Írska persónuverndarstofnunin (DPC) hefur sektað TikTok um samtals 530 milljónir evra (tæplega 80 milljarða íslenskra króna) og fyrirskipað úrbætur vegna brota á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Þetta kemur í kjölfar rannsóknar á gagnaflutningum TikTok frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) til Kína og ófullnægjandi upplýsingagjöf til notenda.