Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 07. október 2025
Umsóknartímabil
06.08.2025 - 07.10.2025
Styrkjaflokkun
Innlent, Nám og kennsla, Starfs- og símenntun
Tegund
Fjármögnun
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands
Styrkir til námsorlofs í framhaldsskólum
Námsorlof getur falist í leyfi frá störfum í allt að eitt ár að hluta eða öllu leyti, eða í greiðslu mánaðarlauna eða hlutfalls launa í allt að eitt ár.
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 07. október 2025
Umsóknartímabil
06.08.2025 - 07.10.2025
Styrkjaflokkun
Innlent, Nám og kennsla, Starfs- og símenntun
Tegund
Fjármögnun
Styrkir til námsorlofs í framhaldsskólum
Lokað fyrir umsóknir / Frestur var til 07. október 2025
Rannís auglýsir eftir umsóknum um námsorlof eigi síðar en 1. september ár hvert.
Tilgangur námsorlofs er að veita kennurum og stjórnendum í framhaldsskólum tækifæri til að bæta þekkingu sína og efla hæfni í starfi.
Hverjir geta sótt um?
Kennarar, náms- og starfsráðgjafar, skólameistarar og aðrir stjórnendur framhaldsskóla sem hafa starfað í a.m.k. fimm ár við kennslu eða stjórnunarstörf.
Hvernig er sótt um?
Umsóknum er skilað gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.
Í umsókn um námsorlof skal m.a. taka fram eftirfarandi:
hvernig umsækjandi hyggst verja námsorlofinu og hvernig ætlað er að það muni nýtast í starfi,
upplýsingar um menntastofnun þar sem ráðgert er að stunda nám á orlofstíma. Sé ekki um reglulegt nám að ræða, heldur styttri námskeið, þjálfun eða annars konar námsdvöl, skal gera ítarlega grein fyrir tilhögun námsins,
hvort umsækjandi hefur áður fengið námsorlof kennara,
rökstuðningur skólameistara fyrir umsókn um leyfi til endurmenntunar einstakra kennara, náms- og starfsráðgjafa eða stjórnenda sem sótt er um orlof fyrir í nafni skóla,
aðrar upplýsingar sem umsækjandi telur skipta máli.
Umsækjandi um námsorlof skal upplýsa skólameistara um umsókn sína.
Svör við spurningum
Tekið er á móti fyrirspurnum í netfanginu namsorlof.framhaldsskola@rannis.is eða í síma 515 5881.
Þjónustuaðili