Að kvarta undan meðferð lögreglu
Almennt
Almennir borgarar geta komið óánægju með störf eða háttsemi lögreglu til lögregluembætta eða sent formlega kvörtun til sjálfstæðrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.
Almenn óánægja
Hægt er að hafa samband við lögregluembættið þar sem viðkomandi lögreglumaður starfar.
Lögregluumdæmin eru 9 talsins út um allt land. Erindum er svarað og vísað til nefndar um eftirlit með lögreglu eða embættis héraðssaksóknara eftir því sem við á.
Höfuðborgarsvæðið
Hægt er að senda inn formleg erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegnum netfangið lrh@lrh.is , vilji einstaklingur kvarta undan starfsaðferðum eða framkomu starfmanns lögreglu í starfi.
Senda kvörtun til nefndar
Einstaklingar geta sent erindi sem varða:
ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu,
starfsaðferða,
eða framkomu,
til nefndar um eftirlit með lögreglu.
Nefndin er sjálfstæð og óháð. Á vef nefndarinnar eru leiðbeiningar um hvernig á að skila inn tilkynningu.
Fara á vef nefndar um eftirlit með lögreglu
Lögbrot í starfi
Héraðssaksóknari rannsakar kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans.
Þjónustuaðili
Lögreglan