Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Undirbúningur fyrirlagnar

    Setja þarf upp öruggan vafra á þeim tækjum sem notuð er við fyrirlögn prófanna. Þessi hugbúnaður er hannaður sérstaklega til að tryggja öryggi við próftöku og koma í veg fyrir að nemendur geti nálgast annað efni en prófið sjálft á meðan á því stendur.

    Hér má finna leiðbeiningar fyrir kerfisstjóra grunnskóla vegna uppsetningar á veflás fyrir öll tæki sem leyfð eru vegna fyrirlagnarinnar.