Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Nýsköpunarsjóður námsmanna veitir styrki til að ráða stúdenta í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsókna- og þróunarverkefni sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.

Lýsing nýsköpunarstyrkja og umsókn

Styrkurinn greiðir laun nema, 340.000 á mánuði, að hámarki í 3 mánuði. Háskóli, rannsóknarstofnun eða fyrirtæki sér fyrir aðstöðu og efniskostnaði.

Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífinu og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein.

Leyfilegt er að greiða nemum viðbótarlaun og setja þá á launaskrá til að þeir séu tryggðir við störf.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.

Innskráning í umsóknarkerfileiðbeiningar umsóknarkerfis

Fyrirspurninir sendist á netfangið: nsn@rannis.is

Símatími er á mánudögum - fimmtudaga frá kl 10-12 í síma 515 5800.