Fara beint í efnið

Eftirlit á starfsstöð

Þjóðskjalasafn Íslands hefur skipulagt eftirlit með afhendingarskyldum aðilum. Frá árinu 2012 hefur Þjóðskjalasafn staðið fyrir reglulegum eftirlitskönnunum til að kanna stöðu skjalavörslu og skjalastjórnar hjá afhendingarskyldum aðilum. Út frá þeim upplýsingum sem safnast hafa í eftirlitskönnunum er hægt að forgangsraða afhendingarskyldum aðilum og sjá hvar þörfin er mest fyrir eftirlit og ráðgjöf.