Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Þjónustuaðili:
Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.
Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
17. mars – 11. apríl 2025
Stuðningsúrræði
Sveigjanlegur prófagluggi gerir það að verkum að skólar hafa gott svigrúm til að skipuleggja próffyrirlögnina út frá þörfum nemenda sinna og notkun stuðningsúrræða getur aukið líkur á að nemandi geti sýnt hvað í honum býr. Það er ekki nauðsynlegt að sækja um stuðningsúrræði eða skila inn upplýsingum um nemendur sem njóta þeirra enda eru þau almenn og skólum í sjálfsvald sett hvernig þau eru nýtt.
Mikilvægt er að hafa í huga að notkun stuðningsúrræða má aldrei hafa áhrif á það sem prófum er ætlað að mæla og það er fyrst og fremst í þágu nemenda að niðurstöður prófa endurspegli með sem réttustum hætti frammistöðu þeirra.