Fara beint í efnið

Notendaleyfisskyldar vörur

Ábyrgðaraðili í markaðssetningu

Plöntuverndarvörur eru notaðar í landbúnaði og garðyrkju við ræktun skrautjurta, matjurta, ávaxta, korns og fleiri nytjaplantna til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra eða til að stýra vexti plantna.

Útrýmingarefni teljast til sæfivara og eru notuð til eyðingar meindýra.

Plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum er skipað í þessa tvo flokka;

  • Vörur sem ætlaðar eru til almennrar notkunar og allur almenningu getur keypt og notað.

  • Notendaleyfisskyldar vörur þar sem notendaleyfi þarf til að kaupa og nota slíkar vörur.

Einstaklingar sem nota notendaleyfisskyldar vörur í atvinnuskyni skulu sækja um notendaleyfi til Umhverfisstofnunar. Notendaleyfishafi skal ávallt hafa skírteini meðferðis við kaup og alla meðferð á þeim vörum sem leyfið nær til.

Dreifandi sem setur á markað notendaleyfisskyldar vörur skal tilkynna um það til Umhverfisstofnunar og tilnefna nafngreindan ábyrgðaraðila til að tryggja að nægjanleg fagþekking sé innan fyrirtækisins. Ábyrgðaraðili skal vera til taks þegar sala fer fram til að veita viðskiptavinum fullnægjandi upplýsingar er varðar notkun plöntuverndarvara eða útrýmingarefna og áhættu fyrir heilbrigði og umhverfið. Láti viðkomandi ábyrgðaraðili af störfum hjá hlutaðeigandi verslun eða birgi skal tilkynna til Umhverfisstofnunar um nýjan ábyrgðaraðila sem uppfyllir skilyrði. Tilnefndur ábyrgðaraðil skal hafa lokið námi eða námskeiði sem Umhverfisstofnun metur gilt og staðist próf sem sýnir fram á þekkingu hans.

Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Ábyrgðaraðili í markaðssetningu

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun