Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Skráningarmerki og plötugeymsla

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar geymslu og afhendingu skráningarmerkja (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa A

    Efni kaflans

    Geymsla skráningarmerkja

    Geymslur fyrir skráningarmerki skulu vera öruggar svo að áhætta á misnotkun sé lágmörkuð. Samgöngustofa hefur eftirlit með þessu.

    Förgun skráningarmerkja

    Farga skal skráningarmerkjum strax í ákveðnum tilvikum en í öðrum tilvikum ber að farga þeim eftir að lágmarksgeymslutíma er náð (þjónustuaðili hefur heimild til að geyma lengur, sjá þó um gjalddtöku).

    Eftirtöldum skráningarmerkjum skal farga við móttöku:

    • Skráningarmerkjum sem skilað er inn við afskráningu ökutækja.

    • Almennum merkjum sem skilað er inn þegar ökutæki fer á VSK-merki.

    • VSK-merkjum sem skilað er inn þegar ökutæki fer á almenn merki.

    • Önnur merki sem skilað er inn þegar ökutæki fer á nýja gerð merkja.

    • Almennum merkjum þegar ökutæki fer á fornmerki.

    • Skráningarmerkjum sem hafa verið ranglega pöntuð.

    Eftirtöldum skráningarmerkjum má farga eftir að þau hafa verið geymd í tiltekinn lágmarkstíma:

    • Innlögðum skráningarmerkjum (skráningarmerkjum ökutækja sem eru skráð úr umferð) sem verið hafa í geymslu í eitt ár.

    • Nýjum skráningarmerkjum sem aldrei hafa farið á ökutæki og hafa verið í geymslu í meira en tvö ár.

    • Einkamerkjum sem hafa verið í geymslu í meira en þrjú ár.

    • Almennum skráningarmerkjum þeirra ökutækja sem eru á einkamerkjum og hafa verið í geymslu í meira en þrjú ár.

    Reglulega skal yfirfara plötugeymslur og farga (eigi sjaldnar en árlega):

    • Innlögðum skráningarmerkjum ökutækja sem hafa verið afskráð frá síðustu yfirferð.

    • Einkamerkjum sem liggja inni frá síðustu yfirferð og rétturinn er útrunninn.

    Þjónustuaðili ber að tryggja örugga förgun skráningarmerkja. Það felur í sér að merki verði umsvifalaust gerð ónothæf eða þeim eytt.

    • Þegar skráningarmerkjum er fargað skal skrá það í ökutækjaskrá.

    Gjaldskrá

    • Samgöngustofa tekur ekki gjald fyrir geymslu eða förgun skráningarmerkja (fyrir utan gjald sem innheimt er við innlögn skráningarmerkja).

    • Sé geymsla innlagðra skráningarmerkja framlengd tekur Samgöngustofa geymslugjald skráningarmerkja 1.153 krónur hverju sinni (gildir fyrir eitt ár í senn).

    Framkvæmd

    Þjónustuaðilar skrá sjálfir förgun skráningarmerkja í Ekju.