanity. Currently in prison in the Netherlands.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
FRPI chief. Involved in weapons transfers, in violation of the arms embargo. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for recruitment and use of children in Ituri from 2002 to 2003. Appointed General in the FARDC in December 2004. Handed over by the Government of the DRC to the International Criminal Court on 18 October 2007. His trial began in November 2009.
7. Thomas LUBANGA
Place of Birth: Ituri, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Arrested in Kinshasa in March 2005 for UPC/L involvement in human rights abuses violations. Transferred to the ICC on 17 March 2006. Convicted by the ICC in March 2012 and sentenced to 14 years in prison. On 1 December 2014, ICC appeals judges upheld Lubanga's conviction and sentence. Currently in prison in the Netherlands.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
President of the UPC/L, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), involved in the trafficking of arms, in violation of the arms embargo. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for recruitment and use of children in Ituri from 2002 to 2003. Arrested in Kinshasa in March 2005 for UPC/L involvement in human rights abuses violations. Transferred to the ICC by the DRC authorities on 17 March 2006. His trial began in January 2009 and is due to close in 2011. Convicted by the ICC in March 2012 and sentenced to 14 years in prison. Has appealed the court's ruling.
8. Sultani MAKENGA
Date of Birth: 25 December 1973.
Place of Birth: Rutshuru, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 13 November 2012.
Other information: A military leader of the Mouvement du 23 Mars (M23) group operating in the Democratic Republic of the Congo. In Uganda as of late 2014.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Sultani Makenga is a military leader of the Mouvement du 23 Mars (M23) group operating in the Democratic Republic of the Congo (DRC). As a leader of M23 (also known as the Congolese Revolutionary Army), Sultani Makenga has committed and is responsible for serious violations of international law involving the targeting of women and children in situations of armed conflict, including killing and maiming, sexual violence, abduction, and forced displacement. He has also been responsible for violations of international law related to M23's actions in recruiting or using children in armed conflict in the DRC. Under the command of Sultani Makenga, M23 has carried out extensive atrocities against the civilian population of the DRC. According to testimonies and reports, the militants operating under the command of Sultani Makenga have conducted rapes throughout Rutshuru territory against women and children, some of whom have been as young as 8 years old, as part of a policy to consolidate control in Rutshuru territory. Under Makenga's command, M23 has conducted extensive forced recruitment campaigns of children in the DRC and in the region, as well as killing, maiming, and injuring scores of children. Many of the forced child recruits have been under the age of 15. Makenga has also been reported to be the recipient of arms and related materiel in violation of measures taken by the DRC to implement the arms embargo, including domestic ordinances on the importing and possession of arms and related materiel. Makenga's actions as the leader of M23 have included serious violations of international law and atrocities against the civilian population of the DRC, and have aggravated the conditions of insecurity, displacement, and conflict in the region. A military leader of the Mouvement du 23 Mars (M23) group operating in the Democratic Republic of the Congo.
9. Khawa Panga MANDRO
Date of Birth: 20 August 1973.
Place of Birth: Bunia, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Placed in prison in Bunia in April 2005 for sabotage of the Ituri peace process. Arrested by Congolese authorities in October 2005, acquitted by the Court of Appeal in Kisangani, subsequently transferred to the judicial authorities in Kinshasa on new charges of crimes against humanity, war crimes, murder, aggravated assault and battery. In August 2014, a DRC military court in Kisangani convicted him of war crimes and crimes against humanity, sentenced him to nine years in prison, and ordered him to pay approximately USD 85 000 to his victims.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Ex-President of PUSIC, one of the armed groups and militia referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003) involved in arms trafficking, in violation of the arms embargo. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for recruitment and use of children from 2001 to 2002. Placed in prison in Bunia in April 2005 for sabotage of the Ituri peace process. Arrested by Congolese authorities in October 2005, acquitted by the Court of Appeal in Kisangani, subsequently transferred to the judicial authorities in Kinshasa on new charges of crimes against humanity, war crimes, murder, aggravated assault and battery. As of June 2011 detained at Makala Central Prison, Kinshasa.
10. Callixte MBARUSHIMANA
Date of Birth: 24 July 1963.
Place of Birth: Ndusu/Ruhengeri, Northern Province, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 3 March 2009.
Other information: Arrested in Paris on 3 October 2010 under ICC warrant for war crimes and crimes against humanity committed by FDLR troops in the Kivus in 2009 and transferred to The Hague on 25 January 2011, but released by the ICC in late 2011.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Executive Secretary of the FDLR and Vice-President of the FDLR military high command until his arrest. Political/Military leader of a foreign armed group operating in the Democratic Republic of the Congo, impeding the disarmament and the voluntary repatriation and resettlement of combatants, per Security Council resolution 1857 (2008) OP 4 (b). Arrested in Paris on 3 October 2010 under ICC warrant for war crimes and crimes against humanity committed by FDLR troops in the Kivus in 2009 and transferred to The Hague on 25 January 2011.
11. Iruta Douglas MPAMO
Address: Gisenyi, Rwanda (As of June 2011).
Date of Birth: a) 28 December 1965, b) 29 December 1965.
Place of Birth: a) Bashali, Masisi, DRC, b) Goma, DRC, c) Uvira, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: No known occupation since two of the planes managed by Great Lakes Business Company (GLBC) crashed.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Owner/Manager of the Compagnie Aérienne des Grands Lacs and of Great Lakes Business Company, whose aircraft were used to provide assistance to armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003). Also responsible for disguising information on flights and cargo apparently to allow for the violation of the arms embargo. No known occupation since two of the planes managed by Great Lakes Business Company (GLBC) crashed.
12. Sylvestre MUDACUMURA
Address: Kikoma forest, near Bogoyi, Walikale, North Kivu, DRC (As of June 2011).
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Military commander of FDLR-FOCA, also political 1st Vice-President and head of FOCA High Command, thus combining overall military and political command functions since the arrests of FDLR leaders in Europe. As of 2014, based at the FDLR's headquarters in Nganga, North Kivu.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
FDLR commander, exercising influence over policies, and maintaining command and control over the activities of FDLR forces, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), involved in trafficking of arms, in violation of the arms embargo. Mudacumura (or staff) was in telephone communication with FDLR leader Murwanashyaka in Germany, including at the time of the Busurungi Massacre May 2009, and military commander Major Guillaume during Umoja Wetu and Kimia II operations in 2009. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for 27 cases of recruitment and use of children by troops under his command in North Kivu from 2002 to 2007. Military commander of FDLR-FOCA, also political 1st Vice-President and head of FOCA High Command, thus combining overall military and political command functions since the arrests of FDLR leaders in Europe.
13. Leodomir MUGARAGU
Address: FDLR HQ at Kikoma forest, Bogoyi, Walikale, North Kivu, DRC (As of June 2011).
Date of Birth: a) 1954 b) 1953.
Place of Birth: a) Kigali, Rwanda b) Rushashi, Northern Province, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 1 December 2010.
Other information: FDLR-FOCA Chief of Staff, in charge of administration.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
According to open-source and official reporting, Leodomir Mugaragu is the Chief of Staff of the Forces Combattantes Abucunguzi/Combatant Force for the Liberation of Rwanda (FOCA), the FDLR's armed wing. According to official reporting Mugaragu is a senior planner for FDLR's military operations in the eastern DRC. FDLR-FOCA Chief of Staff, in charge of administration.
14. Leopold MUJYAMBERE
Address: Nyakaleke (south-east of Mwenga), South Kivu, DRC.
Date of Birth: a) 17 March 1962, b) Approximately 1966.
Place of Birth: Kigali, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 3 March 2009.
Other information: As of late 2014, acting deputy commander of FDLR/FOCA, based in Nganga, North Kivu.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Commander of the Second Division of FOCA/the Reserve Brigades (an FDLR armed branch). Military leader of a foreign armed group operating in the Democratic Republic of the Congo, impeding the disarmament and the voluntary repatriation and resettlement of combatants, in violation of Security Council resolution 1857 (2008) OP 4 (b). In evidence collated by the UNSC DRC Sanctions Committee Group of Experts, detailed in its report of 13 February 2008, girls recovered from FDLR-FOCA had previously been abducted and sexually abused. Since mid-2007, FDLR-FOCA, which previously recruited boys in their mid to late teens, has been forcefully recruiting youth from the age of 10 years. The youngest are then used as escorts, and older children are deployed as soldiers on the frontline, in violation of Security Council resolution 1857 (2008) OP4 (d) and (e). As of June 2011, Commander of the South Kivu operational sector now called “Amazon” of FDLR-FOCA.
15. Jamil MUKULU
Designation: a) Head of the Allied Democratic Forces (ADF), b) Commander, Allied Democratic Forces.
Date of Birth: a) 1965, b) 1 January 1964.
Place of Birth: Ntoke Village, Ntenjeru Sub County, Kayunga District, Uganda.
Nationality: Ugandan.
Date of UN designation: 12 October 2011.
Other information: Whereabouts unknown as of late 2014; however, he is believed to be in North Kivu, DRC.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
According to open-source and official reporting, including the UNSC DRC Sanctions Committee's Group of Experts' reports, Mr. Jamil Mukulu is the military leader of the Allied Democratic Forces (ADF), a foreign armed group operating in the DRC that impedes the disarmament and voluntary repatriation or resettlement of ADF combatants, as described in paragraph 4 (b) of resolution 1857 (2008). The UNSC DRC Sanction Committee's Group of Experts has reported that Mukulu has provided leadership and material support to the ADF, an armed group operating in the territory of the DRC. According to multiple sources including the UNSC DRC Sanctions Committee's Group of Experts' reports, Jamil Mukulu has also continued to exercise influence over the policies, provided financing, and maintained direct command and control over the activities of, ADF forces in the field, including overseeing links with international terrorist networks.
16. Ignace MURWANASHYAKA
Title: Dr.
Date of Birth: 14 May 1963.
Place of Birth: a) Butera, Rwanda, b) Ngoma, Butare, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Arrested by German authorities on 17 November 2009. Replaced by Gaston Iamuremye, alias“Rumuli” as President of FDLR-FOCA. Murwanashyaka's trial for war crimes and crimes against humanity committed by FDLR troops in DRC in 2008 and 2009 began on 4 May 2011 in a German court.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
President of the FDLR, and supreme commander of the FDLR armed forces exercising influence over policies, and maintaining command and control over the activities of FDLR forces, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), involved in trafficking of arms, in violation of the arms embargo. In telephone communication with FDLR military field commanders (including during the Busurungi May 2009 massacre); gave military orders to the high command; involved in coordinating the transfer of arms and ammunition to FDLR units and relaying specific instructions for use; managing large sums of money raised through illicit sale of natural resources in areas of FDLR control. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he held command responsibility as President and military commander of FDLR for recruitment and use of children by the FDLR in Eastern Congo. Arrested by German authorities on 17 November 2009. Replaced by Gaston Iamuremye, alias“Rumuli” as President of FDLR-FOCA. Murwanashyaka's trial for war crimes and crimes against humanity committed by FDLR troops in DRC in 2008 and 2009 began on 4 May 2011 in a German court.
17. Straton MUSONI
Date of Birth: a) 6 April 1961, b) 4 June 1961.
Place of Birth: Mugambazi, Kigali, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 29 March 2007.
Other information: Arrested by German authorities on 17 November 2009. Musoni's trial for war crimes and crimes against humanity committed by FDLR troops in DRC in 2008 and 2009 began on 4 May 2011 in a German court. Replaced as 1st Vice-President of the FDLR by Sylvestre Mudacumura.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Through his leadership of the FDLR, a foreign armed group operating in the DRC, Musoni was impeding the disarmament and voluntary repatriation or resettlement of combatants belonging to those groups, in breach of resolution 1649 (2005). Arrested by German authorities on 17 November 2009. Musoni's trial for war crimes and crimes against humanity committed by FDLR troops in DRC in 2008 and 2009 began on 4 May 2011 in a German court. Replaced as 1st Vice-President of the FDLR by Sylvestre Mudacumura.
18. Jules MUTEBUTSI
Date of Birth: 1964.
Place of Birth: Minembwe, South Kivu, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Former FARDC Deputy Military Regional Commander of 10th Military Region in April 2004, dismissed for indiscipline. In December 2007, he was arrested by Rwandan authorities when he tried to cross the border into the DRC. He has lived since in semi-liberty in Kigali (not authorized to leave the country).
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Joined forces with other renegade elements of former RCD-G to take town of Bukavu in May 2004 by force. Implicated in the receipt of weapons outside of FARDC structures and provision of supplies to armed groups and militia mentioned in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), in violation of the arms embargo. Former FARDC Deputy Military Regional Commander of 10th Military Region in April 2004, dismissed for indiscipline. In December 2007, he was arrested by Rwandan authorities when he tried to cross the border into the DRC. He has lived since in semi-liberty in Kigali (not authorized to leave the country).
19. Baudoin NGARUYE WA MYAMURO
Title: Military leader of the Mouvement du 23 Mars (M23).
Designation: Brigadier General.
Address: Rubavu/Mudende, Rwanda.
Date of Birth: a) 1 April 1978 b) 1978.
Place of Birth: a) Bibwe, DRC b) Lusamambo, Lubero territory, DRC.
