Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Skráningarmerki og plötugeymsla

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar geymslu og afhendingu skráningarmerkja (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa A

    Efni kaflans

    Framsending skráningarmerkja milli geymslustaða

    Þegar skráningarmerki eru færð á milli þjónustuaðila kallast það framsending skráningarmerkja. Þjónustuaðili óskar eftir því við þann þjónustuaðila sem hefur skráningarmerkin að fá þau framsend og nær svo í þau (eða fær þau send ef samkomulag er um það).

    • Þjónustuaðili getur óskað eftir framsendingu til sín að beiðni eiganda (umráðanda) skráningarmerkja eða að beiðni Samgöngustofu. Skal sá þjónustuaðili sem hefur skráningarmerkin bregðast við beiðninni svo fljótt sem unnt er.

    • Framsending skráningarmerkja er skráð í ökutækjaskrá þegar þau leggja af stað. Þegar skráningarmerki eru móttekin á nýjum geymslustað ber að skrá þau móttekin.

    • Allir geymslustaðir eru sérstaklega skilgreindir í ökutækjaskrá (sérhvert hús þjónustuaðila) og ber þjónustuaðila að tryggja að skráningarmerki séu ætíð rétt skráð á meðan þau eru í geymslum hans.

    Gjaldtaka

    • Samgöngustofa tekur ekkert gjald fyrir framsendingu skráningarmerkja til annars þjónustuaðila.

    Tölvuvinnsla

    Þjónustuaðilar skrá sjálfir bæði framsendingu og móttöku skráningarmerkja í Ekju.