Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla

Kennarar, náms- og starfsráðgjafar, skólameistarar og aðrir stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla geta sótt um sérstakt námsorlof til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

Námsorlof getur annars vegar falist í fullu leyfi frá störfum í allt að eitt ár eða lækkun á vinnuskyldu innan þeirra marka, og hins vegar í greiðslu mánaðarlauna í allt að eitt ár eða greiðslu hlutfalls þeirra sem svarar til lækkunar vinnuskyldu, ef um slíkt er að ræða.

Skólameistarar geta sótt um orlof í nafni skóla fyrir einstaka kennara/náms- og starfsráðgjafa til þekkingaröflunar eða þjálfunar sem skólinn leggur sérstaka áherslu á. Markmið skólameistaraorlofs er að virkja kennara, náms-og starfsráðgjafa og stjórnendur sem eru með styttri starfsaldur til að sækja sér endurmenntun.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.

Innskráning í umsóknarkerfileiðbeiningar umsóknarkerfis

Tekið er á móti fyrirspurnum í netfanginu namsorlof.framhaldsskola@rannis.is eða í síma 515 5881.