Nationality: Congolese.
National identification no: FARDC ID 1-78-09-44621-80.
Date of UN designation: 30 November 2012.
Other information: Entered the Republic of Rwanda on 16 March 2013. As of late 2014, living in Ngoma camp, Rwanda.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
In April 2012, Ngaruye commanded the ex-CNDP mutiny, known as the Mouvement du 23 Mars (M23), under the orders of General Ntaganda. He is currently the third highest ranking military commander within the M23. The Group of experts on the DRC previously recommended him for designation in 2008 and 2009. He is responsible for and has committed severe violations of human rights and international law. He recruited and trained hundreds of children between 2008 and 2009 and then towards the end of 2010 for the M23. He has committed killing, maiming and abductions, often targeting women. He is responsible for executions and torture of deserters within the M23. In 2009 within the FARDC, he gave the orders to kill all men in Shalio village of Walikale. He also provided weapons, munitions and salaries in Masisi and Walikale under the direct orders from Ntaganda. In 2010 he orchestrated the forced displacement and expropriation of populations in the area of Lukopfu. He has also been extensively involved in criminal networks within the FARDC deriving profits from the mineral trade which led to tensions and violence with Colonel Innocent Zimurinda in 2011. Entered the Republic of Rwanda on 16.3.2013 at Gasizi/Rubavu.
20. Mathieu, Chui NGUDJOLO
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Arrested by MONUC in Bunia in October 2003. Surrendered by the Government of the DRC to the International Criminal Court on 7 February 2008. Acquitted of all charges by the ICC in December 2012. After being released from custody, was detained by Dutch authorities, and has filed a claim for asylum in the Netherlands. The Prosecution appealed the ICC's decision; hearings were held in October 2014 and a decision is pending as of December 2014.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
FNI Chief of Staff and former Chief of Staff of the FRPI, exercising influence over policies and maintaining command and control the activities of FRPI forces, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), responsible for trafficking of arms, in violation of the arms embargo. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for recruitment and use of children under 15 years old in Ituri in 2006. Arrested by MONUC in Bunia in October 2003. Surrendered by the Government of the DRC to the International Criminal Court on 7 February 2008. Acquitted of all charges by the ICC in December 2012. After being released from custody, was detained by Dutch authorities, and has filed a claim for asylum in the Netherlands.
21. Floribert Ngabu NJABU
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Under house arrest in Kinshasa since March 2005 for FNI involvement in human rights abuses. Transferred to The Hague on 27 March 2011 to testify in the ICC Germain Katanga and Mathieu Ngudjolo trials. Applied for asylum in the Netherlands in May 2011. In October 2012, a Dutch court denied his asylum claim. In July 2014, he was deported from the Netherlands to DRC, where he was placed under arrest.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
President of FNI, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), involved in the trafficking of arms, in violation of the arms embargo. Under house arrest in Kinshasa since March 2005 for FNI involvement in human rights abuses. Transferred to The Hague on 27 March 2011 to testify in the ICC Germain Katanga and Mathieu Ngudjolo trials. Applied for asylum in the Netherlands in May 2011. In October 2012, a Dutch court denied his asylum claim; the case is currently on appeal.
22. Laurent NKUNDA
Date of Birth: a) 6 February 1967 b) 2 February 1967.
Place of Birth: Rutshuru, North Kivu, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Former RCD-G General. Founder, National Congress for the People's Defense, 2006; Senior Officer, Rally for Congolese Democracy-Goma (RCD-G), 1998-2006; Officer Rwandan Patriotic Front (RPF), 1992-1998. Laurent Nkunda was arrested by Rwandan authorities in Rwanda in January 2009 and replaced as the commander of the CNDP. Since then, he has been under house arrest in Kigali, Rwanda. DRC Government's request to extradite Nkunda for crimes committed in eastern DRC has been refused by Rwanda. In 2010, Nkunda's appeal for illegal detention was rejected by Rwandan court in Gisenyi, ruling that the matter should be examined by a military court. Nkunda's lawyers appealed with the Rwandan Military Court.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Joined forces with other renegade elements of former RCD-G to take Bukavu in May 04 by force. In receipt of weapons outside of FARDC in violation of the arms embargo. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for 264 cases of recruitment and use of children by troops under his command in North Kivu from 2002 to 2009. Former RCD-G General. Founder, National Congress for the People's Defense, 2006; Senior Officer, Rally for Congolese Democracy-Goma (RCD-G), 1998-2006; Officer Rwandan Patriotic Front (RPF), 1992-1998. Laurent Nkunda was arrested by Rwandan authorities in Rwanda in January 2009 and replaced as the commander of the CNDP. Since then, he has been under house arrest in Kigali, Rwanda. DRC Government's request to extradite Nkunda for crimes committed in eastern DRC has been refused by Rwanda. In 2010, Nkunda's appeal for illegal detention was rejected by Rwandan court in Gisenyi, ruling that the matter should be examined by a military court. Nkunda's lawyers initiated a procedure with the Rwandan Military Court. Retains some influence over certain elements of the CNDP.
23. Felicien NSANZUBUKIRE
Designation: 1st battalion leader of the FDLR/FOCA, based in the Uvira-Sange area of South Kivu.
Address: Magunda, Mwenga territory, South Kivu, DRC (As of June 2011).
Date of Birth: 1967.
Place of Birth: a) Murama, Kigali, Rwanda, b) Rubungo, Kigali, Rwanda, c) Kinyinya, Kigali, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 1 December 2010.
Other information: A member of the FDLR since at least 1994 and operating in eastern DRC since October 1998.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Felicien Nsanzubukire supervised and coordinated the trafficking of ammunition and weapons between at least November 2008 and April 2009 from the United Republic of Tanzania, via Lake Tanganyika, to FDLR units based in the Uvira and Fizi areas of South Kivu. 1st battalion leader of the FDLR-FOCA, based in the Uvira-Sange area of South Kivu. A member of the FDLR since at least 1994 and operating in eastern DRC since October 1998.
24. Pacifique NTAWUNGUKA
Designation: Commander, Operational Sector North Kivu “SONOKI” of FDLR-FOCA.
Address: Matembe, North Kivu, DRC (As of June 2011).
Date of Birth: a) 1 January 1964, b) Approximately 1964.
Place of Birth: Gaseke, Gisenyi Province, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 3 March 2009.
Other information: Received military training in Egypt. As of late 2014, based in Tongo area, North Kivu.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Commander of the First Division of FOCA (FDLR armed wing). Military leader of a foreign armed group operating in the Democratic Republic of the Congo, impeding the disarmament and the voluntary repatriation and resettlement of combatants, in violation of Security Council resolution 1857 (2008) OP 4 (b). In evidence collated by the UNSC DRC Sanctions Committee Group of Experts, detailed in its report of 13 February 2008, girls recovered from FDLR-FOCA had previously been abducted and sexually abused. Since mid-2007, FDLR-FOCA, which previously recruited boys in their mid to late teens, has been forcefully recruiting youth from the age of 10 years. The youngest are then used as escorts, and older children are deployed as soldiers on the frontline, in violation of Security Council resolution 1857 (2008) OP4 (d) and (e). Received military training in Egypt.
25. James NYAKUNI
Nationality: Ugandan.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Trade partnership with Jérôme Kakwavu, particularly smuggling across the DRC/Uganda border, including suspected smuggling of weapons and military material in unchecked trucks. Violation of the arms embargo and provision of assistance to armed groups and militia referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), including financial support that allows them to operate militarily.
26. Stanislas NZEYIMANA
Designation: Deputy commander of the FDLR-FOCA.
Address: Mukobervwa, North Kivu, DRC (As of June 2011.).
Date of Birth: a) 1 January 1966 b) 28 August 1966 c) Approximately 1967.
Place of Birth: Mugusa, Butare, Rwanda.
Nationality: Rwandan.
Date of UN designation: 3 March 2009.
Other information: Disappeared while in Tanzania in early 2013. Whereabouts unknown as of late 2014.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Deputy Commander of the FOCA (an FDLR armed branch). Military leader of a foreign armed group operating in the Democratic Republic of the Congo, impeding the disarmament and the voluntary repatriation and resettlement of combatants, in violation of Security Council resolution 1857 (2008) OP 4 (b). In evidence collated by the UNSC DRC Sanctions Committee Group of Experts, detailed in its report of 13 February 2008, girls recovered from FDLR-FOCA had previously been abducted and sexually abused. Since mid-2007, FDLR-FOCA, which previously recruited boys in their mid to late teens, has been forcefully recruiting youth from the age of 10 years. The youngest are then used as escorts, and older children are deployed as soldiers on the frontline, in violation of Security Council resolution 1857 (2008) OP4 (d) and (e).
27. Dieudonné OZIA MAZIO
Date of Birth: 6 June 1949.
Place of Birth: Ariwara, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: While president of the Fédération des entreprises congolaises (FEC) in Aru territory, Dieudonné Ozia Mazio is believed to have died in Ariwara on 23 September 2008.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Financial schemes with Jerome Kakwavu and FAPC and smuggling across the DRC/Uganda border, allowing supplies and cash to be made available to Kakwavu and his troops. Violation of the arms embargo, including by providing assistance to armed groups and militia referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003). While president of the Fédération des entreprises congolaises (FEC) in Aru territory, Dieudonné Ozia Mazio is believed to have died in Ariwara on 23 September 2008.
28. Jean-Marie Lugerero RUNIGA
Designation: M23, President.
Address: Rubavu/Mudende, Rwanda.
Date of Birth: a) Approximately 1960, b) 9 September 1966.
Place of Birth: Bukavu, DRC.
Date of UN designation: 31 December 2012.
Other information: Entered the republic of Rwanda on 16 March 2013. As of late 2014, residing in Rwanda.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
A July 9, 2012 document signed by M23 leader Sultani Makenga named Runiga as the coordinator of the political wing of M23. According to the document, Runiga's appointment was prompted by the need to ensure the visibility of the M23 cause. Runiga is named as the “President” of the M23 in postings on the group's website. His leadership role is corroborated by the November 2012 Group of Experts report, which refers to Runiga as the “leader of the M23”. According to a December 13, 2012. Associated Press article, Runiga showed the Associated Press a list of demands that he said will be presented to the Congolese government. Included in the demands are the resignation of Kabila and the dissolution of the national assembly. Runiga indicated that if given the opportunity, M23 could retake Goma. “And at this time we will not retreat,” Runiga told the Associated Press. He also indicated that M23's political branch should resume its control of Goma as a precondition to negotiations. “I think our members who are in Kampala represent us. In due time I will be there, too. I am waiting for things to be organized and when Kabila will be there, I will go, too,” Runiga said. According to a November 26, 2012 Le Figaro article, Runiga met with DRC President Kabila on November 24, 2012 to begin discussions. Separately, in an interview with Le Figaro, Runiga stated, “M23 is composed primarily of former FARDC military members who defected to protest the non-respect of the March 23, 2009 accords.”.
He added, “M23's soldiers are deserters from the army who left with their arms in hand. Recently, we recovered a lot of equipment from a military base in Bunagana. For the moment, this allows us to regain territory each day and to repel all the attacks from the FARDC.Our revolution is Congolese, led by the Congolese, for the Congolese people.” According to a November 22, 2012 Reuters article, Runiga stated that M23 had the capacity to hang on to Goma after M23's forces were bolstered by mutinying Congolese soldiers from the FARDC: “Firstly we have a disciplined army, and also we have the FARDC soldiers who've joined us. They're our brothers, they'll be retrained and recycled then we'll work with them.” According to a November 27, 2012 article published in The Guardian, Runiga indicated that M23 would refuse to obey a call by regional leaders of the International Conference of the Great Lakes to leave Goma in order to pave the way for peace talks. Instead, Runiga stated that M23's withdrawal from Goma would be the result, not a precondition, of negotiation. According to the 15 November 2012 Final Report of the Group of Experts, Runiga led a delegation that travelled to Kampala, Uganda on July 29, 2012 and finalized the M23 movement's 21-point agenda ahead of anticipated negotiations at the International Conference on the Great Lakes Region. According to a November 23, 2012 BBC article, M23 was formed when former members of the CNDP who had been integrated into the FARDC began to protest against bad conditions and pay, and lack of full implementation of the March 23, 2009 peace deal between the CNDP and the DRC that led to the CNDP's integration into the FARDC.
M23 has been engaged in active military operations in order to take control of territory in eastern DRC, according to the November 2012 IPIS report. M23 and FARDC fought over control of several towns and villages in eastern DRC on July 24 and July 25, 2012; M23 attacked the FARDC in Rumangabo on July 26, 2012; M23 drove FARDC from Kibumba on November 17, 2012; and M23 took control of Goma on November 20, 2012. According to the November 2012 Group of Experts report, several ex-M23 combatants claim that M23 leaders summarily executed dozens of children who attempted to escape after being recruited as M23 child soldiers. According to a September 11, 2012 report by Human Rights Watch (HRW), a Rwandan man, 18, who escaped after being forcibly recruited in Rwanda told HRW that he witnessed the execution of a 16-year old boy from his M23 unit who had tried to flee in June. The boy was captured and beaten to death by M23 fighters in front of the other recruits. An M23 commander who ordered his killing then allegedly told the other recruits “[h]e wanted to abandon us,” as an explanation for why the boy had been killed. The report also states that witnesses claimed that at least 33 new recruits and other M23 fighters were summarily executed when they attempted to flee. Some were tied up and shot in front of other recruits as an example of the punishment they could receive. One young recruits told HRW, “[w]hen we were with M23, they said [we had a choice] and could stay with them or we could die. Lots of people tried to escape. Some were found and then that was immediately their death.” Entered the Republic of Rwanda on 16 March 2013, at Gasizi/Rubavu.
