Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Skráningarmerki og plötugeymsla

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar geymslu og afhendingu skráningarmerkja (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa A

    Efni kaflans

    Móttaka skráningarmerkja

    Að lokinni framleiðslu skráningarmerkja eru þau send til afgreiðslu Samgöngustofu sem hefur eftirlit með framleiðslunni. Upp geta komið gallar eða skráningarmerki vantar. Samgöngustofa grípur til viðeigandi ráðstafana og pantar ný merki þegar þörf er á en viðbúið er að þetta geti valdið töfum sem taka þarf tillit til.

    • Samgöngustofa setur skráningarmerki í hólf þjónustuaðila og sjá þeir um að sækja merkin þangað (eða óska eftir því að Samgöngustofa sendi þeim merkin samkvæmt nánara samkomulagi).

    • Þjónustuaðilar bera ábyrgð á flutningi merkja til sín og skrá þau móttekin.

    Gjaldtaka

    • Samgöngustofa tekur ekkert gjald fyrir móttöku skráningarmerkja.

    Tölvuvinnsla

    Þjónustuaðilar skrá sjálfir móttöku skráningarmerkja í Ekju þegar þau berast.