Heimildir lögreglu til að beita valdi
Á þessari síðu
Eftirlit með beitingu valds
Skráning
Upplýsingar um atvik þar sem valdbeitingu er beitt eru í málakerfi lögreglu.
Þegar færslur um mál eru skráðar þarf lögreglan að skrá hvers kyns valdbeitingu var beitt og með hvaða hætti. Dæmi eru hvort vopni hafi verið beitt eða hvort hótað hafi verið að nota vopn.
Beiting rafvarnarvopna
Ef rafvarnarvopni er beitt þarf að skrifa skýrslu um notkunina strax og segja yfirmönnum frá því. Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar. Sérstök nefnd fer yfir hvert tilvik þar sem rafvarnarvopni er beitt.
Lögregla vopnast
Öll tilvik þar sem lögregla vopnast með:
gasvopnum,
hvellvopnum,
skotvopnum,
og sprengivopnum
skal líka skrá. Fram skulu koma nauðsynlegar upplýsingar, til dæmis ástæðu þess að lögregla vopnaðist, stutt lýsing á atburðum og hvort skotum hafi verið hleypt af.
Samþykki ríkislögreglustjóra
Ríkislögreglustjóri ákveður nánar hverrar gerðar vopn, sem lögreglan hefur til umráða, skulu vera. Hann ákveður einnig hvaða lágmarksþjálfun lögreglumenn skulu fá sem árlega viðhaldsþjálfun í notkun lögregluvopna.
Skotvopnaeign
Hjá ríkislögreglustjóra er haldin skrá um vopnaeign lögreglu sem er trúnaðarmál, til dæmis vegna öryggissjónarmiða.
Að kvarta undan meðferð lögreglu
Hver sá sem telur að starfsmaður lögreglunnar hafi:
framið refsivert brot í starfi,
viðhaft ámælisverða starfsaðferð eða framkomu í starfi,
eða er ósáttur við almenna starfshætti lögreglu,
getur haft samband við nefnd um eftirlit með lögreglu sem er óháð stjórnsýslunefnd.
Lög og reglugerðir
Reglur nr. 1740/2022 um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.
Á vef Stjórnartíðindi má finna efni er varðar lögreglu með því að leita eftir orðinu „lögregla“.
Þjónustuaðili
Lögreglan