Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Skráningarmerki og plötugeymsla

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar geymslu og afhendingu skráningarmerkja (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa A

    Efni kaflans

    Afhending skráningarmerkja á ökutæki

    Afhending skráningarmerkja kallast það þegar plötur, sem ekki hafa verið á ökutæki, eru skráðar á það. Ökutækið getur verið þá þegar í umferð (er þá að skipta um gerð merkis eða endurnýja plötur), það er verið að nýskrá það eða skrá það í umferð (t.d. þegar eldri plötum hefur verið fargað úr geymslu eða plata hefur glatast).

    • Skilyrði þess að heimilt sé að afhenda skráningarmerki er að merkin séu skráð staðsett á viðkomandi afhendingarstað. Þó er heimilt að afhenda merki á geymslustað viðkomandi þjónustuaðila hafi þau verið móttekin á einhverjum öðrum geymslustað hans.

    • Ekki er heimilt að nýskrá eða endurská ökutæki nema afhenda á það skráningarmerki og verður afhending yfirleitt sjálfkrafa við þessar aðgerðir í ökutækjaskrá. Þessu þarf þó að fylgjast með þegar fleiri en ein gerð merkja eða áletrana hefur verið pöntuð.

    • Límdur skal viðeigandi skoðunarmiði í samræmi við skoðunarreglur. Þess skal gætt að miðinn sé límdur á réttan stað á merkinu.

    • Með öllu er óheimilt að líma önnur merki en skoðunarmiða á skráningarmerki.

    • Afhending á aukamerki er ekki gerð með afhendingarverklið skráningarmerkja. Þess í stað er farið í leiðréttingu í plötugeymslu, platan skráð úr geymslu og plötustaða skráð "á kerru".

    • Afhending á fornmerki krefst sérstakrar athugunar, sjá nánar um fornmerki.

    Gjaldtaka

    • Gjald Samgöngustofu fyrir afhendingu einkamerkja er 558 krónur eða VSK-merkja á áður skráð ökutæki er breytingaskráningargjald 577 krónur. Er þó ekki innheimt ef merkin eru afhent á ökutæki við nýskráningu eða endurskráningu þar sem gjaldið fyrir skráningu merkjanna er þá innifalið.

    • Gjald Samgöngustofu fyrir afhendingu almennra merkja að nýju í staðinn fyrir einkamerki er 558 krónur eða VSK-merki, 577 krónur.

    Tölvuvinnsla

    Þjónustuaðilar sjá sjálfir um að skrá afhendingu skráningarmerkja í gegnum vefþjónustu eða með skeytasendingu.