Hvernig skoða ég og breyti skráningu á heilsugæslustöð?
Til þess að breyta skráningu á heilsugæslustöð er farið í Mínar síður á heimasíðu Sjúktratrygginga en Mínar síður heldur utan um og birtir upplýsingar og réttindi þín hjá Sjúkratryggingum.
Undir Heilsa - Heilsugæsla birtist valmynd þar sem hægt er að sjá þá stöð sem einstaklingur er skráður á, ásamt því að breyta um skráningu á stöð.
Valin er sú heilsugæslustöð eða sjálfstætt starfandi heimilislæknir sem hentar og valið staðfesta. Breytingin tekur gildi næsta virka dag. Aðeins er hægt að vera skráð/ur á einn stað hverju sinni. Um leið og skráningu er breytt fellur fyrri skráning úr gildi.
Með því að óska eftir breytingu á heilsugæslu er einnig verið að samþykkja að sjúkraskrárupplýsingar sem þig varðar séu færðar yfir á nýja heilsugæslustöð / sjálfstætt starfandi heimilislæknis.
Fyrstu 6 vikur eftir fæðingu eru börn skráð á þá stöð sem næst er lögheimili þar sem þau fara í ungbarnaeftirlit. Eftir þann tíma geta forráðamenn breytt skráningu. Börn geta verið skráð á aðra heilsugæslustöð en forráðamenn ef það hentar betur vegna ungbarnaverndar.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar