Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þroskastig

Kynning á þroskamódeli

Í kjölfar eftirlitskönnunar um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins, sem var framkvæmd árið 2012, var ákveðið að setja niðurstöður hennar í áþreifanlegt og samanburðarhæft form. Útbúið var sérstakt þroskamódel og afhendingarskyldum aðilum gefin stig eftir því hvernig þeir uppfylltu lög, reglur og kröfur um skjalavörslu og skjalastjórn. Með þroskastigunum er hægt að sýna hvernig afhendingarskyldir aðilar standa í samanburði við aðra og hvernig ástand skjalavörslu og skjalastjórnar er hjá afhendingarskyldum aðilum í heild eða hjá einstökum hópum afhendingarskyldra aðila. Þroskastigin eru fimm og er hvert stig lýsandi fyrir skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskylds aðila sem hefur gefið svör í könnunum Þjóðskjalasafns Íslands. Einnig var búin til stigatafla fyrir svör einstakra afhendingarskyldra aðila til að fá heildarstigafjölda hvers afhendingarskylds aðila.

Þroskastig