Kannanir á mataræði
Joðrannsókn á börnum
Rannsókn á joðhag 2,5 ára barna er unnin með samþykki vísindanefndar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Vísindasiðanefndar. Rannsóknin er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila:
Embættis landlæknis
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu
Háskóla Íslands
Markmið rannsóknar
Markmið rannsóknarinnar er að mæla joðstyrk í þvagi 2,5 ára barna til að meta joðhag barna á þessum aldri. Vegna minni joðneyslu fullorðinna er til skoðunar að nota joðbætt salt við brauðframleiðslu á Íslandi. Hins vegar er mikilvægt að aðgerðir til að bæta joðhag landsmanna skaði ekki viðkvæma hópa eins og ung börn. Því er þörf á upplýsingum um joðhag ungra barna til að meta hvort óhætt sé að mæla með notkun á joðbættu salti við brauðframleiðslu.
Allar fyrirspurnir sem tengjast rannsókninni er hægt að senda á naering@landlaeknir.is
Ábyrgðarmaður rannsóknar
Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis