Heimildir lögreglu til að beita valdi
Á þessari síðu
Lögregla hefur heimild til þess að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa.
Lögreglan má ekki ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hverju sinni. Beita á vægasta úrræði sem völ er á til að ná fram lögmætu markmiði.
Aðferðir og vopn
Valdbeitingu lögreglu er gróflega skipt í eftirfarandi flokka:
Önnur vopn
Gasvopn: Gasbyssa, táragasbúnaður og reykbúnaður. Einnig gasbúnaður sem skotið er úr skotvopnum.
Hvellvopn: Búnaður til að trufla einstakling. Einungis til notkunar af sérstökum sérþjálfuðum sveitum lögreglu.
Sprengivopn: Sprengiefni sem er notað sem hluti af vopnabúnaði lögreglu.
Þjálfun
Til að mega bera vopn og til að mega beita þeim þarf lögregla að hafa lokið tilskyldri þjálfun. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu annast grunnþjálfun en framhaldsþjálfun er í höndum hvers embættis fyrir sig.
Viðhaldsþjálfun
Lögregla þarf að undirgangast viðhaldsþjálfun sem og hæfnispróf í notkun einstakra skotvopna. Til að mega bera rafvarnarvopn þarf að ljúka viðhaldsþjálfun á hverju ári.
Reglur
Þjónustuaðili
Lögreglan