29. Ntabo Ntaberi SHEKA
Designation: Commander-in-Chief, Nduma Defence of Congo, Mayi Mayi Sheka group.
Date of Birth: 4 April 1976.
Place of Birth: Walikalele territory, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 28 November 2011.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Ntabo Ntaberi Sheka, Commander-in-Chief of the political branch of the Mayi Mayi Sheka, is the political leader of a Congolese armed group that impedes the disarmament, demobilization, or reintegration of combatants. The Mayi Mayi Sheka is a Congo-based militia group that operates from bases in Walikale territory in eastern Democratic Republic of the Congo. The Mayi Mayi Sheka group has carried out attacks on mines in eastern Democratic Republic of the Congo, including taking over the Bisiye mines and extorting from locals. Ntabo Ntaberi Sheka has also committed serious violations of international law involving the targeting of children. Ntabo Ntaberi Sheka planned and ordered a series of attacks in Walikale territory from 30 July to 2 August, 2010, to punish local populations accused of collaborating with Congolese Government forces. In the course of the attacks, children were raped and were abducted, subjected to forced labour and subjected to cruel, inhumane or degrading treatment. The Mayi Mayi Sheka militia group also forcibly recruits boys and holds children in their ranks from recruitment drives.
30. Bosco TAGANDA
Address: Goma, DRC (As of June 2011).
Date of Birth: Between 1973 and 1974.
Place of Birth: Bigogwe, Rwanda.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Born in Rwanda, he moved to Nyamitaba, Masisi territory, North Kivu, when he was a child. Nominated FARDC Brigadier-General by Presidential Decree on 11 December 2004, following Ituri peace agreements. Formerly Chief of Staff in CNDP and became CNDP military commander since the arrest of Laurent Nkunda in January 2009. Since January 2009, de facto Deputy Commander of consecutive anti-FDLR operations “Umoja Wetu”, “Kimia II”, and “Amani Leo” in North and South Kivu. Entered Rwanda in March 2013, and voluntarily surrender to ICC officials in Kigali on March 22. Transferred to the ICC in The Hague, Netherlands. On 9 June 2014, ICC confirmed 13 charges of war crimes and five charges of crimes against humanity against him; the trial is scheduled to start 2 June 2015.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
UPC/L military commander, exercising influence over policies and maintaining command and control over the activities of UPC/L, one of the armed groups and militias referred to in paragraph 20 of Res. 1493 (2003), involved in the trafficking of arms, in violation of the arms embargo. He was appointed General in the FARDC in December 2004 but refused to accept the promotion, therefore remaining outside of the FARDC. According to the Office of the SRSG on Children and Armed Conflict, he was responsible for recruitment and use of children in Ituri in 2002 and 2003, and 155 cases of direct and/or command responsibility for recruitment and use of children in North Kivu from 2002 to 2009. As CNDP Chief of Staff, had direct and command responsibility for the massacre at Kiwanja (November 2008). Born in Rwanda, he moved to Nyamitaba, Masisi territory, North Kivu, when he was a child. As of June 2011, he resides in Goma and owns large farms in Ngungu area, Masisi territory, North Kivu. Nominated FARDC Brigadier-General by Presidential Decree on 11 December 2004, following Ituri peace agreements. Formerly Chief of Staff in CNDP and became CNDP military commander since the arrest of Laurent Nkunda in January 2009. Since January 2009, de facto Deputy Commander of consecutive anti-FDLR operations “Umoja Wetu”, “Kimia II”, and “Amani Leo” in North and South Kivu. Entered Rwanda in March 2013, and voluntarily surrender to ICC officials in Kigali on March 22. Transferred to the ICC in The Hague, where he was read the charges against him in an initial appearance hearing on March 26.
31. Innocent ZIMURINDA
Designation: a) M23, Bde Comd,
Rank: Colonel, b) Colonel in the FARDC.
Address: Rubavu, Mudende.
Date of Birth: a) 1 September 1972, b) Approximately 1975, c) 16 March 1972.
Place of Birth: a) Ngungu, Masisi territory, North Kivu, DRC, b) Masisi, DRC.
Nationality: Congolese.
Date of UN designation: 1 December 2010.
Other information: Integrated in the FARDC in 2009 as a Lieutenant Colonel, brigade commander in FARDC Kimia II Ops, based in Ngungu area. In July 2009, Zimurinda was promoted to full Colonel and became FARDC Sector commander in Ngungu and subsequently in Kitchanga in FARDC Kimia II and Amani Leo Operations. Whereas Zimurinda did not appear in the 31 December 2010 DRC Presidential ordinance nominating high FARDC officers, Zimurinda de facto maintained his command position of FARDC 22nd sector in Kitchanga and wears the newly issued FARDC rank and uniform. In December 2010, recruitment activities carried out by elements under the command of Zimurinda were denounced in open source reports. Entered the Republic of Rwanda on 16 March 2013. As of late 2014, residing in Ngoma camp, Rwanda.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
According to multiple sources, Lt Col Innocent Zimurinda, in his capacity as one of the commanders of the FARDC 231st Brigade, gave orders that resulted in the massacre of over 100 Rwandan refugees, mostly women and children, during an April 2009 military operation in the Shalio area. The UNSC DRC Sanctions Committee's Group of Experts reported that Lt Col Innocent Zimurinda was witnessed first-hand refusing to release three children from his command in Kalehe, on August 29, 2009. According to multiple sources, Lt Col Innocent Zimurinda, prior to the CNDP's integration into FARDC, participated in a November 2008 CNDP operation that resulted in the massacre of 89 civilians, including women and children, in the region of Kiwanja.
In March 2010, 51 human rights groups working in eastern DRC alleged that Zimurinda was responsible for multiple human rights abuses involving the murder of numerous civilians, including women and children, between February 2007 and August 2007. Lt Col Innocent Zimurinda was accused in the same complaint of responsibility for the rape of a large number of women and girls. According to a May 21, 2010, statement by the Special Representative of the Secretary General for Children and Armed Conflict, Innocent Zimurinda has been involved in the arbitrary execution of child soldiers, including during operation Kimia II. According to the same statement, he denied access by the UN Mission in the DRC (MONUC) to screen troops for minors. According to the UNSC DRC Sanctions Committee's Group of Experts, Lt Col Zimurinda holds direct and command responsibility for child recruitment and for maintaining children within troops under his command. Integrated in the FARDC in 2009 as a Lieutenant Colonel, brigade commander in FARDC Kimia II Ops, based in Ngungu area. In July 2009, Zimurinda was promoted to full Colonel and became FARDC Sector commander in Ngungu and subsequently in Kitchanga in FARDC Kimia II and Amani Leo Operations. Whereas Zimurinda did not appear in the 31 December 2010 DRC Presidential ordinance nominating high FARDC officers, Zimurinda de facto maintained his command position of FARDC 22nd sector in Kitchanga and wears the newly issued FARDC rank and uniform. He remains loyal to Bosco Ntaganda. In December 2010, recruitment activities carried out by elements under the command of Zimurinda were denounced in open source reports. Entered the Republic of Rwanda on 16 March 2013. As of late 2014, residing in Ngoma camp, Rwanda.
b) List of entities referred to in Articles 2 and 2a.
1. ADF
Address: North Kivu Province, Democratic Republic of the Congo.
Date of UN designation: 30 June 2014.
Other Information: As of December 2014, ADF was split into several small groups. Jamil Mukulu leads one group, which contains several senior ADF leaders, and is in an unknown location, probably in North Kivu Province. Seka Baluku leads the other main group, which operates in the forest northeast of Beni town in North Kivu Province. ADF also has an extensive support network in DRC, Uganda, Rwanda, and possibly other countries.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
The Allied Democratic Forces (“ADF”) was created in 1995 and is located in the mountainous DRC-Uganda border area. According to the United Nations Group of Experts on the Democratic Republic of the Congo's (“GOE”) 2013 final report, citing Ugandan officials and UN sources, in 2013 the ADF had an estimated strength of 1 200 to 1 500 armed fighters located in north-east Beni Territory of North Kivu province, close to the border with Uganda. These same sources estimate ADF's total membership — including women and children — to be between 1 600 and 2 500. Due to offensive military operations by the Congolese Armed Forces (FARDC) and the UN Organization Stabilization Mission in the DRC (MONUSCO) conducted in 2013 and 2014, ADF has dispersed its fighters to numerous smaller bases, and moved women and children to areas west of Beni, and along the Ituri-North Kivu border. The ADF's military commander is Hood Lukwago and its supreme leader is the sanctioned individual Jamil Mukulu.
The ADF has committed serious violations of international law and UNSCR 2078 (2012), including as detailed below.
The ADF has recruited and used child soldiers in violation of applicable international law (UNSCR paragraph 4 (d))
The GOE's 2013 final report stated that the GOE interviewed three former ADF fighters who had escaped during 2013 and who described how ADF recruiters in Uganda lure people to the DRC with false promises of employment (for adults) and free education (for children) and then force them to join the ADF. Also according to the GOE's report, former ADF fighters told the GOE that the ADF's training groups typically include adult men and boys and two boys who escaped from the ADF in 2013 told the GOE that they had received military training from the ADF. The GOE report also includes an account of ADF's training by a “former ADF child soldier”.
According to the GOE's 2012 final report, the ADF recruits include children, as exemplified by the case of an ADF recruiter who was captured by Ugandan authorities in Kasese with six young boys on his way to the DRC in July 2012.
A specific example of the ADF's recruitment and use of children is seen in a 6 January 2009 letter from the former Africa Director for Human Rights Watch, Georgette Gagnon, to Uganda's former Minister of Justice, Kiddhu Makubuyu, stating that a boy named Bushobozi Irumba was abducted at 9 years of age by the ADF in 2000. He was required to provide transport and other services to ADF fighters.
In addition, “The Africa Report” cited allegations that the ADF is allegedly recruiting children as young as 10 years of age as child soldiers and cited a Uganda People's Defence Force (UPDF) spokesperson as stating that the UPDF rescued 30 children from a training camp on Buvuma Island in Lake Victoria.
The ADF has also committed numerous violations of international human rights and international humanitarian law against women and children, including killing, maiming, and sexual violence (UNSCR paragraph 4 (e)).
According to the GOE 2013 final report, in 2013 the ADF attacked numerous villages, which prompted more than 66 000 people to flee into Uganda. These attacks depopulated a large area, which ADF has since controlled by abducting or killing people who return to their villages. Between July and September 2013, ADF decapitated at least five people in the Kamango area, shot several others, and kidnapped dozens more. These actions terrorized the local population and deterred people from returning home.
The Global Horizontal Note, a monitoring and reporting mechanism of grave violations against children in situations of armed conflict, reported to the Security Council's Working Group on Children and Armed Conflict (CAAC) that during the October to December 2013 reporting period, ADF was responsible for 14 of the 18 child casualties documented, including in an incident on 11 December 2013, in Beni territory, North Kivu, when ADF attacked the village of Musuku, killing 23 people, including 11 children (three girls and eight boys), aged 2 months to 17 years. All victims had all been severely mutilated with machetes, including two children who survived the attack.
The March 2014 Report of the Secretary General on Conflict Related Sexual Violence identifies the “Allied Democratic Forces — National Army for the Liberation of Uganda” on its list of “Parties credibly suspected of committing or being responsible for rape or other forms of sexual violence in situations of armed conflict.”
The ADF has also participated in attacks against MONUSCO peacekeepers (UNSCR paragraph 4 (i)).
Finally, the United Nations Organization Stabilization Mission in the Democratic Republic of the Congo (MONUSCO) reported that ADF has conducted at least two attacks on MONUSCO peacekeepers. The first, on 14 July 2013, was an attack on a MONUSCO patrol on the road between Mbau and Kamango. This attack is detailed in the 2013 GOE final report. The second attack occurred on March 3, 2014. A MONUSCO vehicle was attacked with grenades ten kilometers from the Mavivi airport in Beni, resulting in injuries to five peacekeepers.
2. BUTEMBO AIRLINES (BAL)
Address: Butembo, DRC.
Date of UN designation: 29 March 2007.
Other information: Privately-owned airline, operates out of Butembo. Since December 2008, BAL no longer holds an aircraft operating license in the DRC.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Kisoni Kambale (deceased on 5 July 2007 and subsequently de-listed on 24 April 2008) used his airline to transport FNI gold, rations and weapons between Mongbwalu and Butembo. This constitutes “provision of assistance” to illegal armed groups in breach of the arms embargo of resolutions 1493 (2003) and 1596 (2005). Privately-owned airline, operates out of Butembo. Since December 2008, BAL no longer holds an aircraft operating license in the DRC.
