Heimildir lögreglu til að beita valdi
Á þessari síðu
Úrræði til að stöðva ökutæki
Naglamottur
Dæmi um aðstæður þar sem lögreglan getur lagt naglamottu á götu til að stöðva bíl eru:
ef bílstjóri hlýðir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu,
til að hindra að bílstjóri valdi skaða á fólki,
til að tryggja mikilvæg sönnunargögn um alvarleg afbrot,
til að tryggja mikilvæga almannahagsmuni.
Loka vegi
Lögreglan hefur heimild til að loka vegum með þungum ökutækjum eða öðrum hindrunum sem þvera veg til að stöðva bíla ef stöðvunarmerkjum lögreglu hefur ekki verið sinnt.
Ákeyrsla
Lögreglan hefur heimild til að stöðva ökutæki með því að aka lögreglubíl á það til þess að hindra frekari akstur.
Þessari aðferð á aðeins að beita ef:
það telst nauðsynlegt til að stöðva aksturinn strax,
aðrar aðferðir duga ekki til og ekki er möguleiki á að beita þeim,
viðkomandi hefur ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu.
Þjónustuaðili
Lögreglan