3. COMPAGNIE AERIENNE DES GRANDS LACS (CAGL); GREAT LAKES BUSINESS COMPANY (GLBC)
Address: a) Avenue Président Mobutu, Goma, DRC, b) Gisenyi, Rwanda, c) PO BOX 315, Goma, DRC.
Date of UN designation: 29 March 2007.
Other information: As of December 2008, GLBC no longer had any operational aircraft, although several aircraft continued flying in 2008 despite UN sanctions.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
CAGL and GLBC are companies owned by Douglas MPAMO, an individual already subject to sanctions under resolution 1596 (2005). CAGL and GLBC were used to transport arms and ammunition in violation of the arms embargo of resolutions 1493 (2003) and 1596 (2005). As of December 2008, GLBC no longer had any operational aircraft, although several aircraft continued flying in 2008 despite UN sanctions.
4. CONGOMET TRADING HOUSE
Address: Butembo, North Kivu.
Date of UN designation: 29 March 2007.
Other information: No longer exists as a gold trading house in Butembo, North Kivu.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Congomet Trading House (formerly listed as Congocom) was owned by Kisoni Kambale (deceased on 5 July 2007 and subsequently de-listed on 24 April 2008). Kambale acquired almost all the gold production in the Mongbwalu district, which was controlled by the FNI. The FNI derived substantial income from taxes imposed on this production. This constitutes “provision of assistance” to illegal armed groups in breach of the arms embargo of resolutions 1493 (2003) and 1596 (2005). No longer exists as a gold trading house in Butembo, North Kivu.
5. FORCES DEMOCRATIQUES DE LIBERATION DU RWANDA (FDLR)
Address: a) North Kivu, DRC b) South Kivu, DRC.
Date of UN designation: 31 December 2012.
Other information: Email: Fdlr@fmx.de; fldrrse@yahoo.fr; fdlr@gmx.net; fdlrsrt@gmail.com; humura2020@gmail.com
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
The FDLR is one of the largest foreign armed groups operating in the territory of the DRC. The group was formed in 2000, and has committed serious violations of international law involving the targeting of women and children in armed conflict, including killing and maiming, sexual violence, and forced displacement. According to a 2010 report from Amnesty International, the FDLR were responsible for the killings of ninety-six civilians in Busurungi, Walikale territory. Some of the victims were burned alive in their homes. According to the same source, in June 2010, an NGO medical centre reported around sixty cases a month of girls and women who had been raped in the southern Lubero territory, North-Kivu by armed groups including the FDLR. According to a December 20, 2010 report from Human Rights Watch (HRW), there has been documented evidence of the FDLR actively conducting child recruitment. HRW identified at least 83 Congolese children under the age of 18, some as young as 14, who had been forcibly recruited by the FDLR. In January 2012, HRW reported that FLDR combatants attacked numerous villages in the Masisi territory, killing six civilians, raping two women, and abducting at least 48 people.
According to a June 2012 report from HRW, in May 2012 FDLR fighters attacked civilians in Kamananga and Lumenje, in South Kivu province, as well as in Chambucha, Walikale territory, and villages in the Ufumandu area of Masisi territory, North Kivu province. In these attacks, FDLR fighters with machetes and knives hacked to death dozens of civilians, including numerous children. According to the June 2012 Group of Experts Report, the FDLR attacked several villages in South Kivu from December 31, 2011 to January 4, 2012. A United Nations investigation confirmed that at least 33 persons, including 9 children and 6 women, had been killed, either burned alive, decapitated or shot during the attack. In addition, one woman and one girl had been raped. The June 2012 Group of Experts Report also states that a United Nations investigation confirmed that the FDLR massacred at least 14 civilians, including 5 women and 5 children in South Kivu in May 2012. According to the November 2012 Group of Experts report, the UN documented at least 106 incidents of sexual violence committed by the FDLR between December 2011 and September 2012. The November 2012 Group of Experts report notes that, according to a UN investigation, the FDLR raped seven women in the night of 10 March 2012, including a minor, in Kalinganya, Kabare territory. The FDLR attacked the village again on 10 April 2012 and raped three of the women for the second time. The November 2012 Group of Experts report also reports 11 killings by the FDLR in Bushibwambombo, Kalehe on 6 April 2012, and FDLR involvement in 19 further killings in Masisi territory, including five minors and six women, in May. The Mouvement Du 23 Mars (M23) is an armed group operating in the DRC that has been the recipient of arms and related materiel, including advice, training, and assistance related to military activities.
Several eyewitness testimonies state that M23 receives general military supplies from the Rwandan Defense Forces (RDF) in the form of weapons and ammunition in addition to materiel support for combat operations. M23 has been complicit in and responsible for committing serious violations of international law involving the targeting of women and children in situations of armed conflict in the DRC including killing and maiming, sexual violence, abduction, and forced displacement. According to numerous reports, investigations, and testimonies from eyewitnesses, M23 has been responsible for carrying out mass killings of civilians, as well as raping women and children throughout various regions of the DRC. Several reports indicate that M23 fighters have carried out 46 rapes against women and girls, the youngest of which was 8 years old. In addition to reports of sexual violence, M23 has also carried out extensive forced recruitment campaigns of children into the ranks of the group. It is estimated that M23 has carried out the forced recruitment of 146 young men and boys in the Rutshuru territory alone in eastern DRC since July 2012. Some of the victims have been as young as 15 years old. The atrocities committed by M23 against the civilian population of the DRC, as well as M23's forced recruitment campaign, and being the recipient of arms and military assistance has dramatically contributed to instability and conflict within the region and in some instances, violated international law.
6. M23
Date of UN designation: 31 December 2012.
Other Information: Email: mouvementdu23mars1@gmail.com
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
The Mouvement Du 23 Mars (M23) is an armed group operating in the DRC that has been the recipient of arms and related materiel, including advice, training, and assistance related to military activities. Several eyewitness testimonies state that M23 receives general military supplies from the Rwandan Defense Forces (RDF) in the form of weapons and ammunition in addition to materiel support for combat operations. M23 has been complicit in and responsible for committing serious violations of international law involving the targeting of women and children in situations of armed conflict in the DRC including killing and maiming, sexual violence, abduction, and forced displacement. According to numerous reports, investigations, and testimonies from eyewitnesses, M23 has been responsible for carrying out mass killings of civilians, as well as raping women and children throughout various regions of the DRC. Several reports indicate that M23 fighters have carried out 46 rapes against women and girls, the youngest of which was 8 years old. In addition to reports of sexual violence, M23 has also carried out extensive forced recruitment campaigns of children into the ranks of the group. It is estimated that M23 has carried out the forced recruitment of 146 young men and boys in the Rutshuru territory alone in eastern DRC since July 2012. Some of the victims have been as young as 15 years old. The atrocities committed by M23 against the civilian population of the DRC, as well as M23's forced recruitment campaign, and being the recipient of arms and military assistance has dramatically contributed to instability and conflict within the region and in some instances, violated international law.
7. MACHANGA LTD
Address: Plot 55A, Upper Kololo Terrace, Kampala, Uganda.
Date of UN designation: 29 March 2007.
Other information: Gold export company (Directors: Mr. Rajendra Kumar Vaya and Mr. Hirendra M. Vaya). In 2010, assets belonging to Machanga, held in the account of Emirates Gold, were frozen by Bank of Nova Scotia Mocatta (UK). The owners of Machanga have remained involved in purchasing gold from eastern DRC.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Machanga bought gold through a regular commercial relationship with traders in the DRC tightly linked to militias. This constitutes “provision of assistance” to illegal armed groups in breach of the arms embargo of resolutions 1493 (2003) and 1596 (2005). Gold export company (Directors: Mr. Rajendra Kumar Vaya and Mr. Hirendra M. Vaya). In 2010, assets belonging to Machanga, held in the account of Emirates Gold, were frozen by Bank of Nova Scotia Mocatta (UK). The previous owner of Machanga, Rajendra Kumar, and his brother Vipul Kumar, have remained involved in purchasing gold from eastern DRC.
8. TOUS POUR LA PAIX ET LE DEVELOPPEMENT (NGO)
Address: Goma, North Kivu, DRC.
Date of UN designation: 1 November 2005.
Other information: Goma, with provincial committees in South Kivu, Kasai Occidental, Kasai Oriental and Maniema Officially suspended all activities since 2008. In practice, as of June 2011 TPD offices are open and involved in cases related to returns of IDPs, community reconciliation initiatives, land conflict settlements, etc. The TPD President is Eugene Serufuli and Vice-President is Saverina Karomba. Important members include North Kivu provincial deputies Robert Seninga and Bertin Kirivita.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
Implicated in violation of the arms embargo by providing assistance to RCD-G, particularly in supplying trucks to transport arms and troops, and also by transporting weapons for distribution to parts of the population in Masisi and Rutshuru, North Kivu, in early 2005. Goma, with provincial committees in South Kivu, Kasai Occidental, Kasai Oriental and Maniema Officially suspended all activities since 2008. In practice, as of June 2011 TPD offices are open and involved in cases related to returns of IDPs, community reconciliation initiatives, land conflict settlements, etc. The TPD President is Eugene Serufuli and Vice-President is Saverina Karomba. Important members include North Kivu provincial deputies Robert Seninga and Bertin Kirivita.
9. UGANDA COMMERCIAL IMPEX (UCI) LTD
Address: a) Plot 22, Kanjokya Street, Kamwokya, Kampala, Uganda (Tel.: +256 41 533 578/9), b) PO BOX 22709, Kampala, Uganda.
Date of UN designation: 29 March 2007.
Other information: Gold export company. (Directors Mr. Jamnadas V. LODHIA — known as “Chuni”- and his sons Mr. Kunal J. LODHIA and Jitendra J. LODHIA). In January 2011, Ugandan authorities notified the Committee that following an exemption on its financial holdings, Emirates Gold repaid UCI's debt to Crane Bank in Kampala, leading to final closure of its accounts. The directors of UCI have remained involved in purchasing gold from eastern DRC.
Additional information from the narrative summary of reasons for listing provided by the Sanctions Committee:
UCI bought gold through a regular commercial relationship with traders in the DRC tightly linked to militias. This constitutes “provision of assistance” to illegal armed groups in breach of the arms embargo of resolutions 1493 (2003) and 1596 (2005). Gold export company. (Former directors Mr. J.V. LODHIA — known as “Chuni”- and his son Mr. Kunal LODHIA). In January 2011, Ugandan authorities notified the Committee that following an exemption on its financial holdings, Emirates Gold repaid UCI's debt to Crane Bank in Kampala, leading to final closure of its accounts. The previous owner of UCI, J.V. Lodhia and his son Kumal Lodhia have remained involved in purchasing gold from eastern DRC.“
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) nr. 2015/613
frá 20. apríl 2015
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir
sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 889/2005
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu á sameiginlegri afstöðu 2008/369/SSUÖ (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 (2) kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ til framkvæmda og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu að því er varðar Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
2) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 889/2005 (3) er kveðið á um tilteknar þvingunaraðgerðir er varða bann við því að veita tæknilega og fjárhagslega aðstoð sem tengist herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, í samræmi við ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ.
3) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2198 (2015) var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til. Í ákvörðun (SSUÖ) 2015/620 (4) ákvað ráðið að víkka gildissvið þessara viðmiðana til samræmis við það.
4) Þessi aðgerð fellur undir gildissvið sáttmálans og því er lagasetning á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til að hrinda henni í framkvæmd, einkum með það fyrir augum að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti ákvæðum hennar með samræmdum hætti. Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
5) Fella ætti ákvæði reglugerðar (EB) nr. 889/2005 inn í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 og fella niður reglugerð (EB) nr. 889/2005.
6) Einnig ætti að uppfæra sum ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við staðlað orðalag sem notað er í nýlegum réttargerðum um þvingunaraðgerðir varðandi ábyrgð, fullnustu krafna og að sniðganga bönn.
7) Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
1) Í stað 1. gr. komi eftirfarandi:
„1. gr.
Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a) „krafa“: hvers kyns krafa, hvort sem henni er haldið fram í dómsmáli eða ekki, sem er gerð fyrir eða eftir þann dag þegar reglugerð þessi öðlast gildi og er samkvæmt eða tengist samningi eða viðskiptum og felur einkum í sér:
i. kröfu um efndir skuldbindinga sem leiðir af eða tengjast samningi eða viðskiptum,
ii. kröfu um framlengingu eða greiðslu skuldabréfs, fjárhagslegrar tryggingar eða skaðleysisbóta í hvaða mynd sem er,
iii. bótakröfu í tengslum við samning eða viðskipti,
iv. gagnkröfu,
v. kröfu um viðurkenningu eða fullnustu, m.a. með exequatur, dóms, úrskurðar gerðardóms eða jafngildrar ákvörðunar, óháð því hvar hann eða hún eru kveðin upp eða tekin,
b) „samningur eða viðskipti“: hvers kyns viðskipti, óháð því hvaða lög gilda um þau, hvort sem um er að ræða einn samning eða fleiri eða ámóta skuldbindingar sem sömu eða mismunandi aðilar ganga frá sín á milli; í þessu sambandi felst í hugtakinu „samningur“ skuldabréf, ábyrgð eða skaðleysistrygging, einkum fjárhagsleg trygging eða fjárhagsleg skaðleysistrygging, og lán, hvort sem þau eru lagalega óháð eður ei, einnig tengd ákvæði sem verða til vegna viðskiptanna eða í tengslum við þau,
c) „lögbær stjórnvöld“: lögbær stjórnvöld aðildarríkjanna eins og þau eru tilgreind á vefsetrunum sem talin eru upp í II. viðauka,
d) „efnahagslegur auður“: eignir af hvers kyns toga, hvort heldur efnislegar eða óefnislegar, lausafé eða fasteignir, sem eru ekki fjármunir, en unnt er að nota til að afla fjármuna, vöru eða þjónustu,
e) „frysting efnahagslegs auðs“: að koma í veg fyrir hvers konar nýtingu efnahagslegs auðs í því skyni að afla fjármuna, vöru eða þjónustu, þ.m.t. en þó ekki eingöngu með sölu, leigu eða veðsetningu hans,
f) „frysting fjármuna“: að koma í veg fyrir hvers konar flutning, tilfærslu, breytingu, notkun á, aðgang að eða viðskipti með fjármuni á einhvern hátt sem mundi leiða til breytinga á umfangi þeirra, fjárhæð, staðsetningu, eignarrétti, eignarhaldi, eðli, áfangastað eða annarra breytinga sem gera notkun fjármunanna mögulega, þ.m.t. eignastýring,
g) „fjármunir“: hvers konar fjáreignir og ágóða, þ.m.t. en þó ekki eingöngu:
i. reiðufé, ávísanir, peningakröfur, víxlar, póstávísanir og aðrir greiðslugerningar,
ii. innstæður hjá fjármálastofnunum eða öðrum rekstrareiningum, inneignir á reikningum, skuldir og fjárskuldbindingar,
iii. verðbréf og skuldaskjöl, sem verslað er með á almennum markaði og utan hans, þ.m.t. hlutabréf og eignarhlutir, skírteini fyrir verðbréfum, skuldabréf, skuldaviðurkenningar, ábyrgðir, óverðtryggð skuldabréf og afleiðusamningar,
iv. vextir, arðgreiðslur eða aðrar tekjur eða verðmæti sem safnast upp vegna eigna eða myndast af eignum,
v. lánsviðskipti, réttur til skuldajöfnunar, tryggingar, fullnustuábyrgðir eða aðrar fjárskuldbindingar,
vi. kreditbréf, farmbréf, sölusamningar og
vii. skjöl sem færa sönnur á hlutdeild í fjármunum eða fjármagni,
h) „tækniaðstoð“: tæknilegur stuðningur í tengslum við viðgerðir, þróun, framleiðslu, samsetningu, prófun, viðhald eða hvers konar aðra tæknilega þjónustu í formi kennslu, ráðgjafar, þjálfunar, yfirfærslu verkþekkingar eða -kunnáttu eða ráðgjafarþjónustu, þ.m.t. munnleg aðstoð,
i) „miðlunarþjónusta“:
i. að semja um eða skipuleggja viðskipti vegna kaupa, sölu eða afhendingar vara og tækni eða fjármála- og tækniþjónustu, frá þriðja landi til annars þriðja lands eða
ii. að selja eða kaupa vörur og tækni eða fjármála- eða tækniþjónustu sem eru/er staðsett í þriðja landi og færa á til annars þriðja lands,
j) „yfirráðasvæði Sambandsins“: þau yfirráðasvæði aðildarríkjanna sem sáttmálinn tekur til samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í sáttmálanum, þ.m.t. loftrými þeirra.“
2) Eftirfarandi greinar bætist við:
„1. gr. a
1. Bannað skal að veita, með beinum eða óbeinum hætti:
a) tækniaðstoð eða miðlunarþjónustu vegna vara og tækni, sem tilgreindar eru í hinum sameiginlega hergagnalista Evrópusambandsins (5) (hér á eftir nefndur „sameiginlegi hergagnalistinn“) eða sem tengjast því að útvega, framleiða, viðhalda og nota vörur sem eru á fyrrnefndum lista, til hvaða óopinberrar rekstrareiningar eða aðila sem er með starfsemi á yfirráðasvæði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó,
b) fjármagn eða fjárhagsaðstoð, sem tengist sölu, afhendingu, tilfærslu eða útflutningi á vörum og tækni sem eru á sameiginlega hergagnalistanum, þ.m.t. einkum og sér í lagi, styrki, lán og greiðsluvátryggingar vegna útflutnings, einnig tryggingar og endurtryggingar, vegna sölu, afhendingar, tilfærslu eða útflutnings slíkra vara og tækni, eða sem tengist því að veita tengda tækniaðstoð eða miðlunarþjónustu til hvaða óopinberrar rekstrareiningar eða aðila með starfsemi á yfirráðasvæði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.
2. Tilkynna skal fyrir fram veitta tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð eða miðlunarþjónustu til óopinbers eða annars aðila, rekstrareiningar eða stofnunar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða sem nota á í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, aðra en þá sem er veitt sendisveit Sameinuðu þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó („Monusco“) eða svæðisbundinni aðgerðasveit Afríkusambandsins (e. African Union Regional Task Force), í samræmi við 1. mgr. 1. gr. b, til nefndar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem var komið á fót skv. 8. lið ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) (hér á eftir nefnd „framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“). Í þessum tilkynningum komi fram öll viðeigandi vitneskja, þ.m.t., eftir því sem við á, um endanlegan notanda, fyrirhugaðan afhendingardag og ferðaáætlun sendingar.
1. gr. b
1. Þrátt fyrir 1. gr. a er lögbæru stjórnvaldi heimilt að leyfa að veitt sé:
a) tækniaðstoð, fjármagn eða fjármagnsaðstoð eða miðlunarþjónusta, sem tengist vopnum og skyldum hergögnum, einungis ætluð sem stuðningur við og til notkunar fyrir verkefni Sameinuðu þjóðanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
b) tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð eða miðlunarþjónusta, sem tengist óbanvænum herbúnaði sem eingöngu er ætlaður í mannúðarskyni eða til varnar, hafi veiting fyrrnefndrar aðstoðar eða þjónustu verið tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir fyrir fram í samræmi við 2. mgr. 1. gr. a,
c) tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð, sem tengist vopnum og skyldum hergögnum og sem einungis er ætluð sem stuðningur við og til notkunar fyrir svæðisbundna aðgerðasveit Afríkusambandsins (e. African Union Regional Task Force).
2. Engar heimildir skal veita fyrir starfsemi sem þegar hefur farið fram.“
3) Ákvæði 3. mgr. 2. gr. falli brott.
4) Í stað 1. mgr. í 2. gr. a komi eftirfarandi:
„1. Inn í I. viðauka skal fella einstaklinga eða lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint að taki þátt í eða veiti aðstoð við aðgerðir sem eru ógnun við frið, stöðugleika eða öryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Til slíkra aðgerða skal telja:
a) brot gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum, eins og um getur í 1. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ og 1. gr. a í þessari reglugerð,
b) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
c) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar kongóskra hersveita óbreyttra borgara, þ.m.t. þeirra sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
d) að taka börn í þjónustu sína eða nota í vopnuðum átökum og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
e) að eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða taka þátt í aðgerðum gegn börnum eða konum í vopnuðum átökum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar, og árásir á skóla og sjúkrahús,
f) að hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
g) að styðja einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,
h) að starfa á vegum eða eftir fyrirmælum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar, eða starfa á vegum eða eftir fyrirmælum rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar,
i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCO-sendisveitarinnar eða starfsfólki SÞ,
j) að veita tilgreindum aðila eða rekstrareiningu fjárhagslegan, efnislegan eða tæknilegan stuðning, eða útvega honum vörur eða þjónustu.“
5) Í stað 7. gr. komi eftirfarandi:
„7. gr.
1. Að frysta fjármuni og efnahagslegan auð eða að synja um aðgang að fjármunum eða efnahagslegum auði, gert í góðri trú á þeirri forsendu að slík aðgerð sé í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar, skapar þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, sem annast framkvæmd slíkrar aðgerðar, eða stjórnendum eða starfsmönnum hans eða hennar ekki ábyrgð af neinu tagi, nema sannað þyki að fjármunirnir og hinn efnahagslegi auður hafi verið frystir eða synjað hafi verið um aðgang að þeim af gáleysi.
2. Aðgerðir einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana skapar þeim ekki ábyrgð af neinu tagi, ef þeir eða þær vissu ekki, og höfðu enga réttmæta ástæðu til að ætla, að aðgerðir þeirra myndu fara í bága við þau bönn sem sett eru í þessari reglugerð.“
6) Eftirfarandi greinar bætist við:
„7. gr. a
1 Óheimilt er að efna kröfur sem tengjast samningi eða viðskiptum þegar aðgerðir, sem gripið er til samkvæmt reglugerð þessari, hafa áhrif á framkvæmd þeirra með beinum eða óbeinum hætti, í heild eða að hluta, þ.m.t. kröfur um skaðleysisbætur eða aðrar ámóta kröfur, t.d. bótakröfur eða kröfur samkvæmt ábyrgðarloforði, einkum framlengingar- eða greiðslukröfur vegna skuldabréfa, ábyrgðar eða skaðleysisbóta og þá sérstaklega fjárhagslegrar ábyrgðar eða skaðleysisbóta, í hvaða mynd sem er, ef slíkar kröfur eru settar fram af:
a) tilgreindum einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem skráð eru í I. viðauka,
b) einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem starfar gegnum eða fyrir hönd einhvers þeirra aðila, rekstrareininga eða stofnana er um getur í a-lið.
2. Þegar mál er til meðferðar vegna fullnustu kröfu skal sönnunarbyrði vegna þeirrar fullyrðingar að eigi sé bannað samkvæmt ákvæðum 1. mgr. að efna kröfuna hvíla á þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, sem leitar eftir því að kröfunni verði fullnægt.
3. Ákvæði þessarar greinar eru með fyrirvara um rétt þeirra einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga og stofnana, er um getur í 1. mgr., til að skjóta málum til dómstóla sem skeri úr um lögmæti þess að samningsbundnar skyldur séu ekki uppfylltar í samræmi við reglugerð þessa.
7. gr. b
Lagt er bann við því að taka þátt, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi sem miðar að því, eða hefur þau áhrif, að þær ráðstafanir er um getur í 1. gr. a og 2. gr. eru sniðgengnar.“
7) Í stað II. viðauka komi viðaukinn við þessa reglugerð.
2. gr.
Reglugerð (EB) nr. 889/2005 er hér með felld úr gildi.
3. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Lúxemborg 20. apríl 2015.
Fyrir hönd ráðsins,
F. MOGHERINI
forseti.
(1) Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (Stjtíð ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
(3) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 889/2005 frá 13. júní 2005 um tilteknar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1727/2003 (Stjtíð. ESB L 152, 15.6.2005, bls. 1).
(4) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/620 frá 20. apríl 2015 um breytingu á ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 102, 21.4.2015, bls. 43).
(5) Stjtíð. ESB C 69, 18.3.2010, bls. 19.
VIÐAUKI
„II. VIÐAUKI
Vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld og heimilisfang
fyrir tilkynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Viðaukinn er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. reglugerðar þessarar.“
Fylgiskjal 1.4.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2016/1173
frá 18. júlí 2016
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ. (1)
2) Hinn 23. júní 2016 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2293 (2016) um Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Í þeirri ályktun er kveðið á um tilteknar breytingar á undanþágum frá vopnasölubanninu og á viðmiðunum vegna tilgreiningar með tilliti til ferðatakmarkana og frystingar fjármuna, sem komið var á með ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008).
3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda þessum breytingum í framkvæmd.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
1) Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. er breytt sem hér segir:
a) Í stað c-liðar komi eftirfarandi:
„c) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni, eða veitingu tæknilegrar aðstoðar og þjálfunar sem tengist slíkum óbanvænum búnaði, sem tilkynnt er um fyrir fram til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“),“.
b) Eftirfarandi liður bætist við:
„e) aðra sölu og/eða afhendingu á vopnum og skyldum hergögnum eða það að láta í té aðstoð eða starfsfólk sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir samþykkir fyrir fram,“.
2) Ákvæðum 3. gr. er breytt sem hér segir:
a) Í stað e-liðar komi eftirfarandi:
„e) að eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem eru mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, eftir því sem við á, þ.m.t. verknaðir sem fela í sér árásir sem beinast gegn almennum borgurum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar og árásir á skóla og sjúkrahús,“.
b) Í stað g-liðar komi eftirfarandi:
„g) að styðja einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa eða afbrotasamtök sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri nýtingu eða verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,“.
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 18. júlí 2016.
Fyrir hönd ráðsins,
F. MOGHERINI
forseti.
____________________________
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
Fylgiskjal 1.5.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2016/2231
frá 12. desember 2016
breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1).
2) Hinn 17. október 2016 samþykkti ráðið ályktanir þar sem það lét í ljós þungar áhyggjur af hinu pólitíska ástandi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Einkum fordæmdi það hin miklu ofbeldisverk sem áttu sér stað 19. og 20. september í Kinshasa og veitti því athygli að þessar aðgerðir juku enn frekar á það þrátefli sem upp er komið í landinu vegna þess að ekki hefur verið boðað til forsetakosninga innan stjórnarskrárbundins frests, sem er 20. desember 2016.
3) Ráðið lagði áherslu á það að til þess að skapa andrúmsloft sem stuðlar að viðræðum og að kosningar verði haldnar verði ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó að skuldbinda sig með skýrum hætti til þess að tryggja að mannréttindi og réttarríkið séu virt og láta af allri notkun á dómskerfinu í pólitískum tilgangi. Einnig hvatti það alla hagsmunaaðila til að hafna beitingu ofbeldis.
4) Ráðið gaf einnig til kynna að það væri reiðubúið til þess að grípa til allra leiða sem það hefur, þ.m.t. þvingunaraðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum, þeim sem hvetja til ofbeldis og þeim sem reyna að standa í vegi fyrir því að á ástandinu finnist friðsamleg lausn sem samkomulag ríkir um og sem virðir vonir íbúa Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó um að fá að kjósa sína fulltrúa.
5) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
6) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
1) Í stað 3. gr. komi eftirfarandi:
„3. gr.
1. Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn aðilum og rekstrareiningum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint að taki þátt í eða styðji við aðgerðir sem grafa undan friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Til slíkra aðgerða skal telja:
a) brot gegn vopnasölubanninu og tengdum ráðstöfunum er um getur í 1. gr.,
b) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar erlendra vopnaðra hópa sem starfa innan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og koma í veg fyrir afvopnun og að stríðsmenn, sem tilheyra þeim hópum, séu sendir heim eða taki sér bólfestu á ný, ótilneyddir,
c) að vera pólitískir leiðtogar og herforingjar kongóskra hersveita óbreyttra borgara, þ.m.t. þeirra sem fá stuðning utan Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, sem koma í veg fyrir að stríðsmenn þeirra taki þátt í afvopnun, afléttingu hernaðarástands og enduraðlögun,
d) að taka börn í þjónustu sína eða nota þau í vopnuðum átökum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og brjóta þannig gegn gildandi reglum þjóðaréttar,
e) að eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem eru mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, eftir því sem við á, þ.m.t. verknaðir sem fela í sér árásir sem beinast gegn almennum borgurum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar og árásir á skóla og sjúkrahús,
f) að hindra aðgang að mannúðaraðstoð eða dreifingu hennar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
g) að styðja aðila eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa eða afbrotasamtök sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri nýtingu eða verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,
h) að koma fram fyrir hönd eða starfa eftir fyrirmælum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar, eða koma fram fyrir hönd eða starfa eftir fyrirmælum rekstrareiningar sem er í eigu eða lýtur yfirráðum tilgreinds aðila eða rekstrareiningar,
i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCO-sendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna,
j) að veita tilgreindum aðila eða rekstrareiningu fjárhagslegan, efnislegan eða tæknilegan stuðning, eða útvega honum vörur eða þjónustu.
Viðkomandi aðilar og rekstrareiningar, sem falla undir þessa málsgrein, eru tilgreind í I. viðauka.
2. Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn aðilum og rekstrareiningum sem:
a) koma í veg fyrir friðsamlega lausn sem samkomulag ríkir um vegna kosninga í lýðveldinu Kongó, þ.m.t. með ofbeldisverkum, bælingu eða með því að hvetja til ofbeldis eða með því að grafa undan réttarríkinu,
b) eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
c) tengjast þeim sem um getur í a- og b-lið,
sbr. skrána í II. viðauka.“
2) Í stað 4. gr. komi eftirfarandi:
„4. gr.
1. Aðildarríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hindra að inn á yfirráðasvæði þeirra komi eða um þau fari þeir aðilar sem um getur í 3. gr.
2. Ákvæði 1. mgr. skuldbinda aðildarríki ekki til að meina eigin ríkisborgurum komu inn á yfirráðasvæði þess.
3. Að því er varðar aðila, sem um getur í 1. mgr. 3. gr., gildir 1. mgr. þessarar greinar ekki:
a) ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir ákveður, fyrir fram og í hverju tilviki fyrir sig, að slík koma eða gegnumferð sé réttlætanleg af mannúðarástæðum, þ.m.t. trúarlegar skyldur,
b) ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir telur að undanþága myndi stuðla að því að ná markmiðum viðkomandi ályktana öryggisráðs SÞ, þ.e. um frið og þjóðarsátt í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og stöðugleika á svæðinu,
c) ef framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir heimilar, fyrir fram og í hverju tilviki fyrir sig, gegnumferð aðila, sem eru á leið aftur inn á yfirráðasvæði þess ríkis þar sem þeir hafa ríkisfang eða sem taka þátt í viðleitni til að leiða fyrir rétt þá sem brjóta gróflega gegn mannréttindum eða reglum alþjóðlegs mannúðarréttar eða
d) ef koma eða gegnumferð af því tagi er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram.
Í þeim tilvikum, samkvæmt þessari málsgrein, þegar aðildarríki heimilar komu aðila, sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hefur tilgreint, inn á yfirráðasvæði sitt eða ferð þeirra um það skal heimildin takmarkast við þann tilgang sem hún var veitt í og við þá aðila sem málið varðar.
4. Að því er varðar aðila sem um getur í 2. mgr. 3. gr. skal 1. mgr. þessarar greinar ekki hafa áhrif á þau tilvik þegar aðildarríki er skuldbundið að þjóðarétti, nánar tiltekið:
a) sem gistiland alþjóðlegrar milliríkjastofnunar,
b) sem gistiland alþjóðlegrar ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar boða til eða fram fer á þeirra vegum,
c) samkvæmt marghliða samningi þar sem kveðið er á um forréttindi og friðhelgi eða
d) samkvæmt Sáttasamningnum frá 1929 (Lateran-samningnum) sem Páfagarður (Vatíkanborgríkið) og Ítalía gerðu sín í milli.
5. Ákvæði 4. mgr. teljast einnig gilda þegar aðildarríki er gistiland Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
6. Þegar aðildarríki veitir undanþágu skv. 4. eða 5. mgr. skal það tilkynna ráðinu um það með viðeigandi hætti.
7. Að því er varðar aðila sem um getur í 2. mgr. 3. gr. geta aðildarríki veitt undanþágur frá þeim ráðstöfunum sem kveðið er á um í 1. mgr. þessarar greinar ef ferð er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum eða með þátttöku í ríkjafundum og fundum sem Evrópusambandið styður eða heldur eða sem haldnir eru af því aðildarríki sem fer með formennsku í ÖSE hverju sinni, þar sem fram fara pólitísk skoðanaskipti sem efla með beinum hætti stefnumarkmið þvingunaraðgerða, þ.m.t. lýðræði, mannréttindi og réttarríkið í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
8. Aðildarríki, sem óskar eftir að veita undanþágur, sem um getur í 7. mgr., skal tilkynna ráðinu það skriflega. Undanþágan telst veitt nema einn eða fleiri fulltrúar ráðsins andmæli því skriflega innan tveggja virkra daga frá því að tilkynning berst um fyrirhugaða undanþágu. Ef einn fulltrúi í ráðinu eða fleiri hreyfa andmælum getur ráðið tekið ákvörðun um að veita fyrirhugaða undanþágu með auknum meirihluta.
9. Heimili aðildarríki, skv. 4., 5., 6., 7. eða 8. mgr. a, að aðilar, sem eru á skrá í II. viðauka, komi inn á yfirráðasvæði sitt eða fari þar um, skal heimildin einskorðast við þann tilgang sem hún er veitt í og við þá aðila sem málið varðar beint.“
3) Í stað 5. gr. komi eftirfarandi:
„5. gr.
1. Frysta skal alla fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem með beinum eða óbeinum hætti er í eigu eða undir stjórn aðila eða rekstrareininga, er um getur í 3. gr., eða er í vörslu rekstrareininga sem eru með beinum eða óbeinum hætti í eigu eða undir stjórn þeirra eða aðila eða rekstrareininga sem koma fram fyrir þeirra hönd eða starfa eftir fyrirmælum þeirra, sbr. þá aðila sem tilgreindir eru í I. og II. viðauka.
2. Engir fjármunir, aðrar fjáreignir eða efnahagslegur auður skal gerður aðgengilegur þeim aðilum eða rekstrareiningum, sem um getur í 1. mgr., með beinum eða óbeinum hætti eða koma þeim til góða.
3. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem um getur í 1. mgr. 3. gr. geta aðildarríki geta veitt undanþágur frá þeim ráðstöfunum er um getur í 1. og 2. mgr., að því er varðar fjármuni, aðrar fjáreignir og efnahagslegan auð sem eru:
a) nauðsynleg vegna grunnútgjalda, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) eingöngu ætluð til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,
c) einungis ætluð til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld, í samræmi við landslög, fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna, annarra fjáreigna og efnahagslegs auðs,
d) nauðsynleg vegna óvenjulegra útgjalda, að fram kominni tilkynningu hlutaðeigandi aðildarríkis til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir og að fengnu samþykki hennar eða
e) andlag veðs eða niðurstöðu dómstóls, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms, en í því tilviki má nota fjármunina, aðrar fjáreignir og hinn efnahagslega auð til þess að uppfylla skilyrði veðsins eða niðurstöðunnar, að því tilskildu að veðið eða niðurstaðan hafi verið skráð áður en framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreindi viðkomandi aðila eða rekstrareiningu og sé ekki til hagsbóta fyrir aðila eða rekstrareiningu er um getur í 3. gr., eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur sent framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir tilkynningu þessu viðvíkjandi.
4. Þær undanþágur, er um getur í a-, b- og c-lið 3. mgr., má gera eftir að hlutaðeigandi aðildarríki hefur tilkynnt framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir um þá fyrirætlan að heimila, eftir því sem við á, aðgang að fyrrnefndum fjármunum, öðrum fjáreignum eða efnahagslegum auði og framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir hafnar því ekki innan fjögurra virkra daga frá tilkynningunni.
5. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem um getur í 2. mgr. 3. gr., getur lögbært stjórnvald aðildarríkis heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, samkvæmt þeim skilyrðum sem það telur viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður, sem um er að ræða, sé:
a) nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir þeirra aðila og rekstrareininga og aðstandenda á framfæri einstaklinganna, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) einungis ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,
c) einungis ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs eða
d) nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að því tilskildu að lögbært stjórnvald hafi tilkynnt lögbærum stjórnvöldum hinna aðildarríkjanna og framkvæmdastjórninni forsendurnar fyrir því að það telji að veita ætti sérstaka heimild, a.m.k. tveimur vikum áður en hún er veitt.
Hlutaðeigandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem er veitt samkvæmt þessari málsgrein.
6. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríki heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur fyrir aðila og rekstrareiningar sem eru á skrá í II. viðauka, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegur auður sé andlag ákvörðunar gerðardóms, sem fyrir liggur fyrir þann dag þegar viðkomandi aðili eða rekstrareining voru færð á skrá í II. viðauka, eða andlag ákvörðunar dómstóls eða stjórnsýslustofnunar sem tekin er innan Evrópusambandsins eða ákvörðunar dómstóls sem er aðfararhæf í viðkomandi aðildarríki fyrir eða eftir þann dag,
b) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði einungis notaður til að uppfylla kröfur, sem fyrrnefnd ákvörðun tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt henni, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila, sem eiga slíkar kröfur, kveða á um,
c) að ákvörðunin sé ekki í þágu aðila eða rekstrareiningar sem er á skrá í I. eða II. viðauka og
d) að viðurkenning ákvörðunarinnar stríði ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki.
Hlutaðeigandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem er veitt samkvæmt þessari málsgrein.
7. Að því er varðar aðila og rekstrareiningar sem skráð eru í II. viðauka má einnig gera undanþágur vegna fjármuna og efnahagslegs auðs sem eru nauðsynleg í mannúðarskyni, t.d. til þess að veita eða greiða fyrir því að veitt sé aðstoð, þ.m.t. sjúkragögn og matvæli, eða vegna flutnings starfsmanna hjálparstofnana og tengdrar aðstoðar eða vegna brottflutnings frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
8. Ákvæði 1. og 2. mgr. koma ekki í veg fyrir að aðili eða rekstrareining á skrá í II. viðauka geti innt af hendi greiðslu samkvæmt samningi sem var gerður áður en slíkur aðili eða rekstrareining var færð á skrá, að því tilskildu að hlutaðeigandi aðildarríki hafi gengið úr skugga um að aðilinn eða rekstrareiningin, sem er á skrá í I. eða II. viðauka, fái ekki greiðsluna í hendur með beinum eða óbeinum hætti.
9. Ákvæði 2. mgr. gilda ekki þegar eftirtaldir fjármunir eru lagðir inn á frysta reikninga:
a) vextir eða aðrar tekjur af fyrrnefndum reikningum,
b) greiðslur sem ber að inna af hendi samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem gengið var frá eða urðu til fyrir þann dag þegar fyrrnefndir reikningar urðu viðfang þvingunaraðgerða eða
c) greiðslur sem greiða ber aðilum og rekstrareiningum, sem um getur í 2. mgr. 3. gr., samkvæmt ákvörðunum dómstóls, stjórnsýslustofnunar eða gerðardóms sem teknar eru innan ESB eða eru aðfararhæfar í viðkomandi aðildarríki,
að því tilskildu að slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur falli áfram undir 1. mgr.“
4) Í stað 6. gr. komi eftirfarandi:
„6. gr.
1. Ráðið skal breyta skránni í I. viðauka á grundvelli ákvarðana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir.
2. Ráðið skal, að fenginni tillögu frá aðildarríki eða æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, stofna og gera breytingar á skránni í II. viðauka.“
5) Í stað 7. gr. komi eftirfarandi:
„7. gr.
1. Færi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir aðila eða rekstrareiningu á skrá skal ráðið fella aðilann eða rekstrareininguna inn í I. viðauka. Ráðið skal tilkynna ákvörðun sína, m.a. ástæðu þess að viðkomandi er færður á skrá, hlutaðeigandi aðila eða rekstrareiningu, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum aðila eða rekstrareiningu býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
2. Ráðið skal tilkynna ákvörðunina, sem um getur í 2. mgr. 6. gr., m.a. ástæðu þess að viðkomandi er færður á skrá, hlutaðeigandi aðila eða rekstrareiningu, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum einstaklingi eða rekstrareiningu býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
3. Ef athugasemdir eru gerðar eða traust, ný gögn lögð fram skal ráðið endurskoða ákvörðun sína og upplýsa viðkomandi aðila eða rekstrareiningu um niðurstöðuna.“
6) Í stað 8. gr. komi eftirfarandi:
„8. gr.
1. Í I. viðauka skulu koma fram ástæður öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndarinna um þvingunaraðgerðir fyrir því að færa aðila og rekstrareiningar á skrá.
2. Í I. viðauka skulu og einnig koma fram upplýsingar, þar sem þær liggja fyrir, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir láta í té og nauðsynlegar eru til þess að bera kennsl á viðkomandi aðila eða rekstrareiningar. Að því er aðila varðar geta slíkar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, ríkisfang, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef það er þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er rekstrareiningar varðar geta þessar upplýsingar m.a. verið nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð. Í I. viðauka skal einnig koma fram hvaða dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir tilgreinir viðkomandi.
3. Í II. viðauka skulu koma fram ástæður þess að þeir aðilar og rekstrareiningar, sem um getur þar, eru færð á skrá.
4. Í II. viðauka skulu einnig koma fram nauðsynlegar upplýsingar, ef þær liggja fyrir, til að bera kennsl á viðkomandi aðila eða rekstrareiningar. Að því er einstaklinga varðar geta slíkar upplýsingar verið nöfn þeirra, m.a. tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, ríkisfang, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef það er þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er rekstrareiningar varðar geta þessar upplýsingar m.a. verið nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð.“
7) Í stað 9. gr. komi eftirfarandi:
„9. gr.
1. Endurskoða ber ákvörðun þessa, breyta henni eða fella hana úr gildi, eftir því sem við á, einkum samkvæmt viðeigandi ákvörðunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
2. Aðgerðirnar, sem um getur í 2. mgr. 3. gr., gilda til 12. desember 2017. Þær skal framlengja eða þeim breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð.“
8) Viðaukinn við ákvörðun 2010/788/SSUÖ fær heitið I. viðauki og í stað fyrirsagna í þeim viðauka komi eftirfarandi „a) Skrá yfir aðila sem um getur í 1. mgr. 3. gr.“ og „b) Skrá yfir rekstrareiningar sem um getur í 1. mgr. 3. gr.“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 12. desember 2016.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
F. MOGHERINI
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
II. VIÐAUKI
Listi einstaklinga og aðila sem vísað er til í 2. mgr. 3. gr.
II. viðauki er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://data.europa.eu/eli/dec/2016/2231/oj.
Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eur-lex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Fylgiskjal 1.6.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/203
frá 6. febrúar 2017
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖum þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2017/203/oj.
Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eurlex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Fylgiskjal 1.7.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/399
frá 7. mars 2017
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖum þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2017/399/oj.
Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eurlex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Fylgiskjal 1.8.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/905
frá 29. maí 2017
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖum þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB:
http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2017/905/oj.
Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda ESB (http://eurlex.europa.eu), sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Fylgiskjal 1.9.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2017/1340
frá 17. júlí 2017
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Í stað i-liðar 1. mgr. 3. gr. ákvörðunar ráðsins 2010/788/SSUÖ kemur:
„i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCO-sendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. meðlimum sérfræðingahópsins.“
(Efnisúrdráttur).
Fylgiskjal 2.5.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2016/1165
frá 18. júlí 2016
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 (2) kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ til framkvæmda og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu að því er varðar Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2293 (2016) frá 21. júní 2016 var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar aðila og rekstrareininga, sem þær þvingunaraðgerðir sem settar eru fram í 9. og 11. mgr. ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008) skulu taka til, og ákvæðin um vopnasölubann framlengd. Í ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1173 (3) ákvað ráðið að víkka gildissvið þessara viðmiðana til samræmis við það.
3) Lagasetning á vettvangi Evrópusambandsins er því nauðsynleg til að framfylgja þessum ráðstöfunum, einkum til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
1) Eftirfarandi liður bætist við 1. mgr. 1. gr. b:
„d) tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð eða miðlunarþjónusta í tengslum við aðra sölu og afhendingu á vopnum og skyldum hergögnum sem framkvæmdanefndin um þvingunaraðgerðir samþykkir fyrir fram,“.
2) Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. a er breytt sem hér segir:
a) Í stað e-liðar komi eftirfarandi:
„e) að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem eru mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, eftir því sem við á, þ.m.t. verknaðir sem fela í sér árásir sem beinast gegn almennum borgurum, þ.m.t. manndráp og lemstrun, nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi, brottnám, nauðungarflutningar og árásir á skóla og sjúkrahús,“.
b) Í stað g-liðar komi eftirfarandi:
„g) að styðja einstaklinga eða rekstrareiningar, þ.m.t. vopnaða hópa eða afbrotasamtök sem taka þátt í starfsemi sem grefur undan stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með ólöglegri nýtingu eða verslun með náttúruauðlindir, þ.m.t. gull eða villt dýr auk afurða af villtum dýrum,“.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 18. júlí 2016.
Fyrir hönd ráðsins,
F. MOGHERINI
forseti.
(1) Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
(3) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1173 frá 18. júlí 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 193, 19.7.2016, bls. 108).
Fylgiskjal 1.10.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/202
frá 9. febrúar 2018
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukarnir eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB: https://eur-lex.europa.eu/eli/dec_impl/2018/202/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.11.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/569
frá 12. apríl 2018
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2018/569/oj
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.12.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/1940
frá 10. desember 2018
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
II. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2018/1940/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.13.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2019/2109
frá 9. desember 2019
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir
gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ (1) um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
2) Hinn 12. desember 2016 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231 (2), sem breytir ákvörðun 2010/788/SSUÖ, til að bregðast við því að staðið hafði verið í vegi fyrir því að kosningar yrðu haldnar og
við tengdum mannréttindabrotum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Með ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231 voru
m.a. innleiddar sjálfstæðar þvingunaraðgerðir í 2. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ.
3) Á grundvelli endurskoðunar á þeim aðgerðum sem um getur í 2. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
ætti að framlengja þvingunaraðgerðirnar til 12. desember 2020 og fjarlægja tvo aðila af skránni í II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ.
4) Breyta ætti greinargerð um ástæður skráningar varðandi tiltekna aðila sem eru á skrá í II. viðauka.
5) Enn fremur ætti að bæta ákvæði við ákvörðun 2010/788/SSUÖ þar sem tilgreint er að ráðið og æðsti fulltrúinn megi vinna persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þeirri ákvörðun.
6) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á ákvörðun 2010/788/SSUÖ:
1) Eftirfarandi grein bætist við:
„8. gr. a
1. Ráðið og æðsti fulltrúi Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum („æðsti fulltrúinn“) mega vinna
persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þessari ákvörðun, nánar tiltekið:
a) að því er varðar ráðið, vegna undirbúnings og breytinga á I. og II. viðauka,
b) að því er varðar æðsta fulltrúann, vegna undirbúnings breytinga á I. og II. viðauka.
2. Ráðinu og æðsta fulltrúanum er, eftir atvikum, einungis heimilt að vinna viðeigandi upplýsingar sem
varða refsiverð brot, framin af skráðum einstaklingum, sakfellingar slíkra einstaklinga í refsimálum eða
öryggisráðstafanir sem varða þá að því marki sem slík vinnsla er nauðsynleg vegna undirbúnings I. og II.
viðauka.
3. Að því er varðar þessa ákvörðun eru ráðið og æðsti fulltrúinn tilgreind sem „ábyrgðaraðilar“ í skilningi 8. liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 (1), til að tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.
_____________
(1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu stofnana, aðila, skrifstofa og sérstofnana Sambandsins á persónuupplýsingum og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB (Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39).“
2) Í stað 2. mgr. 9. gr. kemur eftirfarandi:
„2. Aðgerðirnar sem um getur í 2. mgr. 3. gr. gilda til 12. desember 2020. Þær skal framlengja eða þeim
breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð.“
3) Í stað skrárinnar í II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ kemur skráin í viðaukanum við þessa ákvörðun.
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 9. desember 2019.
Fyrir hönd ráðsins,
J. BORRELL FONTELLES
forseti.
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ (Stjtíð ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
(2) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/2231 frá 12. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336 I, 12.12.2016, bls. 7).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2019/2109/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.14.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/190
frá 12. febrúar 2020
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/190/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.15.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/417
frá 19. mars 2020
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/417/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.16.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/1509
frá 16. október 2020
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
I. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/1509/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda
ESB. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4.
gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.17.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/2033
frá 10. desember 2020
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
(1) Í stað 2. mgr. 9. gr komi eftirfarandi:
2. Aðgerðirnar, sem um getur í 2. mgr. 3. gr., gilda til 12. desember 2021. Þær skal framlengja eða þeim
breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð.
(2) II. viðauka við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun
þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2020/2033/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.11.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/197
frá 9. febrúar 2018
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka I og viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við
ákvörðun þessa.
VIÐAUKI
[Viðaukarnir eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/197/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.12.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/566
frá 12. apríl 2018
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/566/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.13.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/1931
frá 10. desember 2018
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/1931/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.14.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2019/2101
frá 9. desember 2019
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2019/2101/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef
Stjórnartíðinda ESB. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef,
sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Nr. 196 5. febrúar 2021
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.15.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/189
frá 12. febrúar 2020
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
I. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/189/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.16.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/415
frá 19. mars 2020
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
I. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/415/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.17.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/1507
frá 16. október 2020
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
I. viðauka við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/1507/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 2.18.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/2021
frá 10. desember 2020
um framkvæmd 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) 1183/2005 er hér með breytt eins og kemur fram í viðauka við ákvörðun þessa.
(Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/2021/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.18.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/2144
frá 17. desember 2020
um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Viðauka I við ákvörðun 2010/788 (SSUÖ) er breytt í samræmi við viðauka við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2020/2144/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.
Fylgiskjal 1.19.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2021/1866
frá 22. október 2021
um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn
Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2008/369/SSUÖ, með hliðsjón af tillögu
frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ.
2) Hinn 29. júní 2021 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2582 (2021) um breytingu á
viðmiðunum vegna tilgreiningar einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru
fram í 9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til.
3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Í stað i-liðar 1. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ kemur eftirfarandi:
i) „að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCOsendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. hópi sérfræðinga, eða gegn heilbrigðisstarfsfólki eða starfsfólki mannúðarsamtaka,“.
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 22. október 2021.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
G. DOVŽAN
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2021/1866/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.].
Fylgiskjal 1.20.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2021/2181
frá 9. desember 2021
um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
1) Heiti ákvörðunar er breytt í „Ákvörðun ráðsins 2010/788/(SSUÖ) frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó“
2) 9. gr., 2. mgr,. skal vera svohljóðandi:
„aðgerðir sem vísað er til í 3. gr. (2) skulu gilda til 12. desember 2022. Þær skulu endurnýjaðar og breytt eins og þurfa þykir, ef ráðið telur tilgangi þeirra ekki náð.“
3) Viðauka II er breytt í samræmi við viðaukann við ákvörðun þessa. (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2021/2181/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.].
Fylgiskjal 2.19.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/2133
frá 17. desember 2020
um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka I við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er skipt út fyrir viðaukann við reglugerð þessa (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/2133/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda
ESB. Síðari breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr.
laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.
Fylgiskjal 2.20.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2021/1863
frá 22. október 2021
um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/1866 frá 22. október 2021 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ til framkvæmda og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2582 (2021) var viðmiðunum breytt vegna tilgreiningar
einstaklinga og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. lið ályktunar
öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til. Með ákvörðun (SSUÖ) 2021/1866 kemur ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna 2582 (2021) til framkvæmda.
3) Þessar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er löggjöf á
vettvangi Sambandsins nauðsynleg til þess að hrinda ákvörðun (SSUÖ) 2021/1866 í framkvæmd, einkum
til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í stað i-liðar 1. mgr. 2. gr. a reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 kemur eftirfarandi:
i) að skipuleggja, stjórna, vera bakhjarl eða þátttakandi í árásum gegn friðargæsluliðum MONUSCOsendisveitarinnar eða starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. hópi sérfræðinga, eða gegn heilbrigðisstarfsfólki eða starfsfólki mannúðarsamtaka,“.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 22. október 2021.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
G. DOVŽAN
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg/2021/1863/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.].
Fylgiskjal 2.21.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2021/2177
frá 9. desember 2021
um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er skipt út fyrir viðaukann við reglugerð þessa (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2021/2177/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.
Fylgiskjal 2.22.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2021/2176
frá 9. desember 2021
um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar,
sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Heiti reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 er breytt í „Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 varðandi
þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. (Efnisútdráttur).
Fylgiskjal 1.21.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/1020
frá 27. júní 2022
um framkvæmd ákvörðunar 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Viðauka II við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt til samræmis við viðauka við ákvörðun þessa (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2022/1020/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fylgiskjal 1.22.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2241
frá 14. nóvember 2022
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ(1) um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
2) Hinn 30. júní 2022 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun nr. 2641 (2022) um breytingu á
viðmiðunum vegna tilgreiningar aðila og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í
9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1807 (2008), taka til, auk gildissviðs skyldu um að tilkynna
framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“) um sendingar á vopnum
og tengdum hergögnum til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó eða veitingu tækniaðstoðar, fjármögnunar,
miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu, sem tengist herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
3) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að hrinda tilteknum aðgerðum í framkvæmd.
4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
1) Ákvæðum 2. gr. er breytt sem hér segir:
a) Í stað c-liðar 1. mgr. kemur eftirfarandi:
„c) afhendingu, sölu eða tilfærslu á óbanvænum herbúnaði, sem einungis er til nota í mannúðar- eða
verndarskyni, eða veitingu tæknilegrar aðstoðar og þjálfunar sem tengist slíkum óbanvænum búnaði,“.
b) Í stað 3. liðar kemur eftirfarandi:
„3. Nema að því er varðar starfsemi sem um getur í a-, b- og c-lið 1. mgr., skulu aðildarríki tilkynna fyrir
fram til framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004) („framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“), um
veitingu hvers kyns tækniaðstoðar, fjármögnunar, miðlunarþjónustu og annarrar þjónustu, sem tengist
herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða sendingu eftirtalinna vopna og tengdra hergagna til
Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó:
a) allra gerða vopna með hlaupvídd allt að 14,5 mm og tengdra skotfæra,
b) sprengjuvarpa með hlaupvídd allt að 82 mm og tengdra skotfæra,
c) handsprengju- og eldflaugavarpa með hlaupvídd allt að 107 mm og tengdra skotfæra,
d) beranlegra loftvarnarkerfa (MANPADS),
e) stýrðra flugskeytakerfa til að granda skriðdrekum.
Í þessum tilkynningum komi fram öll viðeigandi vitneskja, þ.m.t., eftir því sem við á, um endanlegan notanda, fyrirhugaðan afhendingardag og ferðaáætlun sendingar.“
2) Eftirfarandi liður bætist við í 1. mgr. 3. gr.:
„k) taka þátt í framleiðslu eða notkun á heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða
fremja, skipuleggja, skipa fyrir um, aðstoða við, hvetja til eða hjálpa á annan hátt við árásir með
heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 14. nóvember 2022.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
J. BORRELL FONTELLES
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
Fylgiskjal 1.23.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2377
frá 5. desember 2022
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 20. desember 2010 samþykkti ráðið ákvörðun 2010/788/SSUÖ(1).
2) Hinn 12. desember 2016 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231(2) til að bregðast við því að staðið
hafði verið í vegi fyrir því að kosningar yrðu haldnar og við tengdum mannréttindabrotum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Með ákvörðun (SSUÖ) 2016/2231 var ákvörðun 2010/788/SSUÖ breytt og innleiddar viðbótarþvingunaraðgerðir í 2. mgr. 3. gr. ákvörðunar 2010/788/SSUÖ.
3) Í ljósi alvarleika ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó telur ráðið að breyta ætti viðmiðunum varðandi
tilgreiningu í ákvörðun 2010/788/SSUÖ þannig að hægt sé að beita markvissum þvingunaraðgerðum gegn
einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem hafa með aðgerðum sínum viðhaldið, stutt
eða notið ávinnings af vopnuðum átökum, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
4) Því ætti að breyta ákvörðun 2010/788/SSUÖ til samræmis við það.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
Ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt sem hér segir:
1) Í stað 2. mgr. 3. gr. kemur eftirfarandi:
„2. Beina skal þvingunaraðgerðum, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 5. gr., gegn einstaklingum, lögaðilum,
rekstrareiningum eða stofnunum sem:
a) koma í veg fyrir friðsamlega lausn sem samkomulag ríkir um vegna kosninga í Lýðstjórnarlýðveldinu
Kongó, þ.m.t. með ofbeldisverkum, bælingu eða með því að hvetja til ofbeldis eða með því að grafa
undan réttarríkinu,
b) eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
c) bera ábyrgð á því að viðhalda vopnuðum átökum, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu
Kongó,
d) styðja einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem um getur í c-lið,
e) hvetja til ofbeldis í tengslum við aðgerðir sem um getur í b-, c- og d-lið,
f) færa sér í nyt vopnuð átök, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, m.a. með ólögmætri nýtingu eða viðskiptum með náttúruauðlindir og villtar lífverur,
g) tengjast einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem um getur í a-, b-, c-, d-, eeða f-lið, sbr. skrána í II. viðauka.“
2) Í stað fyrirsagnarinnar í II. viðauka kemur eftirfarandi:
„Skrá yfir einstaklinga eða lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir sem um getur í 2. mgr. 3. gr.“
2. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Brussel 5. desember 2022.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
M. KUPKA
(1) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
(2) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/2231 frá 12. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336 I, 12.12.2016, bls. 7)
Fylgiskjal 1.24.
FRAMKVÆMDARÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2398
frá 8. desember 2022
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Viðauka II við ákvörðun 2010/788/SSUÖ er breytt eins og fram kemur í viðauka við ákvörðun þessa.
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec_impl/2022/2398/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list]
Fylgiskjal 1.25.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2022/2412
frá 8. desember 2022
um breytingu á ákvörðun 2010/788/SSUÖ
um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
(1) Mgr. 2, í gr. 9, erskipt út fyrir eftirfarandi: 2. Aðgerðirnarsem vísað er til í gr. 3(2)skulu gilda til 12. desember
2023. Þær skulu endurnýjaðar, eða breytt eins og þurfa þykir, ef að ráðið telur að markmiðum þeirra hafi ekki
verið náð.;
(2) Viðauka II er skipt út yfir textann í viðauka við ákvörðun þessa.
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/dec/2022/2412/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list
Fylgiskjal 2.23.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/1009
frá 27. júní 2022
um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt eins og í viðauka við reglugerð þessa (Efnisútdráttur).
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2022/1009/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list]
Fylgiskjal 2.24.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/2237
frá 14. nóvember 2022
um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2241 frá 14. nóvember 2022 um breytingu á ákvörðun
2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó(1).
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð (EB) nr. 1183/2005(2) kemur ákvörðun 2010/788/SSUÖ(3) til framkvæmda og þar er kveðið
á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu að því er varðar
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
2) Með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2641 (2022) breyttust viðmiðanir vegna tilgreiningar
aðila og rekstrareininga sem þær þvingunaraðgerðir, sem settar eru fram í 9. og 11. lið ályktunar öryggisráðs
SÞ nr. 1807 (2008), taka til, auk gildissviðs skyldu um að tilkynna framkvæmdanefndinni um þvingunaraðgerðir, sem var komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533 (2004)
(„framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“) um sendingar á vopnum og tengdum hergögnum til
Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó eða veitingu tækniaðstoðar, fjármögnunar, miðlunarþjónustu og annarrar
þjónustu, sem tengist herstarfsemi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Með ákvörðun (SSUÖ) 2022/2241
kemur ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2641 (2022) til framkvæmda.
3) Þessar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er löggjöf á
vettvangi Sambandsins nauðsynleg til þess að hrinda ákvörðun (SSUÖ) 2022/2241 í framkvæmd, einkum
til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
1) Í stað 2. mgr. 1. gr. a kemur eftirfarandi:
„2. Tilkynna skal fyrir fram veitta tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð eða miðlunarþjónustu að því
er varðar hermál til óopinbers eða annars aðila, rekstrareiningar eða stofnunar í Lýðstjórnarlýðveldinu
Kongó, eða sem nota á í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, aðra en þá sem er veitt sendisveit Sameinuðu
þjóðanna um stöðugleika í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó („MONUSCO“) eða svæðisbundinni aðgerðasveit
Afríkusambandsins (e. African Union Regional Task Force), eða varðandi óbanvænan herbúnað sem
einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni í samræmi við 1. mgr. 1. gr. b, til nefndar öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna sem var komið á fót skv. 8. lið ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1533
(2004) (hér á eftir nefnd „framkvæmdanefnd um þvingunaraðgerðir“). Í þessum tilkynningum komi fram
öll viðeigandi vitneskja, þ.m.t., eftir því sem við á, um endanlegan notanda, fyrirhugaðan afhendingardag
og ferðaáætlun sendingar.“
2) Í stað b-liðar 1. mgr. 1. gr. b kemur eftirfarandi:
„b) tækniaðstoð, fjármagn eða fjárhagsaðstoð, eða miðlunarþjónusta sem tengist óbanvænum herbúnaði
sem einungis er til nota í mannúðar- eða verndarskyni,“.
3) Eftirfarandi liður bætist við 1. mgr. 2. gr. a:
„k) taka þátt í framleiðslu eða notkun á heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, eða
fremja, skipuleggja, skipa fyrir um, aðstoða við, hvetja til eða hjálpa á annan hátt við árásir með
heimatilbúnum sprengjubúnaði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.“
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 14. nóvember 2022.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
J. BORRELL FONTELLES
(1) Stjtíð. ESB L 294, 15.11.2022, bls. 15.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
(Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
(3) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
Fylgiskjal 2.25.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/2373
frá 5. desember 2022
um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2377 frá 5. desember 2022 um breytingu á ákvörðun
2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó(1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005(2) kemur ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ(3) til framkvæmda
og þar er kveðið á um tilteknar aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta gegn vopnasölubanninu
varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þ.m.t. frystingu eigna þeirra.
2) Í ákvörðun (SSUÖ) 2022/2377 eru viðmiðanir vegna sjálfstæðrar skráningar Evrópusambandsins rýmkaðar.
3) Lagasetning á vettvangi Sambandsins er því nauðsynleg til að koma í framkvæmd ákvörðun (SSUÖ)
2022/2377, einkum til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti henni með samræmdum
hætti.
4) Því ætti að breyta reglugerð (EB) nr. 1183/2005 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er breytt sem hér segir:
1) Í stað 1. mgr. 2. gr. b komi eftirfarandi:
„1. Inn í I. viðauka a skal fella einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem ráðið hefur tilgreint
vegna einhvers af eftirtöldu:
a) koma í veg fyrir friðsamlega lausn sem samkomulag ríkir um vegna kosninga í Lýðstjórnarlýðveldinu
Kongó, þ.m.t. með ofbeldisverkum, bælingu eða með því að hvetja til ofbeldis eða með því að grafa
undan réttarríkinu,
b) að skipuleggi, stjórni eða fremji verknaði sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting í
Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,
c) bera ábyrgð á því að viðhalda vopnuðum átökum, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu
Kongó,
d) styðja einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir sem um getur í c-lið,
e) hvetja til ofbeldis í tengslum við aðgerðir sem um getur í b-, c- og d-lið,
f) færa sér í nyt vopnuð átök, óstöðugleika eða óöryggi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, m.a. með
ólögmætri nýtingu eða viðskiptum með náttúruauðlindir og villtar lífverur,
g) tengjast einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem um getur í a-, b-, c-, d-, eeða f-lið.“
2) Í stað fyrirsagnarinnar í I. viðauka a kemur eftirfarandi:
“Skrá yfir einstaklinga eða lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir er um getur í 2. gr. b“.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 5. desember 2022.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
M. KUPKA
(1) Stjtíð. ESB L 314, 6.12.2022, bls. 97.
(2) Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 frá 18. júlí 2005 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó(Stjtíð. ESB L 193, 23.7.2005, bls. 1).
(3) Ákvörðun ráðsins 2010/788/SSUÖ frá 20. desember 2010 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsinsí Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (Stjtíð. ESB L 336, 21.12.2010, bls. 30).
Fylgiskjal 2.27.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2022/2401
frá 8. desember 2022
um framkvæmd 9. gr. í reglugerð ráðsins (EB) nr. 1183/2005 varðandi þvingunaraðgerðir
í ljósi ástandsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
Viðauka Ia við reglugerð (EB) nr. 1183/2005 er skipt út fyrir textann sem er í viðauka við reglugerð þessa.
VIÐAUKI
[Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2022/2401/oj.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda ESB. Síðari
breytingar og uppfærslur viðaukans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um
framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér: http://eurlex.europa.eu.
Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.